Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 8
48 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS Nokkur orð um Guðmund Magn- ússon, hagyrðing í Stóru-Skógum. Quðmundur Magnússon í Stóru Skógum, sem sagt er frá í Lesbók Morgunblaðsins 5. janúar þ. á., var fæddur að Ásbjarnar- stöðum í Stafboltstungum 15. sept. 1809, sonur Magnúsar, síðar bónda og hreppstjóra í Arnarholti, f. ca. 1770, d. 16. júní 1846, Jónssonar bónda á Ásbjarnarstöðum og víð- ar, d. 1816, Gíslasonar bónda í Hamrakoti hjá Hvanneyri, d. 1801, Ófeigssonar úr Árnessýslu Jóns- sonar. En móðir Guðmundar í Stóru-Skógum og kona Magnúsar í Arnarholti var Valgerður, f. ca. 1777, d. 13. júlí 1843, Guðmunds- dóttir hreppstjóra á Háafelli í Hvítársíðu, d. 12. apríl 1822, talinn þá 84 ára, Hjálmarssonar. Hefir Guðmundur í Stóru-Skógum vafa- laust verið heitinn eftir þessum afa sínum. En frá Guðmundi á Iláafelli og konu hans Helgu, d. 29. maí 1837, talin þá 81 árs, Jóns- dóttur bónda í Kalmanstungu Magnússonar, er hin fjölmenna Háafellsætt komin og má geta þess að þau Guðmundur í Stóru- Skógum og Sesselja Helgadóttir, sem nefnd er í greininni áður- nefndu, voru systkinabörn og bæði barnabörn Guðmundar á Háfelli. Guðmundur í Stóru-Skógum kvæntist 1842 Þuríði Guðmunds- dóttur og eignuðust þau 10 börn, en aðeins 3 þeirra lifðu föður sinn, en voru öll dáin á undan móður sinni og er engin ætt frá þeim komin. Þuríður var fædd á Uppsölum í Norðurárdal 22. ágúst 1821; hún giftist aftur eftir lát Guðmundar, 27. febrúar 1863, Jóni Pjeturs- syni og dó hann í Stóru-Skógum 25. janúar 1879, en Þuríður dó í Stóru-Skógum 14. mars 1882. Guðmundur varð úti í túninu í Litlu-Skógum 23. okt. 1859 og má vel vera, að hann hafi druknað í litlum læk, sem rennur þar við túnjaðarinn, þó að jeg hafi ekki heyrt þannig skýrt frá andláti hans, en það er sennilegra en að hann hafi orðið úti í fjúki þar i túninu svo snemma vetrar, eins og jeg hefi heyrt og að því er mig minnir kirkjubók Stafholts skýrir frá. Guðmundur í Stóru-Skógum hef- ir vafalaust altaf verið fátækur maður og eftir andlát hans voru eftirlátnar eignir hans virtar að- eins á tæpa 90 ríkisdali. Jeg hefi heyrt áður ýmsar af vísum Guðmundar, þeim sem birt- ar eru í áður nefndri grein, en get því miður engum bætt við. En þess má geta, að Gudda sú er gekk úr vistinni hjá Guðmundi og hann kvað um, mun hafa ver- ið Guðríður Þorleifsdóttir írá Skógum í Flókadal, altaf kölluð Skóga-Gudda. Guðríður var ömmu- systir Þorbjarnar Bjarnasonar (Þorskabíts) skálds í Ameríku. Þegar Gudda heyrði vísu Guð- mundar mun henni hafa þótt hún hrakleg og vildi gjarna borga fyr- ir sig og þá kvað hún þetta: Um vistarkvöl jeg nudda var svo kvað Gvendur sjálfur. Þar var gefið vatn og smjer meira en askur hálfur. Sýnist vísa þessi benda til þess að Gudda hafi ekki verið skáld mikið. Það er ekki rjett sem segir í áðurnefndri Lesbókargrein, að Eggert í Munaðarnesi, mágur Guð- mundar í Stóru-Sógum, væri Guð- mundsson. Hann var sonur hjón- anna Einars Sigurðssonar bónda í Munaðarnesi og konu hans Elísa- betar Káradóttur, bónda þar, Ólafs sonar „himnasmiðs" á Lundum, Jónssonar. Sagan um það hvernig Elísabet tók á móti Guðríði er sennileg mjög, því vafalaust hefir gamla konan kunnað því betur að tengdadóttir sín kynni eitthvað til handavinnu og væri ekki verk- laus að jafnaði, eftir því sem Hall- dór á Ásbjarnarstöðum (langaf: Jósefs á Svarfhóli, höfundar Les- bókargreinarinnar) lýsir því fólki í annál sínum. Þau Eggert Einarsson og Guð- ríður Magnúsdóttir bjuggu í Mun- aðarnesi hátt á fjórða tug ára og munu hafa verið vel efnum búin. Börn eignuðust þau ekki, en ólu upp fósturbörn. Meðal þeirra var bróðurdóttir Guðríðar, Helga Kjartansdóttir, móðir síra Guð- mundar Árnasonar í Canada og þeirra systkina. Eggert dó 20. maí 1874, en Guðríður varð háöldruð, komst nokkuð á tíræðisaldur og dó í Munaðarnesi, örvasa einstæð- ingur, 24. febrúar 1898. Hún var fróðleikskona og minnug vel, eu naumast hefir hún verið miklu fríðari en bóndi hennar. Eggert hefir og verið fróðleiksmaður. Hann skrifaði annál, sem uú er geymdur í Landsbókasafninu. Er hann að mestu skýrsla um veður- far í tíð Eggerts og er frágangur handritsins ágætur. Eggert Einarsson í Munaðarnesi og Guðríður Magnúsdóttir höfðu verið in mestu sæmdarhjón í hví- vetna. Gunnar Þorsteinsson. Athugasemd Vísa, sem í Lesbók Mbl. 5. jan. s.l. er eignuð Guðmundi í Stóru- Skógum, er í „Bragfræði“ Helga Sigurðssonar, bls. 97, höfð svo: Með englakvaki jeg skal þar undir taka glaður, á nýjum akri eilífðar endurvakinn maður. Og er vísan þar eignuð S. Breið- fjörð. Neðanmáls á sömu bls. segir Helgi: „Þessa vísu vantar í Ljóðasmá- muni S. Brfj., en jeg hefi fengið hana úr handriti eftir sjálfan hann“. Grh., 7. jan. 1941. B. B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.