Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 24
41« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS við Veltusund og Vallastræti, þar sem nú er hús Magnúsar Benja- mínssonar. Jeg man ekki glöggt eftir því, sem fram fór milli full- orðna fólksins, því við börnin vor- um látin leika okkur út af fyrir okkur. Stundum þegar við systkinin komum til afa á þessum árum tók hann til að kenna bræðrnm mínum sundtökin. Hann lagðist fyrst á gólfið og sýndi þeim hvernig sundtökin væru. En síð- an ljet hann þá leggjast á stóla eða borð og ljet þá æfa sig þar. Hann kendi víst piltum sund á Bessastöðum. Var honum mjög umhugað um að dóttursynir hana lærðu að bjarga sjer á sundi. Mikla virðingu bárum við fyr- ir afa og öllu því, sem hann hafði í kringum sig. Konan hans var á þeim árum altaf veik og þurfti mikla umönnun, gat að eins setið í stól og þurfti að hjálpa henni til að klæðast. Svo dó faðir okkar haustið 1872. Hann dó í herberginu við hliðina á Langaloftinu. Hann hafði gengið snemma til hvílu um kvöldið. En þegar móðir mín kom inn í svefnherbergið seinna um kvöldið, kvaðst hann ekki hafa sofnað. Kvartaði hann um kulda á fótunum. Svo reis hann upp í rúminu, en hnje strax nið- ur örmagna og kallaði mamma þá í gegnum lúguna sem var á þilinu fram í Langaloftið og bað piltana þar að sækja lækni. Þegar læknirinn kom var pabbi dáinn. Við vorum í skólanum um vet- urinn, en dr. Jón Þorkelsson hafði skrifstofu pabba til um- ráða. En um vorið dó Guðlaug, kona Björns afa, og þá flutti mamma þangað með okkur börnin flest. Á heimili Björns Gunnlauffssonar. AFI hafði haft ráðskonu í mörg ár. Hún hjet frk. Ingi- björg Petersen var ættuð úr Njarðvíkum. Eftir að við flutt- um í húsið, hafði hún það aðal- starf áfram að annast um afa. Hann hafði tvö herbergi í hús- inu fyrir sig, svefnherbergi og forfyf, fiula^ f)a erýfnc j faan. *r z/ýurhi.r þofx 'Étrx fldri Íefrt Écrn- UfA 3U»*. É*/Ur ' futnto í‘<* Xyn.ti*urt f ójÍtx y cj Aa*m* ■ 'ífn nír CÍrp t’ É&ir . 32 . 2. 'jjtour Rithan arsýnichorn inn af því geymsluherbergi, þar sem hann geymdi kíkira sína og önnur mælingaáhöld, bækur og annað. Það herbergi var altaf aflæst, og fengum við aldrei að koma þar inn. Afi var orðinn hrumur, þegar hjer var komið sögu. Frk. Pet- ersen hjálpaði honum á hverjum morgni til að klæða sig. Síðan fór hann snöggvast út. Og þá las hann morgunbænina „Nú er jeg klæddur og kominn á ról“ o. s. frv. Hann bauð mömmu góðan dag með kossi. Það fyrsta sem hann tók til höndum eftir að hann kom á fætur, var að skifta á almanak- inu, svo þar stæði rjettur dagur. Síðan settist hann í hægindastól í stofunni hjá okkur og sat þar að heita mátti allan daginn. — Alt varð að vera í sömu skorð- um og óhaggað, sem í kringum hann var. En altaf var hann blíð- ur og elskulegur við okkur börnin. Jeg man aðeins eftir því í eitt skifti að honum mislíkaði við okkur. Á litla borðinu við stólinn hans var bókastafli en ofan á honum gamalt blað af Norðanfara. Blaðið hafði legið þar svo lengi, að það var orðið mjög gult og velkt. Þá var það að einhver systra minna hafði tekið blaðið, og stungið því inn á milli bókanna. Morguninn eftir að þessi breyting var gerð og hann var kominn í stólinn sinn hafði hann orð á því hvað orðið væri af Norðanfara-blaðinu. Honum var sagt að blaðinu hefði verið stungið milli bókanna, vegna þess hve velkt það var orðið. Þá bandaði hann frá sjer með hendinni og sagði önuglega: „Það er best að láta það vera á sínum stað“. Hann fór á fæfeur kl. 8 ;á morgnana, en að hátta kl. 5. í hvert einasta skifti sem hann lagði sig til hvílu, hafði hann yf- ir þetta brot úr gamalli vísu: „Næmur á kver, nú er jeg kominn hjer“, (áframhaldið er svona: Til Vallaness—vors góða prests). Á hverju kvöldi var lesinn hús- lestur, altaf eftir að afi var hátt- aður. Var lesturinn lesinn inni hjá honum, en alt heimilisfólkið kom þangað inn til hans. Eitt sinn skyldi Ingibjörg Petersen ráðskona afa, fara í ferðalag til að heimsækja skyld- fólk sitt suður í Njarðvíkum. Samdi hún um það við mig, að jeg ætti að sjá um afa meðan hún væri í burtu. Þegar burtfar- ardagurinn kom var hið versta hrakveður svo frk. Petersen gat ekki farið. Og þannig leið vika að aldrei stytti upp svo henni gæfi til að komast af stað. Fór afi að hafa orð á því, að hann væri farinn að kenna í brjóst um frk. Petersen að þurfa að bíða svo lengi eftir ferðaveðri. En loksins komst hún af stað. Fyrsta morguninn sem hún var að heiman kom móðir mín inn til afa á tilsettum tíma og sagði við hann, að nú væri kom- inn tími til þess fyrir hann að hugsa til að klæða sig. En hann bærði ekki á sjer og svaraði: „Hún Ingibjörg litla ætlar að segja mjer til“. Síðan var kallað á mig, til þess að alt færi eins og um var talað og afi kæmist í fötin sín. Jeg hjálpaði honum í fötin, stóð upp á stól, til þess að geta bundið á hann hálsbindið. Þetta gekk svona á hverjum degi í viku, að jeg var önnur hönd afa, þangað til Ingibjörg Petersen kom. Jeg skildi aldrei við hann á morgn- ana, fyr en hann var búin að skifta á almanakinu, og sestur 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.