Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSŒNS 245 þýsku herskip væru komin fram hjá kastalanum Oscarsborg, og að ríkisstjórnin færi fram á það við konung, að hann yrði ferð- búinn hvenær sem væri,.til þess að hverfa úr borginni. Nú fór að birta af degi. í morgunskímunni flugu þýskar flugvjelar inn yfir borgina. En flugmenn skutu ekki. Konungur gekk að símanum og símaði að Skaugum til Ólafs krónprins, og lagði svo fyrir að hann kæmi með fjölskyldu sinni til hallarinnar. Meðal hirðmanna og þjón- ustufólks var mikill æsingur og taugatitringur alla nóttina. En konungur Ijet ekkert á sig fá. Hann fór aldrei úr jafnvægi og ljet sjer ant um að hjálpa öllum og draga úr hræðslu manna og skelfingu. Krónprinshjónin komu með börnum sínum og fylgdarliði kl. að ganga 7 um morguninn. — Mártha krónprinsessa var mjög skelfd, en hafði þó góða stjórn á sjer, því hún er mikilhæf kona. Brottförin. Er konungsfjölskyldan ók frá höllinni um morguninn niður eftir Carl Johansgötu, til járn- brautarstöðvarinnar, voru lög- regluþjónarnir, sem þar voru, komnir með stálhjálma og borg- arbúar þeir, sem komnir voru á kreik, stóðu á götunum og lásu morgunblöðin. Fólk hafði heyrt loftárásarmerkin um nótt- ina, en haldið að um æfingar væri að ræða, og ekki sint því. En er flugvjelarnar komu í hóp- um inn yfir borgina, sannfærð- ust menn um, að hjer var alvara á ferðinni. Er Hákon konungur kom inn í biðsal járnbrautarstöðvarinn- ar, barst þangað fregnin um að þýsku herskipi hefði verið sökt undan Oscarsborg-virki. Kon- ungur varð þá 1 vafa um, hvort hann ætti að leggja þá þegar af stað, því hann vildi ekki yfir- gefa höfuðstaðinn fyrri en í fulla hnefana. Skipið, sem þar frjettist um að sökt hafi verið, var Blúcher, þar sem alt Gestapoliðið þýska var og öll skjöl og gögn, sem hin þýska yfirstjórn Noregs átti að styðjast við. Þetta seinkaði innrás Þjóðverja þenna morgun og hefir sennilega gert það að verkum, að þýski innrásarher- inn náði ekki Hákoni konungi og ríkisstjórninni á sitt vald. En þegar konungi datt í hug að fresta brottför sinni, tóku ráðherrarnir því fjarri, og var síðan haldið af stað. Fylgdarlið konungs, er kom á stöðina, gat ekki tára bundist, er skilnaðar- stundin kom. En Hákon hjelt sinní óbifanlegu geðstilingu. Konungur og ráðherrar voru í sömu lest. Er lestin kom til Lille Ström, varð að staðnæmast þar. Stöðin er rjett hjá herflugvellinum Kjelder. En Þjóðverjar voru að varpa sprengjum á völlinn og kveikja í flugvjelaskýlunum. — Farþegarnir fóru úr lestinni og leituðu sjer skjóls undir járn- brautarbrú einni, eða annarstað- ar þar sem helst var afdrep fyr- ir sprengjubrotum. Árásin stóð í hálftíma. — Síðan hjelt lestin áfram. Komið var að Hamar um hádegi. Þar var haldinn fyrsti fundur í ríkisráði, eftir brottförina frá Oslo. Flótti starfsliðs „Norsk Telegrambyrá. Þá hverfum við frá sögu- manni mínumí lífverði konungs, segir Sigmund Fried blaðafulltr. og snúum okkur að mínum veg- um. Við vorum í Oslo til kl. 2i/£ e. h. Þá heyrði jeg, að Þjóð- verjar væru búnir að taka völd- in á lögreglustöðinni, útvarps- stöðinni, símstöðinni og þýskt herlið væri á leiðinni frá Forne- bu flugvelli til borgarinnar. — Þótti mjer þá rjettast að hverfa á brott og þangað sem ríkis- stjórnin væri, og freista að halda uppi sæmilegri frjettastarfsemi þaðan. Við vorum 15 í alt, sem náð- um í langferðavagn og lögð- um af stað með pjönkur okkar. Við fengum að vita, að Þjóð- verjar hefðu þegar lokað um- ferð á öllum aðalvegum er liggja frá borginni. Við lögðum því lykkju á leið okkar, hjeld- um suður í Austfold, og beygð- um síðan eftir krókaleiðum norður eftir og komum til Ham- ar um kvöldið. Þar ætluðum við að setja upp frjettastöð til bráðabirgða. — Sneri jeg mjer til stærsta dag- blaðsins þar. 1 sama bili og jeg kom inn á ritstjórnarskrifstof- unað heyri jeg í útvarpinu, að Vidkum Quisling heldur þar ræðu, þar sem hann tilkynnir öll- um landslýð, að hann hafi mynd að stjórn og hann beini því til allra embættis- og starfsmanna ríkisins, er horfið hefðu frá Os- lo, að koma tafarlaust til baka og taka upp störf sín, ef þeir vildu halda stöðum sínum. Stórþingið á fundi. Rjett á eftir kom fregn um það, að þrír stórir þýskir her- mannavagnar væru á leið til Hamar, og ættu hinir þýsku her- menn að taka konung. ráðherra og þingmenn höndum. Var því ákveðið að halda. skyldi ferð- inni áfram sem skjót^st til Elve- rum. Með aukalest og bílum fór nú kofiungur, ríkisstjórn, þing- menn og alt þeirra fylgdarlið til Elverum. Þangað komum við kl. 10 um kvöldið. Þar kom Stór- þingið saman á fund í lýðhá- skólanum. Á þeim fundi fekk ríkisstjórnin það umboð er hún hefir unnið eftir síðan. Meðan fundurinn stóð í Elve- rum bárust fregnir um að enn væru Þjóðverjar komnir lengra áleiðfs, framhjá Hamar, og svo nálægt Elverum, að skotdunurn- ar heyrðust frá bardaganum, er nú stóð yfir. Hópur Norðmanna, jeg kalla það „hóp“, því um æft skipulagt lið var ekki rf ræða, hafði tekið sjer fyrir hendur að varna því, að þýskir hermenn hefðu hendur í hári konungs og ríkisstjórnar. Þetta voru nýliðar í hernum, menn úr lífverðinum, verkamenn úr hernum o. fl. Margir þeirra höfðu aldrei snert á skotvopni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.