Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 2
122 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gengið hreystilega fram. Fór þó svo sem oftar, að etiginn má við margnum, og fellu þeir þar allir nema einn unglingspiftur, sem hafði falið sig í einhverju skoti og komst síðar á skip þeirra Stef- áns og Pjeturs. Segir Jón lærði að misendismenn hafi þetta verið, en á Marteinsbátunum miklu betri menn, og margir nýtir. Súðavíkurdómur. Nú er að segja frá Marteini og hans mönnum. Þeir tóku sjer að- setur í Æðey og reru þaðan eftir fiski og hvölum. En er Ari sýslu- maður spurði það, kallaði hann saman þing í Súðavík og ljet kveða þar upp dóm yfir Spán- verjum. Og vegna þess að í þess- um dómi eru teknar upp allar sak- argiftir á hendur þeim, þykir rjett að birta hann eins og hann er í Alþingisbókinni 1616: Öllum og sjerhverjum sem þetta brjef sjá eður heyra sendum vjer Jón Magn- ússon, Bjarni Pantaleonsson, Halldór Ólafsson, Skeggi Gunnlaugsson, Pjet- ur Bjarnason, Bjarni Svartsson, Fúsi Fúsason, Guðmundur Bjarnason, Jón Bjarnason, Bjarni Þorsteinsson, Jón Bjarnason og Svartur Bjarnason kveðju guðs og vora, þar með kunnugt gerandi, að árinu eftir Lausnarans fæðingu 1615, þann 8. oktobris í Súða- vík á þriggja hreppa þingi vorum vjer til dóms nefndir af Ara Magnússyni konglig maiestets sýslumanni yfir ísa- fjarðarsýslu, hvernig að fara skyldi um þá stóru eymd og neyð er upp á þessa sýslu væri komin af þeim Bus- chaiers eður spönsku skipbrotsmönn- um, að vær köllum, er sjer ætluðu og ásettu vetrarlegu í greindri sýslu að hafa, og á tveimur bátum voru í Æðey komnir til vetrarlegu XVIII að tölu með byssum, verjum og vopnum. Enn vel LX vestur um fjörðu í greindri sýslu, hvor þjóð að fer með ráni og hernaði flokkum saman upp á bændur, að stela ætum hlutum og óætum, er öngva lífsbjörg höfðu aðra, og sig meintu á sama ráni og herfangi allan veturinn út og til þess þeir komast af landinu, að næra. Að auk þessa ráns og hernaðar ógnar greind óþjóð og amar almúganum, svo margur undir veturinn er flúinn frá sínu heimili út í snjó til ystu fjallgarða, en þeir bæir i eyði látnir. í þriðja lagi stend- ur sá ótti af nefndri óþjóð, að fólkið verður sínar athafnir og útvegu niður að leggja og felst svo alt um hendur til stórrar torlegðar, falls og fordjörf- ungar, þar ekki er uppi utan högg og slög, byssuskot og annar voði, hafi sú vonda þj'ó'ð fckki allan sma vil j’a. Vjer gi-eindir dómsmenn, sem allir aðrir höfum spurt, að fyrnefnd þjóð hefir ekki alleinasta að leyfislausu brúkað hafnir og höndlan sína hjer í landi á Kóngsins lóð sem annars stað- ar, heldur og i vors náðugasta herra kóngsins forboði, þar með rænt og stolið i Strandasýslu í næstu umliðin III ár viðum manna, nautum, sauðum og mörgum hlutum öðrum, ætum og ó- ætum, þar með almúgann þar sama staðar margvíslega mótstaðið og til miska verið, með höggum, slögum, ógn og aman, og hindran á sinni næringu, svo þetta umliðna sumar sem endrar nær, og þeir sumlegir sem nú í Æðey eru, veittu presti á Árnesi heimsókn og vildu kúga af honum X sauði, ljetu snöru um háls hans í sjálfri kirkjunni, sýndu sig í því hann að hengja, en hans kvinnu og dóttur börðu þeir. Item hefir og sama þjóð rænt og stolið einu skipi af einum bónda Gunn- steini Grímssyni, er virt var IXC með öllu því fylgir, þar með honum heim- sókn veitt og hans fje kvik og dauð með ráni og herfangi tekið. Eigi síður hafa þeir rænt og stolið vestur um fjörðu frá allmörgum svo óætupi hlut- um sem ætum. Og skyldi þessi arma þjóð hlutlaus látin og óhindruð, þá skynjum vjer eigi annað en það gildi bændanna líf, þeirra kvinnur, börn og allmarga aðra og margvísleg neyð muni almúganum stofnuð, gefi guð eigi náð og ráð