Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 8
112 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Samfastir tvíburar". Um allan heim eru liugvitsmenn að fást við að gera endurbætur á flugtækjum. Hjer er mynd af nýasta flugtækinu, sem er fundið upp í Bandaríkjunum. Er það sambygð flugvjel og loftfar. 5mœlki. Iri nokkur stal grís frá ná- grannakonu sinni, sem Margrjet hjet. Þetta komst upp og honum var stefnt fyrir dómara. Leiddi dómari honum fyrir sjónir að hann hefði drýgt glæp, og spurði hvað hann ætlaði að færa sjer ttt máls- bóta á dómsdegi, þegar hann stæði þar augliti til auglitis við Mar- grjeti. — Ætli Margrjet komi þang- að? — Efalaust, svaraði dómari. — Og grísinn líka? — Auðvitað. — Nú, þá segi jeg: Gerið þjer svo vel, Margrjet mín, hjerna er grísinn yðar! Þjónn ber að dyrum og kallar: — Var það kl. 6 e'ða 7 sem herr- ann vildi láta vekja sig? Gestur (með andfælum): Hvað er þetta? Jeg bað að vekja mig kl. 5. Hvað er klukkan nú? Þjónn: Hún er orðin 8. — Það er ekki nokkur leið að fá ráðvanda vinnukonu nú á dögum. Sú, sem var hjá mjer seinast, stal frá mjer báðum silkikjólunum, sem jeg smyglaði frá París. Með mestu erfiðismunum höfðu þau klifrað upp á fjall og bor- ið skíði sín. Þegar þangað kom voru þau örmagna og setjust nið- ur. — Nei, sjáðu, góði, hrópaði hún, hvað það er dásamlega fallegt þarna niðri í dalnum! — Segðu mjer þá, mælti hann, til hvers þú hefir verið að klifra hingað upp, en varst ekki heldur kyr í fegurðinni í dalnum? — Ef jeg gef þjer sjö epli og segi að þú eigir að skifta með þjer og bróður þínum, hve mörg epli fær þá hvor? — Eigið þjer við stóra bróður minn eða litla? E'nu sinni voru menn að tala um það, að be'sta ráðið við kali væri að leggja snjó við það, svo að það þiðnaði smátt og smáýt. Gall þá við gömul kona; — En hvernig á þá að fara að á sumrin þegar enginn snjór er?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.