Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 6
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Spellvirki kommúnista. Að undanförnu hafa kommúnistar í Englandi tekið sjer fyrir hendur að reyna að eyðileggja flotann með því að sprengja herskipin í loft upp á höfnum inni. Hafa þeir stórskemt mörg þeirra. Hjer er eitt þeirra, orustuskipið „Repul- se“ og er verið að gera við skemdirnar sm á því hafa orðið. til hagsmuna. Á, meðan hans naut við og hins brennandi áhuga hans, fóru margir að ráðum hans og höfðu kjalfestu, bárufleyga og lýsispoka með sjer á sjó. En aðrir skeyttu því engu. Hjá þeim var sama kærulevsið, að alt gæti „dankast af“ eins og það hafði gert áður. Og kæruleysið smitaði þegar Odds naut ekki lengur við. Hann flýði fátæktina 1894 og fór til Ameríku. Hafði honum þá boðist prestþjónusta þar hjá „Bræðrasöfnuð' num“ í Nýja ls- landi. Var hann í þjónustu Kirkju- fjelagsins þangað til í ágúst 1903, en þar eftir varð hann farand- prestur, „algerlega á eigin býti“. Tók hann þá og að gefa sig Við lækningum, með handaálagningu og bæn og eins með meðalum. Las hann læknisfræði af kappi þótt kominn væri um sjötugt, og með svo m'klum dusnaði og góð- um árangri, að árið 4910 fekk hann skírteini um það, að læknafjelag Bandaríkjanna viðurkendi hann sem meðlim sinn, og fekk hann þar með öll læknarjettindi. Sagði þá Heimskringla, að nú „virtist síra Oddur eiga góða framtíð í Winnipeg“. Þetta hafði hann yer- ið að berjast við í 50 ár — en þá kom dauðinn. Hann andaðist 10. janiíar 1911. Síra Jón Bjarnason lýsir honum þannig: — Síra Oddur var mesti fjör- maður, með fádæma viljakrafti og hugrekki t’l að brjótast áfram í erviðum lífskjörum, en talsvert einrænn. Naumast hefði hann, ná- lega sextugur, með stórri fjöl- skyldu árætt að taka sig upp frá íslandi og byrja nýja lífsbaráttu hjer í landi, ef hugrekki hans hefði ekki verið frábært. Svo gat virst sem hann hefði það einkenni h'nnar forn-norrænu víkingslund- ar að treysta eigin mætti nær tak- markalaust; sú var þó bót í máli, að í dýpstu alvöru treysti hann föðurforsjón guðs. Síra Friðrik Friðriksson lýsir hónum svo: — Síra Oddúr var maður hinri glæsilegasti í útliti og framgöngu, stór og þrekinn og höfðinglegur. Hann var hinn mesti hugsjóna- maður og átti fjör og áhuga fyrir því að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Hann hlífði sjer aldrei og Ijet sjer ekkert í aug- um vaxa. Hann var karlmenni að burðum og sterkur í lund. Hann varð mörgum td mikillar hjálpar og blessunar, bæði í andlegum og tímanlegum málum. Margar sögur eru af síra Oddi. Einu sinni var hann á sjó ásamt unglingspilti, sem var ósyndur. Voru þeir alllangt frá landi. Fór Oddur þá að rugga bátnum, en piltur varð hræddur og spurði hvort hann ætlaði að drepa þá báða. Þá gerði Oddur sjer lítið fvrir, hvolfdi bátnum, greip pilt- inn óg synti með hann t’l lands. Þetta gerði hann td þess að sýna sjómönnum hve nauðsynle'gt þeim væri að kunna sundíþrótt. Oddur var drykkjumaður um hríð og þótti konu hans það mein, þótt bún hefði engin orð um. Einu sinni átti Oddur brennivínstunnu á stokkunum úti í skemmu. Kon- an opnaði kranann og ljet alt renna niður. Þegar Oddur kom út morguninn eft’r og ætlaði að fá sjer hressingu, sá hann hverskyns var. Varð honum þá e'kki annað að orði: „Hún át.ti með það. Hún átti það eins og. jeg“. Eftir það gerðist hann bindindismaður og hínn öflugasti framherji bindind- ishreyfingarinnar. En kunnastur — og þjóðkunn- ur um le'ð — varð síra Oddur fyr- ir það er hann nam konuefni sitt á brott úr föðurgarði. Það var í árslok 1870. Hún hjet Anna, dó.tt- ir stórbóndans Vilhjálms danne- brogsmanns Hákonarsonar í Kirkju vogi. Vildi hvorki hann nje aðrir frændur hennar heyra það ne'fnt að hún giftist síra Oddi. En metn- aður hennar var nokkur eigi síður en frændanna, og leyndist hún að heiman á fund Odds. í Njarðvík- um fengu þau sjer bát og sigldu til Reykjavíkur og þar voru þau gefin saman á gamlársdag 1870. Varð Anna manni sínum hin mesta stoð í öllum hans etfiðleikum, enda hin mesta ágæ.tiskona. „Eng- an mann hefi jeg heyrt tala jafn innilega um konu sína eins og síra Odd“, sagði Þórhallur Bjarn- arson biskup. „Það eina setn mjer fanst angra hann í fátæktarbasl- inu var það, að Anna hans ætti svo miklu lakari daga en hún ætti skilið, sú góða kona“. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.