Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 5. hola. Hjá Laugunum voru nú borað- ar 14 holur á víð og dreif, þær fyrstu rjett hjá heitu uppsprettun- um, þar sem vatnið kemur upp úr jörðunni 92 stiga heitt, niður hjá Múla og uppi undir Laugarási, en sú seinasta upp í Laugadalnum. Ur þessum holum fengust þá fyrst um 18 lítrar af heitu vatni á sek- úndu, með því vatni, sem í laug- inni sjálfri var. Þótti þá sýnt, að ekki næðist í meira vatn á þessu svæði nu‘ð þeim tækjum, sem menn höfðu, og var þá horfið að því að leita annars staðar. f Breiðholtsmýri, skamt suður af þar sem Elliðaárnar beygja til sjávar, eru volgrur nokkrar á víð og dreif. Var nú farið þangað með jarðnafarinn. Fyrir neðan túnið í Breiðholti eru laugar, þar sem yfir- borðshiti er 16—36 gráður. Ein af laugum þessum er þvottalaug, og hefir frá ómunatíð verið notuð til þess að þvo þar ull og þvott. Þar hjá holu í Blesagróf var fyrsta og 9. hola. 6. hola. einasta holan boruð, og var byrjað á því 6. febrúar 1932. Þegar kom- ið var niður á 193,5 metra dýpi var hætt, því að það þótti sýnt að ekki mundi fást þar nóg vatns- magn eða hitastig. Á 130 metra dýpi var það ekki meira en % lítrar á sekúndu og jókst ekki úr því. Yfirborðshitinn var 37,5 stig, en neðst við botn ekki meiri en 43 stig. T T M LAUGARNAB er það nú ' að segja, að það þótji borga sig að virkja þær sjerstaklega. Þótt þær nægði ekki öllum bænum, var það víst, að þær gátu verið hitagjafi handa Landsspítalanum, nýja og stóra Austurbæjarskólan- um, lagt honum og Sundhöllinni til nægilegt Amtn í sundlaugarnar og auk þess hitað upp mörg hús þar í nágrenninu, efst á Grettis- götu, Njálsgötu og Barónsstíg. Laust fyrir miðjan nóvember 1930 var hitaleiðslan opnuð. Veg- arlengdin frá Laugunum niður í 11. hola. 8. hola. borgina er talin 2800 metrar. Vatns hitinn var uppfrá 84 stig, en fyrst í stað hjer í bænum ekki meiri en 81 stig, því að dæluútbúnaður var þá ekki fullger og einangran leiðslu pípanna ekki svo fullkominn sem nú er. Mistist því meiri hiti á veg- arlengdinni en þarf, eftir þeirri reynslu, sem nú er fengin af hita- veitum. Byrjun er erfið, og þarna var verið að bíjóta nýjar brautir, þreifa sig áfram á aiveg nýju sviði. Og tvent var það sem aðal- lega gerði viðfangsefnið örðugt: Með hverjum hætti var hægt að einangra leiðsluna svo vel að sem minst tapaðist af vatnshitanum á leiðinni, — og hvernig átti að kom ast fram hjá þeim vandræðum, að Skúrinn, sem jarðnafarinn vinnur í á hverjum stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.