Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 4
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSENS Lækníngamátttir blaðgrænunnar Eru ,vísindin að finna nýja leyndardóma? EFTIR LOIS MATTON MILLER 10 inn af dýpstu leyjidardómum í náttúrunnar ríki er sam- bandið eða samstarfið milli sólar- ljóssins og blaðgrænu kornanna í plöntunum, en það eru hin ör- smáu grænu korn í blöðum og stönglum plantnanna er gefa gró- inni jörð hinn græna lit. Nú hef- ir sú von kviknað í huga vís- indamannanna, að blaðgrænan, þessi undirstaða alls jarðlífs eigi yfir dulmagni að búa, sem verði ómetanleg stoð í hinu eilífa stríði mannkvns gegn smitun og sótt- kveikjum. Rannsóknir í þessum efnum eru enn sem komið er skamt á veg komnar. En þær vekja ákaflega miklar fratíðarvonir. Lærðir sjer- fræðingar í læknisfræði segja að blaðgræna hafi læknað djúpar smitbólgur, hreinsað opin sár, og læknað venjulegt kvef. — En hvemig blaðgrænan hefir þessi áhrif, er enn leyndardómurinn. ★ Efnafræðingum hefir tekist fyr- ir langa löngu að ná ómengaðri blaðgrænunni úr plöntum. En allt fram til ársins 1913 tókst engum að rannsaka smáeindir blaðgræn- unnar. Þá var það að þýski efnafræð- ingurinn dr. Richard Willstátter gerði þá ályktun að þessi græni undrahlutur í náttúrunnar ríki væri í nánum tengslum við leynd- ardóm sjálfs lífsins. Allur lífsþróttur sem til er á jörðinni á uppruna sinn frá sól- inni. Grænar plöntur einar eru þeim dulmætti búnar, að ná magni sólar og veita því til manna og dýra. Sólargeisli snertir hið græna blað, og um leið er sú þraut leyst. í blaði plöntunnar klofna sam- stundis smáeindir vatns og kol- sýru, en þessu geta efnafræðing- ar ekki áorkað, nema með mikilli fyrirhöfn. í plöntunni eru ekki nema líflaust vatn og lofttegund. En í einu vetfangi er þessu breytt í lifandi vef. Súrefni er leyst úr plöntunni er verður til að bæta andrúmsloftið. En orkueiningar bundnar í sykri eða öðrum kol- vetnum safnast sem forði í plönt- una. Menn neyta sólarorkunnar sem fæðu, í grænmeti eða kjöti af jurtætum. Menn nota sólarorkuna í kolum, olíu, gasi, sem stafa frá gróðri er vaxið hefir fyrir alda- röðum síðan. Þetta voru hugleiðingar Will- státters. En nánari rannsóknir leiddu margt merkilegt í ljós. Smáeindir (molekyl) blaðgræn- unnar reyndust einkennilega lík smáeindunum í hæmoglobininu í blóðinu, hinu rauða litarefni blóðs- ins. Hið rauða blóðefni er ofið úr kolefnis, vatnsefnis, súrefnis og köfnunarefnis frumeindum (at- ómum), sem raða sjer utan um frumeind úr járni. Blaðgrænan í jurtaríkinu er of- in úr sömu efnum. Munurinn er að eins sá, að þar er það magnes iufrumeind sem myndar kjarnan. Alveg er það augljóst að þessi líking er merkileg. En hvað merk- ir húnf Leyndardómur blaðgrænunnar hefir vissulega vakið marga vís- indamenn til rannsókna. Sumir þeirra, þar á meðal Charles F. Kettering, reyndi að finna aðfer'ö til þess að ná sólarorkunni beina leið. En aðrir þar á meðal dr. Hans Fischer, er fjekk Nóbels- verðlaunin 1930 fyrir rannsóknir sínar á blóðkornum, leitaðist við að fá not af blaðgrænn til lækn- inga. Kettering setti upp rannsóknar- stofu fyrir rannsóknir á blað- grænu og ljósefnaskiftum — þ. e. þeim efnabreytingum sem verða í plöntunni fyrir áhrif sólarljóss. Stofnun þessi var sett upp í Autioch College árið 1930. Þar skyldu þessir hlutir rannsakaðir frá öllum hliðum. ■ Eitt af því fyrsta sem þeir rannsökuðu þar í Ohio var, hvaða breytingu blaðgrænan tæki við að ganga gegnum meltingarfæri manna og dýra. Þeir fundu m. a. að sundurleystar blaðgræhu smá- eindir voru alveg sjerstaklega líkar einni grein blóðlitarins, er nefnist hæmatín. Og þegar þessi hálfsundurmelta blaðgræna var gefin rottum þá jókst mjög mynd- um rauðu blóðkornanna í rottun- um. Um svipað leyti skýrði dr. Fischer frá því, að hann hefði notað blaðgrænu við lækningar á blóðleysi. Vakti þetta mikla eftir- tekt meðal lífeðlisfræðinga. Yísindamenn við Temple há- skólann í Philadelphiu komust að merkilegri niðurstöðu. Blaðgrænu- upplausnin virtist styrkja veggi sellanna í líkama dýra. Þetta f jekk þá til að hugleiða það, hvort blað- grænan styrkti ekki líkamann gegn utanaðkomandi sótthveikj- um. Sótthreinsunarmeðöl eiga yf- irleitt sammerkt í því, að ef upp- lausn þeirra er höfð svo sterk, að vissa sje fyrir, að hún drepi sótt- kveikjur, þá er hætt við, að hún um leið skemmi líkamsvefina. Spurningin var nú, hvort blað- grænan gæti stutt líkamann, til þess að eyða sóttkveikjunum og styrkt vefina um leið. Á rannsóknarstofum reyndust verkanir blaðgrænunnar ráðgáta. Hún hefir í sjálfu sjer engan mátt til þess að drepa sóttkveikjur. En komi hún í snerting við lifandi vefi líkamans, þá er sem hún auki mótstöðuafl sellanna, og fyrir- byggi að bakteríur dafni. Hinn sjer staki hæfileiki blaðgrænunnar í því að kljúfa kolsýru og losa úr henni siirefnið, sýndust koma að góðu haldi við innvortis, lokuð sár, þar sem sóttkveikjurnar eru loftfæln-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.