Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 239 anna svo, að þeir gótu eigi gengið fram, og lágu þeir í bólinu meðan fjelagar þeirra riðu í skyndi til byggða eftir hestum handa þeim. — Leitarmenn spiluðu síðan um hríð við kertaljós, en stungu sjer svo á höfuðin ofan í gærusvefn- poka sína; rakkarnir lúrðu á fót- um þeirra, en hestarnir blunduðu standandi í hellismunnanum. ★ Um morguninn í rauðabítið vökn uðu leitarmenn eftir slitróttau svefn sökum kulda og óróa í hest- unum. „Onnur væri öldin, ef enn væri við líði bær Ásbjarnar Reyr- ketilssonar“, hugsuðu þeir. Frost var mikið, eða um 12 stig á Cel- síus. Þeir smurðu því hendur og fætur úr hrossafeiti til varnar kali, settu upp íslenska skó og bundu á sig fjallajárnin. Þeir snæddu, gáfu hestunum og skildu þá eftir í ból- inu. Úti var logn og grálýsi og nokkur hrímþoka, meinlaus að kalla móts - við sótþoku í frost- leysu. Það marraði ótt og títt í snjónum undan fjallajárnunum og fjallastöngum, og óþol var í rökk- unum. Nú skulu villingarnir vakna við vondan draum! Eftir tveggja stunda göngu voru þeir komnir inn að Búðarhamri á Þórsmörk. Þeir skiftu sjer þá í leitir. Smalaðist þ<ým svo vel um daginn, að á fjórða tímanum, er þeir mættust á ákveðnum stað, var fjeð 30 kindur alls. Ætluðu þeir, eins og venja er í desemberleit- um, að reka fjeð í rjett, þar sem það skyldi vera byrgt i".ni uns haldið yrði til byggða að 'okum. En er þeir ráku fjeð eftir krygg einum fram undir Slyppugii, sem liggur inn í Þórsmörk, slapp það allt í skjóli gilsins inn úr aftur. Fjeð hefði eigi getað henst tryll- ingslegra þótt það hefði í þeiin svifum rekið nasirnar ofan í blóði stokkin skurðartrog. Þá var klukk- an fjögur, og urðu leitarmenn nú að kalla sig saman sökum dimmu og halda til bóls fjelausir. Grunn- stingull var í Krossá þar efra, svo að hún var held upp í krapablár. Leitarmenn kræktu þess vegna fyr" ir hana upp í Valahnúk. Skaflar hjeldu þar illa, og óðu þeir þá á löngum kafla í mið læri, og voru þeir nú mjög lúnir eftir hlaupin um daginn. Þeir urðu að þíða sig við prímusinn í bólinu eina stund til þess að komast úr blautu, og hið sama þurftu þeir að gera hvert kvöld eftir það, er þeir komu til bóls. Einum leitarmanna varð að orði, að ekki myndi öllum úti - legumönnum hafa verið hent að lifa af sauðaþjófnaði á vetrum. Nú var gott að slá í fáein spil til þess að gleyma giftulausu erfiði dagsins. Morguninn eftir vöknuðu þeir enn í bítið, eða um fimmleytið, smalaveður var gott, og hjetu þeir að reka ófara sinna daginu fyrir. Leitarmenn fóru að leita fjársins, sem slapp þá, og fundu þeir það allt á svipuðum slóðum, innan Búðarhamars. En er þeir komu með fjeð að Slyppugili, slapp helmingur þess út í buskann úr höndunum á þeim, þrátt fyrir ýtrustu varkárni. Þeir ráku hinar 15 hræður þá fram í Merkurnar og urðu tveir þeirra að vaða öðrn hvoru upp í klof í Krossá á leið- inni til þess að hlaupa fyrir vill- inga. Þá er þeir höfðu vaðið ána svo oft, urðu buxur þeirra svo freðnar að þeim, að þeir gátu lítt gengið; einn leitarmanna sótti þá hesta handa þeim, hjálpaði þeim á bak, og gátu þeir síðan rið- ið einir til bóls. Kindurnar 15 voru loks orðnar svo þreyttar, að þær urðu reknar í rjett í Rananum. Þá er leitarmenn voru allir komnir til bóls, þótti þeim enn gott að spila og reka á brott óþægilegar hugsanir um að þeir væru einungis hálfdrættingar annan daginn. ★ Þegar hellismenn vöknuðu í sama mund þriðja leitardaginn, sunnudaginn 8. desember, var svo mikill bylur, að þeir komust eigi frá bóli. Þeir styttu sjer þá stund- ir með spilamensku. Að aflíðandi hádegi slotaði bylnum, en þó var jeljaveður á um daginn. Þeir skiftu sjer þá í leitir, ákváðu, að láta Búðarhamars villingana eiga sig um sinn, og fóru þrír þeirra suður í Stakkholt, en hinir tveir í Merkurrana, að leita tveggja kinda, sem urðu þar eftir daginn áður. Þeir náðu kindunum tveim með aðstoð hundanna og fóru með þær í rjett. Hinir leitarmennirnir fundu 8 kindur, og ætluðu þeir að reka þær fram fyrir gjá. En þetta voru villingar, og þeir vildu ekki fara frá sínu bóli. Fje, sem gengið hefir sjálfala, er nefnt villingar eystra. Einn háttur villinga er sá, að þeir eiga sjer allir eitthvert ból á vetrum, sem þeir hafa skjól í í illviðrum og að næturlagi, og eru þeir torreknir langt frá ból- unum. Leitarmenn komust oft í hann krappan um daginn að elta þessa villinga, Eitt sinn stukku villingarnir upp bergflóa mikla klambraða ísi og snjó. Einn leitar- mnna hljóp þá í hendingskasti á eftir þeim, og enda þótt hann væri á ágætum fjallajárnum nægðu þau ekki; hann rann ört niður berg- fláann að hengiflugi, er var sex mannhæðir. Þar tæpast á brún- inni kom hann fyrir sig fjalla- stönginni og gat stöðvað sig. Leit- armenn þóttust heimta hann úr helju, og báðu hann að tefla eigi aftur svo framarlega á hlunn, því að eigi væri víst að gæfa yrði enn í verki með, þótt dirfska og snar- ræði færu saman. En maðurinn hjelt ótrauður aftur upp fláana og komst fyrir villingana. Með hjálp rakkanna tókst leitarmönn- um loks að handsama villingana einn og einn í senn; þeir bundu þá síðan saman um belgina, tvo og tvo, svo að þeir hlupu skap- legar á eftir og urðu reknir í rjett. Krossá var jafnbólgin sem daginn áður, og urðu sumir leitarmanna blautir og freðnir í henni eins og þá. Þegar þeir voru nýkomnir til bóls, gengu svo miklar þrumur nálægt, að bólið skalf sem í hrær- ingum, en leiftur lýstu það öðru hvoru. Ef til vill er Þórsmörk óskaland landássins Þórs. Það var mildi', að hún var eigi skírð upp eins og vikudagur ássins. Frh. Ef þú þráir frið, þá bú þig undir stríð. ★ — Hvers vegna eruð þjer svona alvarlegur ? — Jeg er að hvíla mig. — Hvað meinið þjer með því? — Jeg er gamanleikari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.