Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 5
sjerlega þægilegt bað, og, það sem verra var, jafnvel liættulegt, því ef maður hjelt sjer ekki vel í kaðalinn, þá gat svo farið, að mað- ur gat vel orðið viðskila við skipið og druknað, ellegar að minsta kosti v'erið búinn að fá vel mikið af sjó í sig, áður en manní yrði bjargað, þá keyptum við okktir lausa. Meðan þessi serimónía fer frftm, er skipið ekki stöðvað, þvert á móti. I>etta er gei-t þó skipíð sje á hinni mestu ferð. Þetta var um íerðina þangað norður. Hjer eru nokkur orð um dvöl okkar þar. Nokkrir af okkur höfðu ákveðið að fara í skemtiferð um eyna, og sjá það sem þar væri helst að sjá. En meðan við fengum ekki tæki- færi til þess, settumst við að hjá kaupmanni þeim sem við komum með. Við vorum þó aðeíns 1 landi á daginn. Á kvöldin fórum við tit í skipið og sváfum þar. Skipið lá við tvö mikil akkeri skamt frá iandi. Eitt kvöld er við vorum komnir út í sltipið, og vorum að því komnir að ganga til hvílu, skail alt í einu á okkur rok, svo við komust í hina mestu angist og lífsháska. Oldurnar skullu svo á skipinu, og sviftu því svo til, að hinar gildu akkerisfestar biluðu. En um leið og þetta skeði, rak skipið áleiðis til lands og stefndi á klett einn mikinn, og kom svo nærri klettinum, að við hefðum getað snert hann með lófunum. Tlættan var nú svo mikil, að ef, næst vernd Drottins, hitt akkerið, sem ennþá hjelt, ekki hefði verið, liefði skipið brotnað í spón við klettinn og við allir farist. Fólkið í landi horfði í mikilli skelfingu á okkur. hugsaði og bað fvrir okkur. Gjarnan vildi það koma okkur til hjálpar. En það gat ekkert aðhafst. Við vorum aðeins 5 í skipinu. Stýrimennirnir tveir fóru nú í bátinu með mik- inn kaðal, og komnst með hann í land. Var endi lians festur þar, en við sem í skipinn vorum, drógum skipið eftir honum, og gátum á þann hátt frelsað það og okkur frá klettinum. Eftir að hafa lagt skipið með öðrum gildum festum. vorum við úr allri hættu. * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nokkrum dögum síðar sendi Drottinn okkur ágætan pilt einn, er var sonur fógetans, en em- bætti fógeta er það æðsta á eynni. Þessi fógetasonur lánaði okkur tvo liesta, og fór með okkur til þings- ins, sem einmitt var haldið um þetta leyti að viðstöddum „forset anum“, sem Danakonungur sendir þangað. Sonur fógetans reyndist okkur alla tíð sem við vorum með lionum mjög vingjarnlegur og þægilegur maður. Fæði okkar á íeiðinni til þings- ins var að rnestu leyti þur, ósalt- aður, hrár harðfiskur, sem við borðuðum smjör við. Stöku sinn- um fengum við þó smá-stykki af soðnu kjöti eða fiski, er einnig voru soðin ósöltuð og urðum við að borða þetta alt brauðlaust. Til drvkkjar höfðum við aldrei annað en vatn eða sauðamjólk, og tók- Um við aitaf vatnið fram yfir mjólkina. Vegurinn var mjög erfiður, lá vfir ægiiegar, sundurtættar og sviðnar klappir, en upp af þeim gaus hjer og þar svo mikill reyk- ur og gufa, að hárin risu á höfðum okkar af hræðslu. Hjer og þar komum við að stöðum sem voru svo sviðnir af innra eldi, eða svo ákaflega mikl- ar og ijótar mýrar, að sá sem hefir ekki sjeð þetta með eigin augum trúir því ekki. Er við svo loks komum þangað sem landsmenn haida þing sitt, sáum við að þar var saman kom- inn mikill fjöldi af íbúum eyjar- innar. Sumir þeirra fjellu í stafi er þeir sáu okkur, og aðrir gláptu á okkur með opinn munninn, eins og kálfar á nýmálað port. En aftur voru margir aðrir, sem sýndu okk- ur velvild og kurteisi. En satan var ekki úr sögunni. Því jeg trúi ekki öðru en að það hafi verið eftir vísbendingum hans, að einn af dómurnnum eða fulltrúunum þarna gekk til hins konunglega forseta. og bar í hann óhróður um okkur, og kvatti hann til þess að .kalla okkur á sinn fund, -yfirheyra okkur, og varpa okkur því næst í fangelsi, því hann hjelt því fram við hann, að við værum njósnarar. En Guð vissi best í hvaða tilgangi við vor- 109 um þarna komnir, og leyfði ekki, að forsetinn fengi ilt álit á okkur, þrátt fyrir illan róg hins vonda manns. Varð þetta til þess eins að gera hann okkur vinveítt- ari. Því var það eitt sinn er við geiigum framhjá tjaldi hans, að hann kallaði á okkur. Þegar við snerum til hans, gekk hann til móts við okkur og eftir að hafa heilsað okkur með virktum, spurði hann okkur hverrar þjóðar við værum, og til hvers við værum liingað komnir. Er við svöruðum honum upp á þetta, og sýndum honum vitnisburði lærðra og tig- inna manna, ljet hann sjer þetta vel líka. Því næst spurði hann okkur hvaða viðurværi við hefðum. Er við sogftum honum, að það væri eitt liið sama og það sem lands- ins innbyggjarar hefðu, varð hann mjög undrandi yfir því, að heilsa okkar þyldi slíkt og við gætum við það unað. Því næst gaf hann mat- sveini sínum skipun um að mat- búa handa okkur góðan morgun- verð, og eftir að hann síðan liafði talað við okkur stundarkorn, Ijet hann þjón sinn fylgja okkur að tialdi þar sem verðurinn var fram- reiddur fyrir okkur, en |>ar feng- um við næg.ju okkar af mat og drykk. Hver maður getur skilið, hve vel okkur fjellu þessir rjett- ir og ölföng, eftir hinn þurra hrð- fisk, sauðamjólk og vatn. Á meðan við sátum þar og möt- uðumst kom ,,forsetinn“ sjálfur til okkur, og sagði okkur að við værum ávalt velkomnir að hans borði meðan hann og við værum ]>arna. Er nú sá dómari, sem ætlaði að æsa hann á móti okkur, fekk vitneskju um, hvílíka aliið og vel- vild hann sýndi okkur, varð hann gramur yfir því, að ekki fór eins illa fyrir okkur eins og hann hefði kosið. En úr því varð ekki. Því Drottinn, hvers náðuga umhyggja fyrir okkur hafði hjer komið í ljós, hafði gert aðra ákvörðun. — Af hverju viltu verða læknir? — Vegna þess að það eru einu mennirnir sem fá greitt fvrir verk sín, hvort sem þeim tekst að leysa þau af hendi eða ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.