Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 5
LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS 237 Halie Selassie dvelur nú með her sínum og bandamanna sinna í Abyssiníu. Hann var fyrsta fórn- ardýr fascismans — en líka binn fyrsti binna landflóttu þjóðhöfðingja, sem náði rjetti sínum aftur. Hjer á myndinni sjest keisarinn á leið sinni til Addis Abeba til þess að setjast aftur að völdum. ar. 0g jafnvel þegar blaðgrænu- upplausn er sterk, þá virtist bún fremur hafa læknandi, mýkjandi áhrif á líkamsvefi, en ekki særa þá. Sjúkdómarannsóknarstofan í Temple framleiddi blaðgrænuupp- lausn og blaðgrænusmyrsli, sem nothæf voru gegn margskonar sóttkveikjum. Síðan fóru læknarn ir að nota þessi lyf, með mjög ströngu vísindalegu eftirliti. í júlí 1940 var fyrsta skýrslan um lækningatilraunir þessar birt í Americcan Journal of Surgery" (Tímariti amerískra skurðlækna). í þessu merka riti, er jafnframt birt vottorð margra lækna, er segja blaðagrænuna merkilegt og mikilvægt læknislyf. Um 1200 sjúklingar höfðu notið þessa lyfs, er höfðu haft alls konar meinsemdir Djúp innvortis sár og skeinur höfðu fengið þessa • læknismeðferð, og hvað eftir ann- að vottuðu læknar að menn yrðu með þessu albata. Komið hafði verið með sjiiklinga, sem höfðu sprungin botnlanga eða dreifða lífhimnubólgu, uppskurð- ur gerður og dælt í djúp sár blaðgrænuvökva gegnum sára- pípur, eða lagt við sáraumbúðir með blaðgrænn eða blaðgrænu- smyrsli. Æðahnútasár, erfið beinbólgur, heilasár og margskonar hættuleg sár höfðu læknast með þessu lyfi. Mörg tilfelli af munnveiki, svo sem Vincluts-hálsbólgu og slæmar bólgur í tannholdi, sömuleiðis. Stórfeldastur hafði árangurinn orðið við meðferð á um 1000 sjúkl- ingum er höfðu bólgu í öndunar- færum í holum höfuðbeina eða nefkvef eða höfuðkvef o. s. frv. Sjúklingar þessir voru undir lækn ishendi dr. Roberts Ridpath og dr. T. Carol Davis. Þessir merku sjerfræðingar sögðu að ekki hefði það nokkurntíma komið fyrir, að eigi hefði fengist nokkur bót eða fullur bati. Hvernig verkar blaðgrænan á líkamann? Hún styrkir sellurnar, hindrar bakteríugróður og gerir líkamsvefina hæfari til til varnar gegn sóttkveikjum. Þetta þykjast vísindamenn hafa komist að raun um. En viðurkenna að margt sem þarna gerist sje þeim ráðgáta og verði svo máske altaf. En alt fyrir það eru læknar sannfærðir um að lyf þetta eigi mikla framtíð fyrir sjer, þó mikl- ar rannsóþnir verði enn gerðar áður en mælt verði með blað- grænulyfjum til almennra nota. En þeim læknum og spítölum fjölgar, sem nota sjer þá reynslu sem fengin er. Er hjer um að ræða citt merk- asta rannsóknarefni læknavísind- anna. (Þýtt úr Readers Digest, maí- hefti ’41, greinin stytt úr Science News Letter). Móðirin: Hefir þú nú einu sinni enn orðið að hýrast í skammar- króknum í skólanum Óli? — Já. — Og hvers vegna? — Bara af því að kenslukonan spurði okkur hvað væri synd, og jeg sagði að það væri synd, að láta okkur vera inni í svona góðu veðri. ★ — Jeg er viss um það Maggi minn, að margir drengir væru himinlifandi yfir því að fá ekki nema helmingi minni hafragraut en jeg hefi skamtað þjer. — En það væri jeg líka mamma!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.