Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón Magnússon: Göngum vjer fra m! Göngum vjer fram, þótt grýtt sje leið. Gott er með þjer að stríða. Þó að oss mæti þraut og neyð, þurfum vjer ei að kvíða. Þú barst þinn kross á undan oss, ástvinur þjáðra manna. Vertu oss hjá, því hvað má þá hjörð þinni fögnuð banna? Brautina dimmu bar vor þjóð brennandi þorsta á tungu. Aldir runnu með eld og blóð, eggjar og þymar stungu. Græðandi skein á mannleg mein miskunnar þinnar kraftur. Þú gafst oss lind og lausn frá synd, ljómaði sólin aftur. — Heimslán er valt sem hrökkvi strá, hamingjan skjótt vill bresta. Sæll er því hver, sem örugt á ástvinarskjólið besta. Hjálp þín er næst, þá neyð er hæst. Náðartíminn er hljóður. Leysti vor bönd, þín heilög hönd. Hvar er vor þakkaróður? Hef jum í dag til dýrðar þjer, Drottinn vor, lofgjörð nýja. Gjörum það fyr en ofseint er undir þinn væng að flýja. Gef að vor þjóð ei missi móð, mæti oss jelið þunga. Helgist vort ráð. Um lög og láð, lofi þig sjerhver tunga! Jón Magnússon. t 419 spilað alla daga og altaf var ver ið að senda menn upp á sjónar- hóla til þess að gæta að hvort skipið kæmi ekki. Stundum sýnd ist sendimönnum þeir sjá til skipsins, þó það reyndist missýn- ingar. En þegar það flaug fyr- ir að skipið væri að koma, þá andvarpaði frú Þuríður yfir því að nú yrði hún að missa af sín- um ágætu gestum, og þá yrði svo tómt og einmanalegt. Hún hafði 8 vinnukonur og alt eftir því. Díana var lengi á leiðinni, kom við á Austfjörðum og í Granton. Þegar loks til Hafnar kom, tóku bræður mínir á móti okkur Sigurði á bólverkinu, þeir Björn og Jón. Sigurður var í Höfn þann eina vetur. Þeir óku með okkur í vagni heim til „bróð- ur“ á östervold. Jeg gleymi aldrei mannfjöldanum og um- ferðinni, hve mikið mjer fanst til um þetta alt. „Systir“ kom til dyra og bauð mig velkomna. Og seinna kom „bróðir“ heldur en ekki hýr og glaður, og sló hendinni aftur fyrir sig undir frakkalafið. Það var siður hans, þegar vel lá á honum. Bræður mínir, Björn, Jón og Sigurður, voru í Höfn þenna vet- ur. Jeg heimsótti þá daglega á Garði, og þeir komu til okkar á östervold. Þegar engir gestir voru, var kyrlátt á heimili þeirra Jóns og Ingibjargar. Þau sátu þá hjónin bæði inni í hornherbergi íbúðar- innar, sem var skrifstofa „bróð- ur“, hann vif5 skrifborðið, sem stóð undir hornglugganum, en „systir“ sat við saumaborðið sitt, sem var í horninu andspænis húsbóndanum. Hún var ýmist að hekla eða prjóna. Og jeg sat hennar megin við skrifborðið. Þannig leið „kvöldvakan" hjá okkur á östervold. Þegar eigi voru gestir borðuðum við inni í skrifstofunni. Islensk stúlka, Þóra að nafni Pálsdóttir, var þjónustustúlka eða ráðskona á heimilinu. Á hverjum morgni kom danskur þjónn til okkar, Hendriksen að nafni. Hann hafði m. a. það á hendi að annast um bækur hús- t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.