Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 4
244 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá Hákoni konungi, er innrásin var gerð í Noreg Sögukaflar Sigmunds Friid blaðafulltrúa Norðmanna Sigvard Friid, blaðafulltrúi norsku stjórnarinnar flúði frá Oslo um nónbil þ. 9. apríl 1940, innrásardag- inn, með frú sinni og nokkrum starfsmönnum frá ,(Norsk Telegrambyrá“. — Undir ákaflega miklum erfiðleikum vann hann og starfslið hans að því, að halda uppi frjetta starfsemi í hinum óhernumda hluta Noregs. Hann hefir af eigin sjón og raun hin nánustu kynni af Noregsstyrj- öldinni. 1 tilefni af afmæli Hákonar konungs, hefir Friid sagt mjer eftirfarandi smákafla úr lífi konungs, frá þeim dögum er innrásin var gerð í Noreg. Hann komst að orði á þessa leið: Jeg ætla fyrst að rekja nokk- ura kafla úr frásögn er jeg skrif aði í vasabók mína eftir lífvarð- arforingja, þeim, er var í kon- ungshöllinni í Oslo nóttina er innrásin var gerð. Þessi liðsforingi, jeg hirði ekki um að nefna nafn hans, fór með konungi á fund í Her- mannafjelaginu (Militært Sam- fund) að kvöldi þess 8. apríl. Þeir komu heim í konungshöll- ina um kvöldið. Konungur fór þá til skrifstofu sinnar, en liðs- foringinn lagði sig til svefns. — Þetta var á mánudagskvöldi. En á laugardaginn áður höfðu flog- ið fyrir fregnir um að einhver stórtíðindi væru í vændum, þó. enginn vissi hverskyns þau yrðu. Einhver ókyrleiki lá í loftinu. Fyrstu hættumerkin. Svo kom fregnin á mánudag um að þýsku flutningaskipi, Rio de Janeiro, hefði verið sökt við Suður-Noreg, og Þjóðverjar, er bjargað hafði verið í land, skýrðu frá því, að þeir hefðu verið á leið til Bergen, eða til annara staða á-Vesturlandinu, sumir sögðu að þeir hefðu átt að fara alla leið til Narvíkur, til þess að verja Noreg fyrir innrás Englendinga. Eftir þessar fregnir á mánudag fór menn að gruna í Oslo, hvað væri á seyði, þó enginn gæti með vissu áttað sig á því, hvaða stefnu viðburð- irnir tækju. Um sama leyti, eða fyr um daginn flaug sú fregn um, að Bretar hefðu lagt tundurduflum í norska landhelgi á tveim stöð- um fyrir Vesturlandi og í Vest- fjorden utan við Narvik. Aldrei hafa verið færðar sönnur á hvort að fregn þessi hafi verið rjett. Um miðjan dag þ. 8. apríl, bárust um það fregnir frá Dan- mörku, að 150 þýsk skip, stór og smá herskip og önnur, hefðu farið norður um dönsku sundin. Menn gerðu sjer ekki ljóst, að þetta væri upphaf að árás á Noreg. En þó þóttust allir vita, að einhverjir stórviðburðir væru í vændum. Að kvöldi þess 8. apríl var dreift flugritum um göturnar í Oslo frá ,,Nasional Samling“ — flokki Quislings — þar sem því var haldið fram, að nú væri tím- inn kominn til þess að mynda þjóðlega stjórn í Noregi. Quisling var þá nýkominn frá Berlín. En flugrit þessi voru ekki sett í neitt samband við það ferðalag hans. Menn litu á þessi flugrit eins og hverja aðra vit- leysu hans, sem enginn tók mark á. En mikill kvíði og ókyrrleiki hafði gripið Oslobúa þennan dag. Fyrstu fregnir um árás. Nú víkur sögunni til konungs- hallarinnar. Lífvarðarforinginn, er jeg áðan mintist á, að geng- ið hafði til náða, var vakinn um miðnætti við að hringt var til hans í síma frá utanríkisráðu- neytinu og honum sagt, að fleiri en eitt vígi við Oslofjörð ættu í orustu við óvinaherskip sem rjeð ist inn í fjörðinn. En ekki vissu menn í utanríkisráðuneytinu hverrar þjóðar skip þessi voru. En þá horfðu málin þannig við, að skipunum hefði verið veitt mótstaða, hvort heldur þau voru ensk eða þýsk. Liðsforinginn rauk í fötin, skundaði til konungs, mætti hon- um, er hann var að ganga af skrifstofu sinni og ætlaði að ganga til hvílu. Hann sagði kon- ungi frjettina. Hákon konungur sá vitanlega samstundis, að hjer var hin mesta alvara á ferðum fyrir hann og þjóð hans. En hann tók fregn þessari með mestu stillingu. Hann vissi þá ekki frekar en aðrir hverrar þjóðar herskipin voru, er rudd- ust inn Oslofjörð. Það var ekki fyrri en liðið var fram á nótt, að fregn barst um það til Osloar að skipin væru þýsk, og Þjóð- verjar hefðu gert árás samtím- is á Kristianssand, Stavanger, Bergen, Þrándheim og Narvik og víðar. Myrkur í konungshöllinni. Rjett eftir að fyrsta fregnin kom til hallarinnar, slokknaði rafmagnsljósið þar. Urðu menn eftir það að þreifa sig þar áfram með vasaljósum. Hver stórtíðindin komu nú eftir önnur til konungshallar- innar. Kl. iy2 frjettist að hin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.