Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 180 hitinn þenur pípumar út, svo afi }>a‘r lengjast, að minsta kosti um 3 metra á þessari leið? Fram lijá báðum þessum örðug- leikum komust verkfræðingar vorir og þegar hitaveitan frá Laugunum var komin. ljet Benedikt Griindal verkfræðingur svo um mælt í sam- tali við frjettaritara Morgunblaðs- ins; „NÚ er fengin fu 11 reynsla fyrir því hvernig heitt vatn verður leitt langa leið án þess að hitatap sje tilfinnanlegt. Nú er hægt að ganga örugglega að því að rannsaka hvar taka skuli ]>að hveravatn, sem ])arf til þess að hita allan Reyk javíkurbæ“. Á fór bæjarstjórn Reykjavík- ur að athuga hvar bera skyldi niður um' það að ná í heitt vatn. Nú var sýnt að Laugarnar dugðu borginni ekki, í Breiðholtslandi fekst ekki heldur nóg af heitu vatni. Hvert átti þá að leita? Næstu staðir A-ið borgina þar sem jarðhiti var mikill og ætla mátti að hægt væri að ná í nóg vatn, voru Revkir og Reykjahvoll í Mosfellssveit, Krýsuvík og Hengill. Allir þessir staðir voru innan þeirra takmarka, sem hægt var að hugsa sjer að ná jarðhita frá til Reykja- víkur. En það liafði stórkostlega mikla fjárhagslega þýðingu að fjarlægðin væri sem minst, ekki aðallega vegna þess að leiðslur yrði lengri og fleiri og meiri píp- ur þyrfti til þeirra, heldur vegna einangrunar pípnanna. Hún þarf að vera sem rækilegust, svo að sem minst missist af hitanum á langri leið. Að öllu jöfnu, bæði um virkj un og landslag o. fl. verður. ein- angrunin helmingi meiri á hvern meter pípna á helmingi lengri leið, þannig, að þurfi ekki nema 1000 metra langa pípu, verður einangr- unarkostnaður að öðru jöfnu ekki nema svo sem helmingur á hverj- um metra á móts yið það að píp- an sje 2000 metra. Þess vegna hvarf bæjarstjóm Revkjavíkur fyrst að því að reynia livort ekki mundi unt að ná nógu Yatni hjá Reykjum í Mosfellssveit, ]>ar sem skemst «r í jarðhitann úr því að út fyrir bæjarlandið kem- ur. Það fylgja og ýmsir aðrir kostir þessum stað, meðal annars sá, sem mikla þýðingu hefir, að þangað liggur akbraut frá Reykjavík alla leið. en hefði Hengill eða Krýsu- vík verið valin, mundi hafa verið nauðsynlegt að gera ])angað veg skemstu leið meðfram hitaleiðslu- unni, og það hefði hlevpt virkjun- arkostnaðinum stórum fram. Svo miklu munar um vegarlagninguna, að sennilega verður hitaleiðslan frá Reykjum lögð meðfrain honum alla leið, en ekki farin skemsta leið fyrir sunnan Ulfarsfell, þótt hún sje um 2 kílómetrum styttri. Nýr vegur á ])essum spotta yrði sennilega svo dýr að það borgaði sig ekki að leggja hann, þótt leiðslupípurnar verði þetta lengri með því móti að þræða meðfram veginum. Sú leiðsla verður álíka löng eins og vatnsleiðslan frá Gvendarbrunn- um. Þá kemur það og til greina, að jarðskjáiftar eru tiðir í Henglin- um og gæti þeir valdið stórspjöll- um á leiðslu þaðan. Auk þess brevtast hverirnar þar árlega við jarðskjálftana. En um fjölda mörg ár hefir þess eigi orðið vart, að jarðskjálftaupptök væri hjá Reykjum. Um Krýsuvík má svipað segja, að þar hafa orðið stórkostlegar breytingar á hverunum á seinni árum. Þótt gufa væri tekin úr Hengl- inum þyrfti samt vatn og yrði hún látin liita það. En þá er spurning- in hvort nóg vatn væri hægt að fá ])ar, því að regnflöturinn er svo lítill, að úrkoma þyrfti að yera þar margfiihl á móts við meðalúrkomu. Vatnið hjá Reykjum hefir verið rannsakað með efnagreiningu, og hefir það þann kost, að mjög lítið er í því af kísilsýru, minna held- ur en í Laugavatninu, og er Iiún þó lítil þar. AÐ var í ágústmánuði 1932 að mælingar voru gerðar á vatnsmagni og hita í hverum og laugum á því svæði, sem bærinn festi kaup á í Reykja og Reykja- hvols löndum. Um leið var gerður lauslegur uppdráttur af hvera- svæðinu. Yfirborðsvatnið er mismunandi mikið eftir tíðarfari og árstíðum, og hiti þess sömuleiðis. Þar sem hægt var að koma })VÍ við var vatnsrenslið gtíflað og látið fara eft ir pjáturrennu niður í kassa, er tók 38,1 lítra. Sigurður Ólafsson verk- fræðingur stóð fyrir þessum mæl- ingum. Náðu þær ekki yfir alt hitasvæðið, en honum taldist svo til að yfirborðsvatnsmagnið sam- svaraði 106,2 lítrum á sekúndu af 82 stiga heitu vatni. Ein aðahippsprettan var í hver í hlíðinni norður af Reykjum. Sá hver var notaður til þess að hita upp bæjarhúsin. Kringum hann voru margar heitar lindir sem söfnuðust saman í læk, sem renn- ur í Varmá, skamt fyrir norðan gróðurhúsin. Byrjað var á því að bora nokkr- ar liolur umhverfis þennan hver, en við það tæmdist hann. Varð }>á að sjá bænum fyrir nýju vatni til upphitunar. Var þá boruð hola í kálgarði suður af Reykjum og fekst þar nægilegt vatn, og nægilega heitt. En leiðslan ])aðan inn í húsin varð margfalt styttri og ódýrari heldur en gamla leiðsl- an úr hvernum. Er þetta lítið en talandi dæmi þess hver munur getur verið á því að taka yfir- borðsvatn, enda þótt í hver sje, eða sækja ])að í skaut jarðar mörgum sinnum nær. Ý eru fyrstu holurnar tvær, sem boraðar voru í hlíðinni skamt frá hvernum, líka orðnar þur ar, það er að segja. að vatns- borðið í þeim er orðið nokkuð und- ir yfirborði jarðar, sökum þess að neðanjarðarsamband er milli þess- ars hola og annara er neðar liggja og leitar því vatnið út þar. Ur <>11- um hinum holunum streymir vatn, mismunandi mikið og mismunandi heitt. f sumum holunum er vatns- þrýstingurinn svo mikill, að þœr eru eins og gosbrunnar. Ef þær holur væri víðari, mundi fást miklu meira • vatn og sennilega heitara, borað dýpra. En fyrir því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.