Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 6
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í þessn búi voru feiknin öll af tunnum og allskonar ílátum, en enginn húsbúnaður nema 3 gamliv stólar. í Rauðseyjum var engiu stofa, en samkvæmt úttekt, sem fram fór þetta haust, er baðstof- unni lýst svo, að hún sje 14 álna löng og 5 álna breið, m. ö. o. 5 stafgólf. Smíðað silfur var mikið í Rauðseyjum, þ. á. m. stór silf- urbikar með fangamarki Einars. en á botn hans var grafið nafn konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. — Bátakost átti Einar góðan, tvo áttæringa, sexæring og skektu, alt bestu flevtur. Vel var þar í bú lagt undir veturinn. í skemmunni A-oru 25 tunnur af ýmiskonar kornvöru, kjöt af 47 kindum, 159 hö’-ð skinn og 33 fjórðungar ax smjöri. Af peningum átti gamli maðurinn 266 dali í handraða sín- um. — Jarðeignir átti Einar samtals 16, flestar í Saurbæ og Revkhóla- sveit, og voru þær alls 250 hundr- uð að dýrleika, en á þeim voru 42 kúgildi, eða sem svarar 250 ám á leigu. Það var því ekki neitt smáræði, sem slíkum efnamanni barst árlega í landskuld og leig- ur af eignum sínum, en land- skuldin ein af jörðum Einars var 126 spesíur. — Þessi mikli auður Einars í Rauðsevjum skiftist til tveggja sona hans, Gests og Stur- laugs, en þriðji sonurinn, Ólafur. sem tók sjer ættarnafnið Rödæ (dregið af Rauðs) fór til Vestur Indlands og spurðist ekki til hans eftir það, og tóku bræður hans því síðar arfshlut hans. — Ein- kennilegt var það. að Einar, þessi ríki maður, skyldi búa allan bú- skap sinn, 60 ár, leiguliði í Rauðs- evjum og eiga þó þennan fjölda jarða. sem margar voru bestu ábýli. En þar hefir eflaust ráðið hin mikla vinátta hans við lands- drotna sína, kammerráðin Skúla og Kristján Magnusen á Skarði og svo -hitt, að evjamar voru besta ábýli og þar búnaðist hon- um svo vel, að honum græddis+ árlega stórfje. — ★ Fjórum árum eftir að búi Ein- ars í Rauðseyjum var skift, dó rík kona út á Snæfellsnesi. Það var madama Þorkatla Torfadóttir, ekkja síra Ólafs Guðmundssonar prests á Sveinsstöðum utan Enn- is. Síra Ólafur var sonur Guð- mundar Sigurðssonar spítalahald ara á Hallbjarnareyri og höfðu bæði hjónin erft mikið fje. — Þessi madama nálgaðist það, að leggja sig líkt og dannebrogsmað urinn í Rauðseyjum. Hana vant,- aði aðeins 500 dali til þess að ná honum. — Járðeignir hennar voru tíu og 154 hundruð að dýrleika með 25 kíigildum, en landskuld- irnar voru 180 spesíur og hafa því jarðir hennar verið miklu hærra leigðar en jarðir Einars í Rauðseyjum. sem voru 250 hundr- uð, en landskuld ekki nema 123 spesíur. Jarðeiguir mad. Þórkötlu voru flestar í Mýrasýslu og var hið fornfræga höfðingjasetur Ein- arsnes ein þeirra. Madaman á Sveinsstöðum átti talsverða út gerð í Rifsveiðistöðu, og voru þar sjö bátar, sem hún átti og gerði út. — í búi hennar voru 2 kven- skautbúningar með tilheyrandi silfri og lausafje hennar var met ið á 563 dali, en alt var bú hennar 5016 dalir. — ★ Um miðbik síðastl. aldar og seinni hluta hennar mætti nefna marga efnamenn við Breiðafjörð. svo sem Árna Thorlacius í Stvkk ishólmi, Þorvald Sivertsen í Hrappsey, bróður hans síra Ólaf Sivertsen í Flatej' og soti Ó’nfs, síra Eirík Kúld prófast í Stykk- ishólmi, Ballarárfeðga, síra Egg- ert og síra Friðrik Eggerz og síð ast en ekki síst Kristján kammer- ráð Magnúsen á Skarði, sem var þeirra langríkastur. Hann erfði mikið fje s.jálfur og með konunni. og ávaxtaði það vel, þrátt fyrir mikla rausn, en hann dó ungur, varð ekki nema miðaldra. — Þegar hann fjell frá, tók ekkja hans, frú Ingibjörg Ebenezerdótt- ir við búsforráðum á Skarði. Hún lifði mann sinn í „ekkjustandi" í rúm 40 ár og dó aldamótaárið 1900. — Frú Ingibjörg sat á Skarði. þessu fornfræga höfuðbóli, með mesta myndarskap og rausn. Hiiri stýrði sjálf fjárhag sínum og fór með umráð eigna sinna, sem ekki voru neitt smáræði, svo vel, að enginn rýrnun varð á þeim um hennar daga. — Þegar frúin á Skarði dó fyrir 40 árum, átti hún 5 höfuðból með tilheyrandi hjá- leigum, auk fjölda annara jarða og hvíldi engin skuld á neinni. — Hún átti fyrst og fremst höfuð setur ættarinnar, Skarð á Skarðs- strönd með öllum hjáleigum þess, Haga á Barðaströnd, Svignaskarð í Borgarfirði, Narfeyri á Skóg- arströnd og Fróðá á Snæfellsnesi. Auk þessa átti hún margar góð- ar jarðir á Skarðsströnd og Fells- strönd, en alls hafa jarðir henn- ar víst verið eitthvað á milli 40 og 50 talsins. — Mjer er sagt að landskuldin af Svignaskarði einu hafi verið 12 sauðir gamlir reknir vestur að Skarði á hverju hausti og gefur þetta mönnum dálitla hugmynd um, hversu tekjurnar voru miklar af öllum þessum eignum. — Þegar frú Ingibjörg á Skarði dó, var öllum hennar mikla auði skift milii margra erfingja, sem flestir seldu fasteignir sínar, en höfuðbólið Skarð fjekk einkason- ur frú Ingibjargar og Kristjáns kammerráðs, Bogi Magnúsen, sem dó fvrir nokkrum árum, en nú eiga jörðina dóttir hans og tengdasonur, sem þar sitja og halda uppi fornri gestrisni og rausn. — Eitt er merkilegt við sögu Skarðs, en það er, að þar hefir sama ættin setið óslitið frá því í landnámi, en það*eru for- feður hiúsmóðurinnar, sem þar er nú, frú Elinborgar konu Kristins Indriðasonar. — ★ Skömmu eftir miðja síðustu öld, eða árið 1861, dó rík kona í Stykk ishólmi. Það var madama Anna Steenbach, tengdamóðir Árna Thorlacius umboðshaldara. Hx'in var orðin gömul kona og var ekkja eftir Daniel Steenbach kaupmann á Flateyri við Önund- arfjörð, en hafði flutt suður í Hólm til dóttur sinnar, frú Magðalenu Thorlacius, með aur- ana sína. Gamla konan Ijet eftir sig rúmar 16 þús. dala í pening- um, eða jafngildi þeirra, sem voru konungleg dönsk ríkisskulda- brjef og erfði frú Thorlacius þetta að rúmum helmingi, en 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.