Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 6
182 LESBÖK MOKGUNBLAÐSINS Fyrsta íslenskt veiðiskip fer til vesturstrandar Grænlands. V.b. Snorri goði. Myndin tekin af honum við steinbryggjuna í Reykjavík rjett áður en hann lagði á stað vestur. Ýmsar sagnir. (Eftir handriti Sigm. M. Long í Landsbókasafni). Tveir merkilegir hvalrekar. Þorlákur Hallgrímsson prestur að Skinnastað, Svalbarði og Prest- hólum, hefir eflaust verið á yngri árum gleðimaður mikill og fjör- maður. Hann sagði einu sinni þessa BQgu: Það var á skólaárum hans. Hann var á ferð vestan úr Húnavatns- sýslu og hitti á leið sinni vinnu- mann eða sendimann Stefáns amtmanns Thorarensens, sem þá var á Friðriksgáfu. Þorláki sýnd- ist maðurinn fákænlegur og datt í hug að gera sjer gaman að því. Þeir spurðu hvor annan almæltra tíðinda, eins og lög gera ráð fyr- ir. Þorlákur kvað það nýustu frjettimar, að 2 reiðarhvali hefði rekið vestur í Strandasýslu. Hinn kvað það happafrjettir. Þorlákur kvað það satt vera, en svo væri nokkuð meira um þessa hvali, sem ekki væri dæmi til. Hinn spyr hvað það sje helst. Þorlákúr segir: — Þegar farið var að skera þá var innan í öðmm töðustabbi, feðmingur á hvern veg, besta taða. Innan í hinum var skemma, með veggjum og viðum, og 11 menn, sem gengu þar út og inn. Maðurinn varð orðlaus af undr- un, en segir eftir langa þögn, að þetta sje það merkilegasta, sem hann hafi nokkurn tíma heyrt á æfi sinni. Svo skilja þeir, en Þorlákur kallaði á eftir honum: — Ef þú minnist á hvalrekann við amtmann og hann spyr hver hafi sagt þjer þetta, þá segðu að það hafi Þorlákur Hallgrímsson gert. Þeir vom kunningjar, Þorlákm’ og amtmaður. — Jeg ætla að kaupa afmælis- gjöf handa konunni minni. — Hve lengi hafið þið verið gift» — 22 ár. — Gerið svo vel, 95 aura deild- in er uppi á lofti. Núna í vikunni sem leið, lagði á stað til Grænlands nýr leiðang- ur veiðiskipa, sem eiga að vera að veiðum hjá vesturströnd Grænlands í sumar, fram af hinum gömlu ls- lendingabygðum. Eru í þessum leið angri danskt móðurskip, sem ,,Arctic“ heitir og er eign h.f. „Norðurljósið“, sem stofnað var í vetur af ýmsum dönskum fram- kvæmdamönnum. Skipið hefir með sjer fimm „doríur“ til veiða og eiga að vera 5 menn á hverri. Með því er færeyskur kútter, 60 smá- lesta, sem veiðir handa skipinu. En svo er þar líka í fylgd ís- lenskur vjelbátur, „Snorri goði“, eign Gunnars Ólafssonar & Co. í Yestmannaeyjum, 24 smál. að stærð og með 64 hestafla vjel. Hefir Óskar Halldórsson útgerðar- maður leigt bátinn til þessarar veiði farar. Er hann þar með fyrsti ís- lendingur, sem gerir út á vestur- mið Grænlands, og vb. „Snorri Goði“, fyrsta íslenska skipið, sem siglir á þær slóðir síðan Græn- landsbygð íslendinga leið undir lok. A vjelbátnum eru 11 mennr alt íslendingar, og eru þeir þessir: Finnbogi Krist jánsson, skipstjóri. Markús Sigur jónsson, stýrima'Sur. E. Frederiksen, bryti. Guíjón Jónsson, I. vjelstjóri. Axel Sveinsson, II. vjelstjóri. Guðmundur Elífasson, háseti. GuSjón Gíslason, — Gísli Jónsson, -- Jón SigurSsson, -- Daði Björnsson, -- Oskar Arngrímsson, --

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.