Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 Sögn Eiríks Stefánssonar þúsund dali fekk sonardóttir gömlu konunnar, Pálína Steen- bach, sem var dótturdóttir Páls Hjaltalín verslunarstjóra í Stykk- ishólmi og ólst upp hjá honum. — Frú Steenbach átti, auk pening- anna, mikið af skartgripum dýr- um og silfri, sem skiftist á milli erfingjanna, þ. á. m. gullhringi með dýrindis steinum og emaille, sem enn eru til hjá afkomendum hennar og erfingjum þeirra. — ★ Enda þótt bændur, embættis- menn og kaupmenn við Breiða- fjörð nú sjeu ekki eins auðugir og þeir, sem hjer að framan get- ur og þó að mælikvarðinn á efni manna sje orðinn allur annar en fyr á öldum, þá er það samt svo, að við Breiðafjörð eru máske enn fleiri vel efnum búnir menn af öllum stjettum, en í öðrum hjer- uðum landsins og það er víst, að þar eru þó nokkrar af stærstu jarðeignum hjeraðsins að öllu ó- veðsettar og má það gott heita á þessum síðustu tímum skuldanna. Til Páls á Hjálms- stöðum Páll minn! Má jeg örfá orð til afsökunar færa kverinu, sem jeg bar á borð, bókaþjóð að næra? — Ekki var það ætlun mín upp að telja syndir, heldur bera heim til þín hollar og „skrítnar“ myndir. „Oft er það í koti kalls, sem kóngs finst ekki í ranni“. Er ei saga austan fjalls af einhverjum „skrítnum“ manni? Slíku fólki gaum jeg gef, gleðst með því og stríði, en — eins og þú, jeg andstygð hef á ónáttúrulýði. Og meira ann jeg, eins og þú, okkar fornu sögum, heldur en ýmsu, er upp vex nú á þeim síðstu dögum. Sittu heill við sónarspjall, sól og góða drauma! Mín næsta bók er um kempukall, sem klýfur alla strauma. Hulda. Arið 1908 bjuggu fósturforeldr- ar mínir, Eiríkur Sæmunds- son og Halldóra Sigurðardóttir, á Grund á Jökuldal. Þau áttu meðal annara gripa hryssu eina rauðglámótta og glas- eygða, sem kölluð var Gláma. Gláma var í heldur litlu áliti á heimilinu, bæði vegna útlits síns og ekki bætti það úr skák, að hún var höst og vond til reiðar og yfirleitt stirð í snúningum. Jeg var sá eini sem hafði Areru- legar mætur á Glámu, meiri en öllum hinum hestunum. Þetta bygðist á því, að jeg fann að Gláma fór ekki í neitt manngrein- arálit. Við mig var him jafn þæg og auðsveip og fullorðna fólkið, þó jeg væri 8 ára snáði, óvenju lítill eftir aldri. Þegar jeg sótti hestana þá tók jeg altaf Glámu, sem beygði höfuðið niður þegav jeg fór að beisla hana og stóð grafkyr meðan jeg klifraðist á bak. í launaskyni strauk jeg henni um hausinn og klóraði henni á bak við eyrun. Þannig var okkar vinátta. Þetta haust eignaðist Gláma fol- ald, hest rauðan að lit, sem var nefndur Gyp. „Kapitóla“ var þá einn stærsti bókmentaviðburður- inn, sem að sjálfsögðu skildi eftir einhverjar minjar. Sumir ljeu dætur sínar heita eftir söguhetjunni í þeirri trú, að þær hlytu minsta part af nafni og aðrir skírðu hesta sína eftir hennar óviðjafnanlega gæðingi Gyp. Einn morgun var jeg að reka kýrnar inn fyrir túnið, inn að svo- nefndum stekk. Jeg var um það að vera hálfnaður á leið heim þeg- ar jeg heyri hests hnegg einhvers- staðar inni í dalnum. Og það skiftir engum togum að jeg lít við og sje þá að Gláma kemur á harða-spretti innan og ofan dal- inn og hneggjar altaf öðru hvoru. Jeg var því óvanur, að sjá Olámu hlanpa af sjálfsdáðum. o? alt atferli hennar var svo kyn- legt, ag jeg varð alveg skilnings- vana. En í stað skilningsins kom upp hræðsla mikil, svo jeg tók til fótanna og hljóp alt hvað af tók til bæjar. Og það stóðst á endum, að þeg- ar jeg slapp í bæinn, þá kom Gláma í hlaðið og hneggjaði á- kaflega. Jeg sagði fóstru minni, með stór- um andköfum, frá atferli Glámu og hún sagði strax að eitthvað mundi vera að folaldinu. Ekki var annað karlmanna heima en einn 18 ára piltur, og það verður úr að við erum látnir fara að svipast að folaldinu og áttum að reka Glámu á undau okkur til að vísa leiðina. En það þurfti ekki að reka Glámu. Strax og við komum út þá tók hún á rás í sömu átt og hún kom, en nú fór hún ekki hraðara en það, að við gátum fylgt henni, með því að hraða göngunni það er við máttum. Á miðri leið fór hún út af veginum hjá svonefndri Lofts- mýrargróf og stefndi beint upp fjallið, upp í slakka nokkurn hátt uppi. í slakka þessum er gamall lækjarfarvegur með mörgum pitt- um, en jarðbrýr á milli. Þegar miklir þurkar gengu, þá voru margir af þessum pittum þurrir. Gláma staðnæmdist við einn þenn- an pitt og hneggjar í áttina til okkar. Við komum strax á vettvang og sáum að Gyp litli stóð þarna niðri í holunni, en ekkert hafði hann sakað, því vatnið var svo grunt. Eftir dálítið stimabrak tókst okkur að koma honum upp og var hann þá fljótur að fá sjer hressingu. Nú var allur asi af Glámu. Hún stóð grafkyr og ljet flipann leika um litla kroppinn og augun hvíldu ýmist á honum eða okkur. Og jeg gleymi því aldrei hvað þessi herfilegu augu voru dásamleg á þessari stundu. Halldór Pjetursson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.