Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Qupperneq 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 127 Vor í London. Vorið er komið fyrir löngu í Englandi og um leið og það byrjar er farið með börnin út í skemtigarðana. Þessi mynd er frá Hyde Park. Þar eru fyrstu góðviðrisdagarnir notaðir til þess að fara með ungbörn út í vögnum og láta þau stálpuðu leika sjer, þar sem ekki þarf að óttast umferð. Á leiðinni hrepti „Fridtjof“ versta veður og brotnaði talsvert ofan þilja. Var þá haldið skips- ráð um hvað gera skyldi, og kom mönnum saman um að fara til ís- lands og fá gert við skipið þar. Þetta var í byrjun októbermán- aðar. Brast þá á grenjandi stór- hríð og fárviðri. Strandaði skipið í veðrinu við Langane's hinn 5. október. Fórust þar 17 menn, en einn komst lifandi á land. Er það sorglega slys enn í minnum margra þar norður frá og sá mannskaðabylur. Maður í Þingeyjarsýslu komst svo að orði: „Jeg fór í kaupstað fyrir Kamb minn á Guðmundar- stöðum, fór jeg utan á Akureyri innan í faktorinn og rak þar í restansinn, tók út hálft annað hel- víti af salti og einn höfuðkamb“. Karl sagði; „Þú átt að neyta þíns andlits í sveita þíns brauðs, sagði meistari Jón, og vissi hann hVað ha nn sitng, wníhu: sú". Ýmsar sagnir. (Eftir handriti Sigm. M. Long í Landsbókasafni). Brúin á Jökulsá. Það var árið 1819 að gerð var trjebrú á Jökulsá undan Fossvöll- um í Hróarstungu. Þar eru þver- hnýptir hamrar, líklega 20—30 iaðma á hæð, en áin þar undir kolmórauð, hringiðar sig milli hamranna og tekur undir í þeim er straumöldurnar skella á þeim og er þar allægilegt umhorfs. Bónd- inn í Blöndugerði var að brúar- smíðinni. Hjá honum var vinnu- kona, sem hjet Guðrún Einars- dóttir frá Mýrnesi. Hún var eitt sinn send með blöndufötu til hús- bónda síns. Var þá einn brúarás- inn kominn á ána, en allir verka- menn h’num megin. Guðrún stað- næmdist við ána, en húsbóndinn kallaði til hennar að hún skyldi koma, hvort hann gerði það af of- dirfsku og kæruleysi eða e’nung- te tfl að freibda kvnmr Verðu« ekki með vissu sagt. En hún ljet ekki segja sjer þetta tvisvar og gekk h klaust yfir með fötuna í hendi. Ekki var henni slept til baka fyr en allir ásamir þrír vom komnir á og pallur þar ofan á. Fyrstu árin var brúin læst og tekinn brúartollur af hverju, sem yfir hana fór. Jón er maður nefndur Fúsason, mun hann hafa verið Norðlend- ingur. Kom hann oft austur með hesta til sölu og var alræmdur svikari og höfuðfantur. Kvað svo ramt að seinast, að ákveðið var að taka hann fastan áður en hann kæmist úr Norður-Múlasýslu, og átti að sitja um hann þegar hann kæmi að brúnni. Jón hafði fengið e’nhverja grun- semd um þetta og fór heldur að flýta ferð sinni norður á leið. Þeir voru tveir fjelagar. Komu þeir að brúnni um nótt, fóru með hestana Út á Eyrar og ráku þá þar yfir á sundi, en sjálfir kl:fruðu þeir utan á brúargrindunum og kom- ust þannig heilu og höldnu norð- tiir afttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.