Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINð 111 Vor í Danmörk. Þrátt fyrir fannkyngina í Danmörk í vetur, er vorið komið þar fyrir nokkru. Um miðjan mars var orðið al- aut.t og vorblómin farin að skreyta engi og garða. Bridgc. S: Ás, K, 3, 2. H: Ás, 10, 8, 6. T: Ás, D, G, 8 L: 10. B S: 8,7,6,5. n H: D, G, 7,2 T: enginn. || L:G, 6, 5,4, 3. S:G." H: K,3. T: K, 9, 7,6 L: Ás, K, 9, 8, 7, 2 A og B hafa sagt stóraslemm í tigli. D slær út hjarta drotn- ingu. Hvernig eiga A og B að vinna ? Kitchencr Idvarðnr gat verið glettinn. I endurminningum sínum segir Lloyd George frá því að Kitchener lávarður hafi átt það til að vera glettinn í orðum. Og því til sann- indamerkis segir hann þessa sögu: — Sjóliði nokkur frá Wale's var herfangi í fangabúðunum í Ruhleben. Hann skrifaði fjöl- skyldu sinni og þrátt fyrir brjef- skoðun tókst honum að koma til hennar upplýsingum um atlætið þar. Brjefið var á þessa leið: Kæra kona og börn! Jeg hefi fengið brjef ykkar dagsett 1. þ. mán. og mjer þykir vænt um að heyra að ykkur líð- ur vel. Jeg er hræddur um að við verðflm að vera hjer lengi og við kvíðum vetrinum. Ó, að jeg væri heima hjá ykkur. Mjer líður vel og meira get jeg ekki sagt. Líði ykkur vel og ber- ið kæra kveðju mína til Cig, Tan, Menin og Siwgr, sem nú er orðið langt síðan að jeg hefi sjeð, en vona að fá að sjá þegar je'g kem heim aftur ... Brjefskoðarinn enski sendi Kitchener brjefið og bætti við þessari afhugasemd: — Þessi fjögur orð, Cig, Tan, Menin og Siwgr, eru walisísk og þýða kjöt, eldsneyti, smjör og sykur. Kitchener sendi brjefið þeim Grey utanríkisráðherra og Lloyd George, sem þá var forsætisráð- herra, og bætti við: „Á þessu getur maður sjeð hvers virði hin walisiska tunga er með- al hinna hámentuðu Germana“. Lloyd George er frá Wales. Gleyminn maður. Eliel Löfgren, fyrverandi dóms- málaráðherra Svía, er nú mála- færslumaður, og meðal annars tók hann að sjer að vera verj- andi Thorstein Kreugers. En hann e'r fjarska gleyminn. E:nu sinni var hann á leið til Norðurlands að flytja þar eitthvert mál, en gáði þess alt í einu að hann hafði gleymt því hvað skjólstæðingur hans hjet. Símaði hann því til skrifstofu sinnar og Öað um nafn hans. Hann fekk þetta svarskeyti: Skjólstæðingur þinn heitir Ander- son, sjálfur heitirðu Löfgren. Útvarps námskeið. „National Broadcasting Com- pany“ í Bandaríkjunum hefir stofnað námskeið fyrir þá, sem vilja tala í útvarp. Stendur þetta námskeið yfir í nokkra mánuði og á þeim tíma er mönnum eigi aðeins kent að be'ra ensku fram skýrt og lýtalaust, heldur einn- ig setningar á frönsku, ítölsku, spönsku, þýsku og rússnesku. Og þeír eru látnir æfa sig í því að lýsa í útvarpi ýmsum atburðum, sem kennararnir velja til þess. — Leiðist þjer, María mín. Þú elskar mig líklega ekki eins heitt eins og áður e'n við giftumst. — Jú, Jakob, en síðan við gift- umst erum við einn maður, og mjer finst svo ósköp tómlegt að vera alfaf ein. S:D, 10. 9,4. H: 9, 5, 4 T: 10,5,4,3,2 L: D. 101.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.