þeirra yfirgang að hindra og þá lífi að svifta. Nú hljóðar svo lögmólið í óbótakapí- tula, menn þeir láta líf sitt fyrir útileguþýfsku eða rán, hvort heldur ræna þeir á skipum eða landi. ítem í þjófa Bælki. Nú eru ránsmenn óbóta- menn hvar sem þeir verða teknir og svo hver sem þeim veitir lið til þess eftir því sem segir í óbótamálum í mannhelgi. Item skylt er vondum mönnum sje refst, þar þeir verða teknir. Item nú ræna menn eður herja þá eru allir skyldir eftir þeim að fara sem mega, þeir sem sýslumaður krefur til, eður sá er fyrir ráni eður hernaði verður hvert sem þeir hlaupa etr. Sek- ur er hver VI aurum við kóng sá er eigi fer löglega tilkrafður. Item hljóð- ar svo vors náðugasta herra kóngsins brjef, útgefið á umliðnu sumri, að hans náð leyfir og lætur ljensmanni landsins og þeim, er landið besigla eiga, að þeir megi taka að sjer skip þesþarar oft nefndrar þjóðar, sem sigla af Buschaien, og þá að yfirbuga eftir því, sem það kann best og hjá- kvæmlegast að verða, eftir hverju náðarbrjefi höfuðsmaður landsins hef- ir bífalað áður nefndum valdsmanni greinda þjóð að fordjarfa á lífi og góssi eftir fremsta megni og mætti. Og með því þessi arga þjóð og synd- samlegir skipbrotsmenn leita ekki öl- musu í guðs nafni, heldur með ógn og ofríki og stuldi og ómögulegum yfir- gan'gi/ þ'á í nafrri beHagrar þ'reiming'- ar, að svo prófuðu máli og fyrir oss komnu, oss í dómssæti sitjandi, og að heilags anda náó með oss tilkallaðri, dæmdum vjer fyrskrifaðir dómsmenn með fullnaoar dóms atkvæði þessa oft nefnda þjóð af Buschaien er nú eru skipbrotsmenn, friðlausa og sanna ó- bótamenn eftir laganna greina hljóð- an og eftir fyrtjeóu kóngsins brjefi, og alla bændur, búandi menn og alla aðra fyrir utan ómagaaldur og presta, skylduga vera oftnefndri þjóð atför að veita nær sýslumaðurinn eður hans umboðsmaður til kveður og honum þykir hjákvæmilegast með góðra manna ráði hvar helst hún sig held- ur hjer í sýslu, og alla svo langt til að fara skylduga vera, er þörf og nauð- syn krefur upp á sinn eigin kostnað sömu þjóð að fanga, lífi eóur limum að svifta, og skulu þeir allir friðhelg- ir er til sækja og lögunum fylgja, en hinir allir óhelgir er fyrir verða og þau hús þeim hafa að halda, en það góss eða gagnliga hluti er þeir með- ferðis hafa, dæmdum vjer kóngs um- boðsmanni til virðingar og varðveislu, til höfuosmannsins, lögmanna og lög- rjettunnar úrlausnar hvað þeir skulu af sögðu góssi hafa, er atför veittu, * eður þeir sem fyrir skaða hafa orðið. Eður og kong maistat með því líf og góss þessarar þjóðar er forbrotið áð- ur en þeir komu hjer í sýslu eður gerðu hjer nokkurn skaða. Enn þeir heima sitja að forfallalausu og eigi fá mann fyrir sig, eður atfarar synja löglega til krafðir, gjaldi kóngi VI aura. Enn hindrist fyrir þeirra þrjósku og óhlýðni atförin og geri spanskir strákskap úr því, þá borgi þeir bænd- um þann skaða eftir því sem lög og dómur segir þeim á hendur. Samþykti með oss áður nefndur valdsmann þennan vorn dóm og svo allur almúgi er þar var saman kom- inn. í Sýslumannaæfum segir að Spánverjar hafi ætlað að fara að Ara, en bann hafi haft nokkra vörn fyrir og auk þess hafi Ari látið hera út á völl tunnur og þess háttar, svo að Spánverjum hafi sýnst það lið og horfið frá. Ólafur segir í „Spönsku vísum“, að þeir Marteinsmenn hafi myndað fyrir á sjálfum sjer með hnífum hvernig þeir ætluðu iað brytja Ara, og rekið svo upp vein og óhljóð og sagt að þannig myndi kona haús og börn emja þegar hann væri drepinn. Er ekki að vita hvað hæft er í því. En Ari beið ekki boðanna eftir lað dómur var fallinn, heldur lje,t skera upp herör og stefndi öllum Vfgtun kbrlum/ trg þó' dönrttodutn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.