Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 2
42 LESBOK morqunblaðsins Sveins jarls og Einari Þamba- skelfi; en sigurvegararnir lögðu kaupstaðinn í ösku. En ári síðar kemur Ólafur þangað á ný og sigrast á andstæðingunum og er tekinn til konungs. „Ólafur konuugur ljet húsa kon ungsgarð í Niðarósi, þar var gerð mikil 'hirðstofa og dyr á báðum endum, hásæti konungs var í miðri stofunni, og innar frá sat Grímkell, hirðbiskup hans, en þar næst aðrir kennimenn hans, en utar frá ráðgjafar hans. í öðru öndvegi gegnt honum sat Björn digri stallari haus og þar næst gestir. Við elda skyldi þá öl drekka“, segir Snorri. Lágu þá leiðir Islendinga mjög til Niðar- óss. Þar fæddist Ólafi konungi sonur sá er Sighvatur skáld ljet skíra Magnús, að ófengnu leyfi konungs, eins og frægt er orðið. En ekki fjekk Ólafur kðnung- ur að njóta kaupstaðarins leng), því þaðan varð hann að flýja árið 1028 og kom þangað aldrei aftur meðan hann lifði. Þann 29. júli 1030 fjell hann á Stiklastað, en þeir feðgar Þorgils og Grímur hirtu um líkið og veittu því þann umbúnað er þeir gátu, með levnd. og þegar hina fyrstu nótt fær blindur maður sýn, sem kemur í húsið þar sem líkið var falið. En þeir feðgar sjá jafnan um nætur ljós loga yfir þeim felustöðum er þeir völdu líkinu. Síðar halda þeir með líkið inn til Niðaróss, á náðir vina hins fallna konungs, en enginn þeirra þorir við því að taka. Fara þeir því með það upp með ánni og grafa það niður í mel og búa svo um að ekki sjer nývirki á og halda síðan heim á Stiklastaði. ★ En brátt „hófst umræða sú af mörgum manni þar í Þrándheimi, að Ólafur konungur væri maður sannheilagur og jarðteiknir marg- ar yrði að helgi hans. Hófu þá margir áheit til Ólafs konungs, um þá hluti er mönnum þótti máli skifta, fengu margir menn af þeirn áheitum bót, sumir heilsubætur. aðrir fararbeina, eður aðra þá hluti er nauðsyn þótti til bera“. En er liðnir voru frá andláti ólafs konungs 12 mánuðir og 'í Líkneski Ólafs helga í eystri kap ellu háaltaris. Eftir Vigeland. dagar, þá var upp tekinn heilagur dómur hans — og upp frá því er Ólafur helgi vafalaust sá dýrling- ur kaþólskra manna sem mest mest hefir verið tignaður á Norð urlöndum og helgisögur hans ber- ast jafn langt og áhrif kristninn- ar ná. „Þar á melnum, sem Ólafur kon- ungur hafði í jörðu legið, kom upp fagur brunnur, og feng i menn bót meina sinna af því vatni, var þar veittur umbúnaður, og hefir það vatn verið jafnan síðan vandlega varðveitt. Kapella var fyrst gjör, og þar sett altarið sem verið hafði leiði konungsins, en nú stendur í þeimt sað Krists kirkja. Ljet Eysteinn erkibiskup þar setja háaltari í þeim sama stað sem leiði hafði verið kon- ungsins, þá er hann reisti þetta mikla musteri er nú stendur; hafði og verið í þeim stað altari í fornri Krists kirkju“. Þannig segir Snorri þróunarsögu dómókirkjunnar í Niðarósi. Byrj unin er hin litla kapella við heilsu- brunninn, en hann má enn sjá í veggnum í hákór þessarar tígu- legustu kirkju Norðurlanda, sem nefnd hefir verið „hinn leiftrandi augasteinn Noregs“, sem óx með ríkinu norska, hnignaði með því og endurreis með því á ný. ★ Fyrir ofan Niðarós, þar sem fyrst sjer til kirkju Ólafs helga, að sunnan, heitir Feginsbrekka. Lýsir hið fagra örnefni vel til- finningum pílagríma þeirra er komu til Þrándheims; enda var þetta á þeim tímum sem kirkja Krists hafði einna sterkust tök á hugum manua á Norðurlöndum og hinar veglegu kirkjubyggingar voru hið ytra tákn þess mikla valds. Vígsla kaþólskrar dómkirkju er bæði fjölþætt og hátíðleg athöfn og fjölment hefir verið og mikið um dýrðir í Niðarósi árið 1320, þegar kirkjan var vígð, eftir að telja mátti að byggingunni væri lokið. Þegar allar grindur og pall ar voru teknar frá, utan og innan, þá stóð musterið þar í allri sinni dýrð, eins og þeir menn höfðu hugsað sjer það, sem rjeðu verk- inu og Ijetu byrja á því — án þess að hafa nokkra von um að fá að líta bygginguna sjálfa með sínum jarðnesku augum. Hinar gotnesku súlur og hvelf- iiigar hafa undursamleg áhrif. Utan á vesturvegg kirkjunnar voru hundruð af líkneskjum höggnum úr steini, sem ljómuðu í skini kvöldsólarinnar. Kaþólskir klerkar hafa löngum kunnað að skapa „stemningu“ um guðsþjón- ustur sínar, með lifandi ljósum, sönglist og með því að veit geisl- um sólarinnar inn í kirkjur sínar gegnum marglit rúðugler. Frá Norðurlöndum öllum flykt- ust menn til þessarar kirkju — þar sem helgur dómur Ólafs kon- ungs var geymdur í dýrlegu skríni yfir háaltari og frægð kirkjunnar barst um víða veröld. Við skrín Ólafs konungs fengu blindir sýn, krypplingar rjettu úr sjer — og „mállaus maður fjekk mál og söng þá lof Guði og helög- um Ólafi konungi með mjúku tungubragði“. Þarna stóð þetta musteri Guðs og Ólafs konungs sem tókn um samtök og mátt tiltölulega lítillar þjóðar og hin sameiginlegu átök styrktu trú hennar á sjálfa sig. Enginn einn maður hafði unnið það eða gat tileinkað sjer heið- urinn af því. Það var verk og afrek kynslóðanna. ★ Það er til sögn um að Sigurður Jórsalafari hafi strengt þess heit

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.