Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Side 6
126 LESBÓK MORGUNBLiaÐSINS Kappróður Oxford og Cambridge háskólaatúdenta. Hinn 4. þessa mánaðar fór fram h'nn ár- legi kappróður milli háskólastúdenta í Oxford og Cambridge á Englandi. Stúdentarnir frá Cam- bridge sigruðu og voru fimm bátslengdum á undan hinum að marki. Er þetta í 47. skifti sem Cambridge sigrar. Oxford hefir sigrað 40 sinnum, svo alls he'fir þessi kappróður verið þreyttur 87 sinnum. A efri myndinni sjást sigurvegararnir núna, á neðri myndinni Oxfordræðararnir. Ishafsferðir. Magnus K. Giæver heitir norsk- ur útgerðarmaður, sem á all merkilegan starfsferil að baki sjer. Um 1890 eignaðist bann tvö íshafsskip, „Laura“ og „Fridtjof“, sem hann leigði í vísindaleiðangra og veiðiferðir norður í íshaf. Þrisvar sinnum fór „Fridtjof" norður með leiðangur ameríska blaðamannsins Wellmann, sem ætl- aði að fara í loftfari til Norður- pólsins. Loftfarið hjet „America“. Wellmann var einkennilegur mað- ur og bjó sig e nkennilega út í þessa leiðangra. Flugtilraunin mishepnaðist algerlega. Hann komst ekki nema stuttan spöl, og leiðangur Isachsens bjargaði hon- um. Oðru sinni ætlaði Wellmann að fara til pólsins á vjelsleða, sem hann hafði sjálfur fundið upp. Framhjólið var eins og á götu- valtara, nema hvað á því voru sterkir broddar, sem gengu nið- ur í ísinn, og á þann hátt átti sleðinn að klóra sig áfram. Hann var reyndur á lagís og gekk alt vel, en þegar hann kom norður í íshrannirnar í íshafinu, reyndist hann bráðónýtur. Urðu því allar tilraunir Wellmans til einkis. Ar- ið 1910 ætlaði hann að fljúga yf- ir Atantshafið i flugbelg, en það mistókst líka. Á eft;r Wellman leigði sænsk- ur maður, Kolthoff, skipið til Grænlandsferðar. Fór hann þann leiðangur að tilhlutan norsku stjórnarinnar til þess að bjarga norskum veiðimönnum. Þetta var 1901. Árið 1902 leigði sænska stjóm:n skipið til Suðuríshafs- ferðar að koma Nordenskjöld til hjálpar. Skipin voru einnig leigð Baldwin Ziegler og Fiala Ziegler rannsóknarleiðangrunum td Franz Jósefs lands. Ár'ð 1904 fór Giæver að huesa um að leigja skipin til veiðiferða norður í höf, og var það sú fyrsta tilraun, sem gerð var í þá átt. Kom hann nú á stað slíkum veiðiferðum fyrir auðuga Ame- ríkumenn, Þjóðverja, Aus.turríkis- menn og Frakka. Stundum var það einn maður, sem leigði skipið og bauð vinum sínum með sjer, eða þá að ýmsir slógu sjer saman e'ða var selt „far“ til Snitzbergen, Jan Mayen, Nova.ia Semlja og Grænlands. Árið 1907 var Giæver sjálfur á „Laura“ hjá Austur-Grænlandi. En er þeir ætluðu heim lukti ís- inn um þá og hröktust þeir í honum í þrjár vikur. Rak þá nær og nær hinni hættulegu Liver- poolströnd, þar sem mörg skip hafa farist. Á síðustu stundu komust þeir þó út úr ísnum. Þá voru ehgin loftskeyti í skipum. Fjórir Ameríkumenn voru um borð í „Laura“ og voru ættingj- :ar þeirra orðnir svo hræddir um þá, að „Fr:dtjof“ var sendur á stað til að leita. Yoru á skipinu nokkrir skipstjórar, sem áttu ætt- ingja um borð í „Laura“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.