Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 2
106 LBSBÓK MORGUNBLAÖSINS v» Gjallhóllinn í túninu á Ljárskógum. Auk þess sem þarna var að finna sönnunargögn fyrir einum ]>ætti í atvinnusögu landsmanua. þá er hjer líka sönnun þess, að liinar fornu sögur skvra rjett frá, uð ])\ í er snertir iðju og athafnir járngerðarmannanna. Landnámsmennirnir, er hjer settust að. hafa allir verið kunn ugir og vanir rauðablæstri, o:. því ekki nema eðlilegt, að hjei yrði tekin upp þessi iðja. End t er víða um þetta getið í fornum heimildum, sem kunnugt er. Allir muna rauðablástur Skallagríms. Vestur í Ljárskógum eru eiu- liverjar mestu meujar eftir járn- vinslu, sem jeg þekki hjer á landi. En svo segir í Grettissögu um Þorstein Kuggason, er þar bjó: „Þorsteinn var iðjumaður mikili og smiður og hjelt mönnum mjök til starfa .... Hann var járn- gerðarmaðr inikill. Grettir var at gangsmaðr mikill at drepa járnit, enn nenti misjafnt. . . .“ I túninu í Ljárskógum er grasi- gróinn hóll, sem er eintómt gjall frá járngerðinni. Er hóllinn 10— 15 metrar á breidd og lengd og um 2 metra hár. Rjett við gjallhólinn í túninu í Ljárskógum var steinn, þegar jeg kom þangað sumarið 1923, er mjer var sagt að talinn væri steðji frá járngerðartímunum. •Teg lít svo á, að steinhella þessi ætti ekki að vera þar lengur vestra, ef hún á annað borð enn er við lýði, heldur ætti hún að flytjast hingað á þjóðminja- safnið. Litlar menjar eru sýnilegar frá járngerð Kkallagríms á Borg. En aftur á móti eru mjög greinilegar menjar eftir járngerð í Dalsmvnni í Norðurárdal. En Landnáma segir frá, að ]>ar liafi búið Björn, er ,,bljes fyrstur manna rauða á Islandi, og var hann af því kallaður Rauða- Björn“. I Ossabæ í Landeyjum, austur í Pljótshverfi og í fleiri sveitum hefi jeg rannsakað menjar eftir rauðablástur. En langmest er af slíkum menjum í Fnjóskadal, að })ví er kunnugt er. Á ferð minni um þá sveit sumarið 1923 varð jeg var við 15 rauðablásturs- staði. Lítur út fyrir, að þar hafi verið alveg óvenjulega mikill rauðablástur — ellegar þá, að liann hafi haldið lengur áfram þar en víðast hvar annarsstaðar á landinu, og því sjeu menjar þess- arar iðju sýnilegri }>ar eu ann- arsstaðar. Á Belgsá í Fnjóskadal er rauða- blástursgröf eða ofn, alveg ó- haggaður síðan hann var notaður. Ofn þessi er lilaðinn upp úr hnullungum, eins og sjest á með- fylgjandi mynd. Er þetta óhagg- aðasta járngróf, sem til er á Norðurlöndum frá tímum rauða- blástursins. Grófin í miðjum ofninum er um 50 sentimetrar á hlið. Mjög er liægt að sjá það á steinunum inn- an í grófinni, að þeir liafi orðið fyrir miklum hita. Gera má fyllilega ráð fyrir, að rauðablástur í ofni eins og þess- um hafi átt sjer stað með sama hætti og annarsstaðar á Norður- löndum fyr á öldum. Er jeg skoð- aði ofninn, voru í liouum leifar af viðarkolum og gjalli, eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Gera má ráð fyrir, að rauða- blásturinn hafi farið fram með þeim hætti: Grófin hefir ef til vil! fyrst verið notuð sem kola- gröf til ])ess að gera þar viðar- kol, er þurfti til járngerðarinnar. Hefir ofninn hitnað mjög við það. Síðan hefir rauðanum verið steypt ofan í glóandi viðarkolin. Síðan hefir járngerðarmaður orðið að blása í glæðurnar. Hvern ig menn hafa farið að því, er ekki vitað. Belgir hafa sennilega ver- ið úr húðum. En úr blástúrs- belgnum hefir svo legið pípa ofan í grófina. Við Vagli í Fnjóskadal liefir fundist járnpípa, 28 cm. löng, seui gæti- verið blásturspípa frá rauðablæstri. Er smíði hennar allgróf. , Alt bendir til þess, að rauða- blástur liafi verið svo mikill á ís- landi langt fram eftir öldum, jafn- vel alt fram á 16. öld, að lslend- ingar hafi sjálfir framleitt alt það járn, sein þeir notuðu, innflutn- ingur á járni til landsins liafi ver- ið hverfandi lítill eða enginn. Enda hefir það verið svor að með- an viðskiftaþjóðirnar höfðu ekki annað en rauðablástur upp á gamta móðinn, og hjer var sæmi- lega auðvelt að brenna viðarkol, þá voru svipuð skilyrði lijer til járngerðar, sem í nágrannalönd- unum. Eii Jiegar járnvinslan verður stórtækari í Svíþjóð og víðar, og framleiðslan ódýrari, þá fara ís- lendingar að kaupa járnið að, sem þá bæði verður ódýrara og betra, en hin innlenda framleiðsla. Að lokum þetta. Sannað er, að í Islendingabygðum á Grænlandi hefir rauðablástur átt sjer stað. Því er það áreiðanlegt.. að þeir sem þátt tóku í Vínlandsferðum, liafi þekt ]>essa vinsluaðferð. Nú eru liugmvndir manna mjög á reiki um ]>að, hvar fornmenn komu að Norður-Ameríku, og livar þeir dvöldu, meðan þeir voru þar. En ef á hiuum umræddu slóðum fyndust gjallmolar frá rauða- blæstri. }>á væru þær menjar al- veg skýlaus sönnun þess, að ein- mitt þar hafi norrænir menn lif- að og starfað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.