Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 123 fyrst og fremst, til Ögurs. Þegar verið var að draga saman lið á Langadalsströnd, bar þar að prestinn úr Árnesi og 5 bændur úr Reykjafirði og voru þeir allir teknir í hópinn. Kom herinn sam- an í Ögri þriðjudaginn seinastan í sumri (10. okt.). Þá rak á storm og voru 'allir veðurteptir til föstu- dags. Þá var sent njósnaraskip inn í Æðey, og kom aftur með þær frjettir að Spánverjar hefði veitt hval og dregið hann á land á Sandeyri á Snæfjallaströnd. Væri þeir þar 13 að hvalskurði, eti 5 væri eftir í Æðey að gæta far- angurs þeirra. Ekki var þess getið að þeir hefði farið með ránum, nema hvað þeir hefði tekið naut á einum bæ og annað ungt í Æð- ey, og einnig mjólk og eldivið. Spánverium veitt aðför. Þegar njósnarskipið kom til Ögurs með þessar frje.ttir, þusti herinn á stað, eU dómendur voru þá ókomnir. Voru þeir rúmlega 50, sem fóm úr Ögri. Komu þeir til Æðeyjar á kvöldvöku, rjett fyrir háttatíma. Pjetur stýrimaður var foringi þeirra Spánverja þar. Hafði hann sent nokkrum sinnum til sjávar um daginn að gá að skipafevðum, því að honum var ekki ugglaust. Síðan settist hann inn í baðstofu og tók að lesa saltara og las lengi, því að hann var guðhræddur miað- ur. Að lokum lagði hann bókina saman, setti hana undir höfuð sjer og sofnaði. Lá hann á tröppum á baðstofugólfi og hafði utar höfuð- ið. Voru þeir tveir í baðstofunni. Hinn hjet Lazarus, karlmenni hið mesta. Lá hann á gólfi og hafði hattkápu sína yfir sjer. Þegar herinn kom í land hafði verið ys og þys og reyndi hver sem betur gat að hrifsa til sín eitt- hvað af dóti þeirra spönsku. Einn maður þreif þar kylfukepp úr skipi, eU hafði öxi mikla í annari hendi. Var svo gengið til bæjarins, og fengu þeir heimakonu til þess að bera ljós í baðstofu, svo að þeir ætti hægara með að vega að Spánverjum. Vissu þeir að Suán- verjar mundu ekki gruna konuna. Og' er hún gekk fram aftur og vildi ekki vera við vígin, ruddust menn inn. Gekk sá fyrstur, er öx- ina og keppinn hafði. Laust hann þá báða Lazarus og Pjetur í höf- uðin með keppnum. Vaknaði Pjet- ur við höggið og lauk upp aug- unum, en þá Ijet hinn öxina ríða á andlit hans þvert, en annar lagði hann fyrir brjóstið með sleddu, og ljet Pjetur þannig líf sitt. Lazarus vaknaði við og vildi á fætur færast. Hlupu þá þrír á hann og fengu nóg að starfa áður þeir gæti honum í hel komið. Hinir Spánverjarnir þrír voru í smiðjukofa á hlaðinu. Var þar bartskerinn, ungur maður, reykjar- þrællinn og þvottapiltur. Mer.n Ara rufu þakið og sóttu að þeim, en þeir vörðust drengilega og urðu þó fyrir liðsmun að lúta. Eftir þetta voru líkin flett klæð- um, bundin aaman og kastað fyrir björg í sjó. En morguninn eftir fundust þau rekin utan við ísa- fjarðardjúp, þar sem á Fæti heitir og voru urðuð þar undir bakka. Mnrteinn v^o-inn í trvffönm. Nú var haldið til Sandeyrar. Var þá foraðsveður og gengu eldingar,_ en það kvað Ari sigurboða. Þegar til SandeVrar kom slógu þeir hring um bæinn og tóku allar dyr og glugga. Stóðu þrír prestar umhverfis Ara og helstu menn, allir vopnaðir. Þá var Marteinn staddur í húsi úti á hlaði við fáa menn. Höfðu þeir þar eld, en hinir allir voru í baðstofunni og sátu við lange'ld, sem þeir höfðu kveikt á gólfi. Var nú hafin skothríð inn um glu°,ga á húsi því er Marteinn var í. Marteinn skaut lítið eða ekki. Hrónaði hanu í foringia og bað að svna sier rjettlæti, því að hann vissi ekki á sig svo miklar sakir, að hann og me'nn hans vrði drenn- ir fvrir bær. Þá gall við -Tón prest- ur í Árnesi og sagði að betta ætti hann og menn hans skilið. Marteinn leit út um glugga, þekti nrest og mælti: — Nú. bú ert bá hingað kominn. Sí*an tóku þeir tal með siet og tölnðu latínu. Kvaðst Martainn kannasf við bað að hafa ó'rnað presti einu sinni og bað hann fyrirgefningar á því í guðs nafni. En við aðra landsmenn kvaðst hann eigi hafa misbrotið. Prestur kvaðst fyrirgefa hon- um og spurði Ara hvort hann vildi eigi gefa Marteini líf, svo tignum manni, væri þá síður hefndarvon. Tók Ari því vel og sagði presti «ð bjóða honum grið, ef hann legði niður vopn. Þáði Marteinn það fúslega, og rjetti byssu sína út um gluggann, skeftið á undan. — Síðan kom hann út og fell á knje'. Ari skipaði nú þremur mönnum að binda hann. En menn hans urðu æfir við og hljóp einn að Marteini og hjó td hans með öxi allmikilli og stefndi á hálsinn. En höggið kom á viðbeinið og rann út af öxl- inni og varð það svöðusár. Þá brá Marteinn hart við, stökk á fætur og tók á rás. Er það í minnum haft að hann hafi farið svo hratt sem fusrl flysri niður að sjó, og steýpt sjer í sióinn. Var nú þegar mannaður bátur, með vopnum og grjóti, að elta hann. Svnti Marteinn frá landi og söng látínu við tón, og þótti mörgum afbragð að heyra Söngrödd hans. „Svo sagði prestur vor“, segir Jón lærði, „að hann hefði setið á sjón- um, strokið koll sinn með annari hendi, eh haft hina undir læri ým- ist, eða skift um hendurnar. Hann hafði synt á bak aftur upp í loft og á ýmsar hliðar og með öllu móti leikið“. Hefir fleirum þótt mikið til koma sundkunnáttu hans, og hún verið aunáluð. Stend- ur svo í handriti eftir Jón Esrgerts son, í ísletiska handritasafninu í Stokkhólmi: „Marteinn kunni þá kunst, að hann gekk á sjónum nær þurrum fótum, og svo hratt hljóp hann undan þeim íslensku á sjónum, sem eltu hann á se'xæring með kappróðri, að þeir fengu hann varla upp dregið“. Þe'ir eltu Martein af miklu kappi og hrósaði einn sjer af því að® hafa komið á hann spjótlagi, er hannn synti í kafi undir bátinn. En ekki sá að hann linaðist fyr en Björn Sveinsson, sveinn Ara, laust hann í ennið með steini. Þá fyrst náðu þeir honum. Viar honum svo fleýtt til lands og flett ur klæðum. Lá hann nú þar als-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.