Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORQUNBLABSINS 235 argir yfir kindaþjófnaði Arnesar, að gjörður var sannsafnaður urn alla Borgarf jarðarsýslu til_þess að gjöra almenna leit að Arnesi. Var þarna hópað saman allmörgum mönnum og var leitinni hagað svo að tveir og tveir gengu saman. — Það var nú heldur en ekki farið- að sverfa að Arnesi, því að leitar- mennirnir fóru um allt fjallið, a hvert leiti og í hverja laut, svo að hvergi var hægt að dyljast, en samt var hann ekki .alveg ráða- laus. — Það vildi nú svo til, að einn leitarmanna þurfti að binda skóþveng sinn eða gjöra að skó sínum og tafðist við það, en þar lá þá Arnes nærri í leyni. Hann spratt þá upp og gaf sig í fylgd með leitarmanninum og er sagt að hann gengi vel fram í leitinni Síðan kom sá, sem hafði bundið skóþveng sinn og sagðist hafa mist af samleitarmanni sínum, sem hefði eflaust farið á gægjur fram á klettabeltin. Allir leitarmenn áttu að hittast um kvöldið á vest- asta hól fjallsins, en þegar að því var komið, leyndist Arnes aftur frá þeim, sem hann hafði fylgt, þannig að hann þóttist ganga þarf- inda sinna. — En svo þegar leit- arforinginn tók manntal sitt og spurði hvort allir væru komnir, kom í Ijós að svo var, en þá vantaði auðvitað manninn, sem hafði gengið álbróka sinnar, og þóttust allir þá vissir um að þarna hefði hinn slungni útilegu- þjófur Arnes verið sjálfur og leik- ið svona á þá. — Arnes var nú skjótur til að ná föggum sínum úr fjallinu og hafa þær þaðan í burtu, því að leithi hafði auðvitað orðið árangurslaus, en í Akrafjalli þótti honum sjer ekki lengur til setu boðið. Hann lagði því land undir fót og þrem- ur nóttum síðar urðu menn þess varir, að hann var kominn í Hafn- arskóg og þar hjelt hann til og í Skarðsheiðinni á næstunni. Hann faldi fje sitt í Hafnarfjalli og síðar sagði hann frá því, að þá hefði hann m. a. átt 18 fjórðunga, þ. e. 90 kíló af smjöri í einum hellisskútanum. — ★ Um þessar mundir var Arnór Jónsson sýslumaður í Borgarfjarð- arsýslu og bjó hann í Belgsholti í Melasveit, sem er svo að segja næsti bær við Höfn eða Hafnar- skóg. Það var því ekki óeðlilegt að yfirvaldið hefði fullan hug á að handsama Arnes, enda lýsti sýslumaður eftir honum á Alþingi 1756 og er lýsing sú eins og að framan greinir. En eftir þetta þorði Arnes ekki að hafast lengur við í Skarðsheiði eða í Hafnar- skógi og brá sjer nú enn til æsku- stöðvanna, suður á Kjalanes og lagðist í Esjuna, og fór þá jafn- * skjótt að hverfa fjenaður manna. í Esjunni urðu menn fyrst varir við Arnes þannig, að hann sást oft fáklæddur á hlaupum í hitum að sumrinu og var hann þá að afla sjer eldiviðar til þess að sjóða við slátur það, sem hann hafði stolið. Stundum sást hann koma hlaup- andi úr fjallinu ofan í byggð til þess að stela sjer mat og öðru, sem hann þá vanhagaði um. — ★ Það ljek líka orð á því að Ar- nes ætti eitthvert hæli eða athvarf einhversstaðar í byggðinni þegar honum lægi mest á og margt þótt- ust menn verða varir að hann hefði haft saman að sælda við bóndann í Saltvík á Kjalarnesi sem Þorkell hjet Tómasson, og svo fannst líka fjársjóður, sem Arnes átti og hafði falið einhversstaðar og var það ekki úein smáræðis- upphæð, 20 spesíur, 8 dalir krónu- verðs og 12 dalir sléttir. — Þor- kell í Sandvík var bendlaður við að hafa haft þessa peninga með höndum fyrir Arnes og þótti nú augljóst að Arnes lægi einhvers- staðar í Esjunni. — Þegar sýslu- maðurinn, Guðmundur Runólfs- son frjetti þettú, sendi hann menn til þess að ná Arnes og taka Þor- kel bónda í Sandvík fastan og færa sjer þá báða. Var nú safnað liði á Kjalarnesi og leitað fjallið. Fannst hreysi Arnesar, en sjálfur komst hann undan og er sagt, að hann hafi þá átt fótum sínum fjör að launa, þó segja sumir að í þetta skifti hafi hann brugðið fyr- ir handahlaupum, en talið er ólík- legt að hann hafi þurft þess, þar sem hann var svo frár á fæti að fljótustu hestar höfðu hann ekki á sprettinum. — Frh. Tvær vísur Reykjavík, 25. júní 1941. Herra ritstjóri! jen er farið að leiðast að Lesbók Morgunblaðsins er að henda landshornanna milli vísu eftir móðurafa minn og eigna han.i ýmsum, sbr. S. II. L. og Sigríði Einarsdóttur, og fara bæði skakt með. Rjett kveðin er hún syona: : Betra’ er að fara stilt af stað, steyptist einhver þarna. Hann hefði betur hálsbrotnað helvítið að tarna. Vísan er prentuð í Sunnanfara 1894 eða ’95, meðal vísna eftir Björn Skúlason, umboðsmann á Evjólfsstöðum. Tildrög vísunnar var það að aff minn og annar merkur maður deildu um stjórnmál á hlaðinu á Eyjólfsstöðum. Menn voru þá sem nú Jóns Sigurðssonar menn eða innlimaðir Dönum. — Afi minn fylgdi Jóni Sigurðssyni. Sá sem deildi á reiddist, stje á bak, sló undir nára og reið hart út trað- irnar. Fjell af baki en stóð upp aftur. Þá varð vísan til. Til þess að koma í veg fyrir að önnur vísa eftir afa minn brjálist í meðförum eða verði öðrum kend, þykir mjer rjett að geta þess að hann hefir ort þessa vísu: Þó jeg verði miður mín, á milli — og stundum eins og svín; ekkert get jeg utan þín elskulega brennivín. Virðingarfylst. B. P. Kalman. ATHUGASEMD rasaferðabrjef Ólafs Davíðs- sonar í Lesbók í dag er að ýmsu leyti fróðlegt, en dálítil mis sögn er þar, sem mjer virðist ástæða til að leiðrjetta. Mjer hef- ir aldrei komið til hugar að ná í kenslu þá, sem Ólafur minnist á. Það er ekki ósennilegt, að mis- skilningurinn sje þannig til kom- inn, að Helgi Jónsson hefir hald- ið, að jeg mundi gera það, og lát- ið þann grun sinn í ljósi við Ólaf. 8. júní. Helgi Pjeturss.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.