Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 181 t UPPDRÁTTTJR, ER SÝNIR BORUNARDÝPI OG VATNSMAGN. Uppdrátturinn sýnir dýpi hverrar holu í m. og samanlagt vatnsmagn úr öllum holunum í l/sek., við hyrjun og endalok á borun hverrar holu. fæst ekki fullkomin reynsla fyr en nýi jarðnafarinn kemur, sem bærinn liefir fest kaup á í Þýska- landi. Er bíiist við að liann verði fullsmíðaður í haust og verði kom- inn hingað í október. Hann verður helmingi stærri heldur en sá bor »em nú er notaður. borar 8 þuml- unga víða brunna í stað þess að nú eru brunnarnir ekki nema 4 þumlungar á vídd. T T PP úr einum brunni hjá Reykjum koma nú um 20 lítrar af vatni á sekúndu, eða þriðjungi meira held- ur en vátnið er í hitaveitunni frá Laugunum. (Það er um 15 lítrar á sekúndu). Vatnskrafturinn er þarna mjög mikill, og væri brijnn- urinn víkkaður um helming mundi hann skila fjórum sinnum meira A'atni, eða 80 lítrum á sekíindu. Og svo má setja dælu niður í svo víðan brunn og auka vatnsrenslið fnn meira, svo að þessi eini brunnur ætti ef til vill að geta lagt fram aU að því þriðjung af því heita vaýni, sem Rej'kjavík þarf á að halda- \T ATNSM AGNIÐ, sern náðst V hefir í með borununum á Reykjum cr nú þegar hartnær helmingur þess vatns, sem þarf handa hitaveitunni. Það er • leðilegur árangur, en þó er það » hinn bógiim sorglegt að sjá ]>etta mikla heit« vatn, er nægja vnundi til þesss af hita upp hálfan bæinn, fossa þarna niður dag og nótt, engum til gagns. Þó er mi vonandi að það fari að styttast í þeirri bruðlunarsemi. Hitaveitupípurnar verða senni- lega úr stáli eða stálblöndu. Utan bæjarins gæti það komið til mála að láta þær liggja ofanjarðar og hlaða garð ofan á þær til öryggis. Yerður það bæði ódýrara og trygg ara, en inni í bænum verða þær allar grafnar í jörð. f ráði mun vera að reisa á Oskjuhííð vatns- geymi, en dælustöð verður uppi hjá Reykjum til þess að dæla vatninu til bæjarins, því að þótt halli sje töluverður, þarf að auka vatnsþrýstinginn að mun, bæði til þess að pípurnar flytji meira vatn á hverri sekúndu, og eins verður hitatapið minna, eftir því sem vatnið rennur örar í gegn um pípurnar. Helgi Sigurðsson verkfræðingur^ sem hefir umsjón með þessu fyrir- tæki, hefir sagt mjer, að hann teldi líklegt að ef nú væri byrjað á því að leggja hitaleiðslupípurnar frá Reykjum til Reykjavíkur, um allar götur bæjarins og inn í hvert hús (nema í afskektustu úthverfum bæjarins) þá mundi því verki lokið um svipað leyti og tekist hefir að handsama nóg heitt v-atn þar upp frá. Þá væri alt til í senn, og hitaveitan komin inn í hvert hús í sama vetfangi. Það yrði við- brigði! Ef bærinn gæti fengið nóg hand- bært fje til þess að ráðast í þetta, yrði það að sjálfsögðu hinn mesti búhnykkur, bæði til þess að draga úr atvinnuleysi, og svo nyti bær- inn fyr en ella hagnaðarins af fyr- irtækinu. Það er of seint að byrja á því að leggja leiðslurnar þegar nægilegt vatn hefir fengist upp frá. Slíkur dráttur yrði til þess að vatnið heldi áfram að renna út í Varmá, engum til gagns, í hálft ár eða lengur. En hvers virði þetta muni vera geta menn nokkuð markað á því, að hitaveitan úr Laugunum, þar sem ekki eru nema 15 lítrar á sekúndu, samsvarar 60—80 þús. krónum á ári. Ósyndur sundmaður. Eyjólfur Marteinsson hjet mað- ur, ættaður af Suðurlandi. Hann var mesti fjörmaður, en gálaus til orða. Einhverju sinni var hann á báti, sem fórst í lendingu og drukknuðu allir, sem á bátnum voru nema hann. Frá þessu sagði hann svo: „Jeg ólmaðist og ólm- aðist og djöflaðist þangað til jeg komst á land, en hinir nentu ekki að hreyfa sig og þeir drápust allir“. Eyjólfur mun hafa váiið ósyndur, en bjargað sjer á hunda- sundi. Einu sinni var hann á sjó með öðrum fleiri. Þeir lágu við stjóra með handfæri á 14 faðma dýpi og urðu ekki varir. Eyjólfur sagði að ekki væri til neins að vera Par lengur, en formaður kvað ekki fullreynt. Þá steypti Eyjólfur sjer fyrir borð, svo að sá í iljar Ifbn- um. Eftir drykklanga stund skýt- ur honum upp aftur, og vegna þess að veður var gott og sljettur sjór, náðu þeir í hann. Þá segir Eyjólf- ur við formanninn: „Það er eins og mig grunaði, hjer á botninum er ekkert nema skeljar og skítur". Gamall maður: Hvað ertu gam- all drengur minn? — 12 ára. — Þá er ekki langt þangað til þú verður fermdur. — Nei, en hvað ertu gamall? — 79 ára. — Þá er ekki langt þangað til þú verður grafinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.