Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 4
124 lesbAk MORGUNBLAÐSINS nakinn í fjörunni. Rumdi þá eitt- hvað í honum og opnaði hann augun. Hljóp þá einn til, lagði hann neðan við bringubrjóskið, Brást Marteinn harðlega við, komst á fjórar fætur, en þá lágu iðrin úti, og ljet hann svo líf sitt með mikilli hreysti. Líkinu var síðan sökt í sjó. Blóðbaðið á Sandeyri. Nú var veitt atganga þeim sem heima voru. Sá, sem lagt hafði snöruna um háls presti, bað hann fyrirgefningar, en fe'll svo um síð- ir með öðrum. Enginn þurfti þar griða að biðja. Sumir vörðu sig á meðan þeir máttu og sá enga hræðslu á. Gengu margir svo vasklega fram, að það var álit aðsóknarmanna að þeir hefði aldrei unnir orð;ð á vígum völlum, og þó allra sist Marteinn ef hann hefði ekki gefist npp og treyst griðum. Einn þeirra revndi þó ekki að verjast. Sá hjet Mar- teinn og var nefndur „hinn mein- lausi“. Hafði hann verið á Vest- fjörðum árið áður og jafnan „með sama góðskap". Hann var trje- smiður. Þegar bardaginn tókst særðist hann á vör og flýði þá út í fjós og faldi s:g undir kú. Spánvevjar þeir, sem í bænum voru, vörðust alla nóttina og fram á næsta dag, og vom þá fáir fallnir. Þá var Magnús, sonur Ara sýslumanns, fenginn til þess að fækka þeim með byssu sinni. Fellu nú Spánverjar hver um annan þveran, en nokkrir leituðu sjer fylgsnis með því að skríða undir rúm, eða í skúmaskot. Var þá sendur hertýgjaður maður, ásamt fleirum, inn í bæinn að vinna á þeim. Einn piltur varð’st frábær- lega vel í baðstofunn', en var að lokum skotinn. Marteinn meinlausi drepinn. Þegar allir voru fallnir fanst ©Marteinn mernlausi undir kúnni. Höfðu þeir, sem fundu hann, ekki brjóst í sjer að vega að honum, en drógu hann út á hlað. Fell þann þar á knje, fórnaði hönd- um og bar sig mjög illa. Hafði Ari ekki skap til þess að láta drepa hann; kvaðst ge'fa honum grið og gæti hann farið með sjer heim í Ögur og gerst smiður sinn. En þeir, sem grimmastir voru, voru ekki á því. Rjeðust tveir að hon- um, þar sem hann lá á hnjánum og hjó annar framan í ennið, en hinn í hnakkann, og ljet hann þar líf s’tt seinastur. Grimdaræði og óánæffja vegendanna. Bardaganum lauk laugardaginn fyrstan í vetri. En svo mikið grimdaræði hafði gripið vegend- urna, að þeir skeyttu nú skapi sínu á líkunum og skáru þau og stungu á hinn viðbjóðslegasta hátt. Leyfði Ari það. Voru líkin síðan tengsluð saman með snærum og svo fleygt í sjó. En þau var að reka næsta hálfan mánuð, og voru urðuð þar sem þau komu að landi. Ari gaf nú þann úrskurð, að allir gripir Spánverja væri kon- ungseign, og fengi menn ekkert af herfangi, nema e'f þeir vildu hirða blóðuga fataræflana. Mis- líkaði þá mörgum, þar sem þeir höfðu orð ð að kosta sjálfir för sína, og þó einkum þeim, sem vegið hafði að Marteini á hlaðinu. Sumir tóku til sín fötin, en þeir, sem meiri háttar þóttust, for- smáðn þau. Síðan var alt herfangið flutt heim í Ögur, og er mælt að Ari hafi haft sinn fullan hlut af því, sem annars staðar, þar sem hann kom því við, segir í Sýslumanna- æfum. Á leiðinni frá Sandeyri t'l Æð- eyjar, mættu þeir dómendum. Var Ari þeim svo reiður, að hann virti þá ekki viðl'ts og vildi ekkert við þá tala. í Æðey var slegið upn gleðskap til að fagna fengnum sigri. Var þá drukkið óspart af víni þeirra Spán verja og lýkur .Tón lærði frásögu sínni með þessari vísu: Eftir þá herför og háan sigur, hver maður varð af drykkju digur vikuna vel svo alla; því vildi þá í liag falla. Galdramenn. Það mun hafa verið trú lands- manna að Spánverjar væri hin;r römmustu galdramenn. Þegar lík Pjeturs stýrimanns var flett klæð- um, fundu þeir á brjósti hans verndargripi, svo sem krossmark, örlitlar viðarflísar (sem menn hafa seinna giskað á að hafi átt að vera iir krossi Krists) og ýmis- legt fleira. Sögðu menn þá, að þetta mundu töfur hans vera, en lítið hefði þau dugað honum, því að steindauður væri hann með öllu. í þann mund, sem Marteinn var veginn og líki hans varpað í sjó, lægði veðrið og „gerði blíða logn lir kyngistormi, hvað þeir eignuðu krafti þess galdrakropps Mar- teins“. Síra Ólafur á Söndum segir líka í Spönsku vísum: Á því tóku menn tU máls þeir mundu í göldrum ærir, því lífseigir voru lundar stáls þótt lagðir í gegnum væri og skaðlega menn þá skæri. í Æðey fundu þeir einn þann ■ mann, að ekkett byssan dugði á hann, þótt bana úr bæri. Niðurlag. Fjciðrafok. í Berles-skóla í Ósló kom lektor Vigander nýle'ga t’l að kenna snemma morguns eins og hanu var vanur. Nemendum hnykti sýn; lega mjög við í fyrstu, en svo ráku þeir upp gleðióp. Kepnarinn botnaði ekkert í þessu framferði þeirra, en samkennari hans sýndi honum þá blað, sem út hafði kom- ið um morguninn og flutti dán- arfregn hans og lofsamleg eftir- mæli. Höfðu nemendur syrgt hann innilega, eti er hann kom nú ljós- l’fandi, rjeðu þeir sjer ekki fyrir kæti. En svo stóð á þessari fregn, iað blaðamanni hafði misheyrst í síma. Honum hafði verið tilkvnt lát Vikhamars lektors, sem fórst í skíðaferð. f Saxlandi er þorp, sem heitir Prinshe’m. Um seinustu áramót voru liðin sex ár síðan að þar hafði fæðst sveinbarn. Öll börnin, seta fæddust á þessum árum voru meybörn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.