Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1936, Blaðsíða 3
mein gera“. Og drengilega kom hann fram einu sinni. Hafði þá íslenskur maður rotað einn manna hans með steini, en Marteinn bjargaði lífi fsletidingsins. Einu sinni fóru þeir Marteinn og Pjetur stýrimaður hans heim að prestsetrinu Árnesi, til síra Jóns Grímssonar, og föluðu að honum sauð, en fengu ekki. Hurfu þeir þá aftur án þess að sýna af sjer neinn ofsa. Leið svo sumarið tíðindalítið, nema hvað menn fóru daglega +il þeirra spönsltu eins og í kaupstað, bæði á hestum og skip- um. Auk hvals keyptu hændur af þeim hamra, axir, járn og striga. „Prestur vor ljet fáa daga und- an ganga að finna þá ei, og í öll skipin fór hann“. Einu sinni var stolið nokkru af spiki í myrkri frá Spánverjum. Þeir Pjetur og Stefán kærðu þetta fyrir heimahafnarhónda, sem hjó í Ketvogskoti. Hann bar af sjer, en þorði ekki að nefna þann er þessa væri valdur. Varð það að sættum að hann ljet þá fá eina á og þótti vel sloppið. Marteinn kom þarna ekki nærri, en þegar hann frjetti þetta, fór hann heim í kotið og heimtaði á handa sjer, því að hann hefði átt eins mikið í spikinu og þeir Pjefur og Stefán. Þó kvaðst hann skyldu launa bónda ána af manndómi sínum, og var sagt að hann héfði látið bónda fá 23 brauðkökur og vínkvartil fyrír hana. Nokkrar ýfingar höfðu verið milli þeirra skipstjóranna út af hvalvebsluninni, því að Marteinn þóttist afskiftur. Hinn 19. sept- ember fóru þeir Pjetur og Stefán með bestu mönnum sínum á fund Marteins til að gera upp reikn- ingana. Urðu þeir að lokum vel ásáttir, og voru nú se'glbúnir og ætluðu að halda heimleiðis. Heimsókn að Árnesi. Daginn eftir, 20. sept., fór Marteinn með nokkra menn sína gangandi yfir Naustvíkurskörð sem leið liggur að Árnesi. Er svo sag+ frá viðskiftum þeirra prests, að Marteinn héfði viljað fá hjá honum sauð td siglingar, og heimt- að með sjálfskyldu, þar sem hann hefði fengið hval frá sjer og stór- LESBÓR MORGUNBLAÐSINS skuldaði sjer. Þvemeitaði prest- ur að verða við þessu og fór þá að síga í Martein. Sagði hann nú að ekki mætti minna vera en prest- ur Ijeti sig fá nautkorn, og ekki mundu þeir fyr skilja. Kvaðs.t. Marteinn vel geta tekið af presti sauði hans og kýr, en það vildi hann ékki gera. En prestur kvaðst hafa borgað Pjetri hvalinn að fullu. Einn af fylgdarmönnum Mart- eins tók nú snæri upp úr vasa sín- um og lagði um háls presti, eins og hann ætlaði að hengja hann, og óð mikið á honum á meðan. Þá gugmaði prestur og hje,t þeim nauti. Var Marteinn þá ánægður, fekk hesta á næsta bæ og mann til að reiða þá fjelaga til skips. Að morgni sendi prestur mann að sækja naut fram á afrjett. Skipin farast. Um kvöldið dró ' mikinn hafís- hroða inn á fjörðinn. Eftir dag- setur kom á ofsastormur og rak ísinn á skip þeirra Pjeturs og Stefáns og lamdi þeim saman. Brotnaði skip Stefáns fyrst alt of- an þilja og sökk svo niður með öllum farmi, en menn komust á skip Pjeturs. Það hrakti upp á sker og brotnaði þar um þvert í miðju. Framhlutinn sökk, én skuturinn stóð á hlein. AUir hát- ar, sem á skipunum voru, brotn- uðu. Komust menn því nauðnlega til lands, skríðandi á jökum, en þrír menn druknuðu af skipi Pjet- urs, þar á meðal Asencio hvala- skytta. Úr skipi Pjeturs bjargaðist ekki annað en 17 byssur og lítils- háttar annað, én hvorki matur nje fatnaður. Stóðu nú skipbrots- menn þarna uppi allslausir í fram- andi landi og komið að vetri. Báru þeir sig mjög illa sem von var. Báðu margir þeirra bændur að taka sig upp á einhver kjör, svo að þeir fengi haldið lífinu. Gekk þá Jón fram í því ásamt öðrum manni, að Pjetri var boðin veturvist við 3. éða 4. mann. ■ En hann vildi ekki skiljast við menn sína og fjelaga, því að enginn þorði að taka við þeim af ótta við sýslumann. Varð það að ráði þeirra Spánverja að. fara á. bát- 107 um norður fyrir Strandir. Áttu þeir 6 bá.ta í landi, alla litla nema einn. Þetta var á föstudegi. Þehnan sama dag færði prestur P.jetri naut það sem hann hafði lofað Marteini, því að hann aumkvaði nú eins og aðrir þá Stefán og Pjetur rit af því hvernig komið var fyrir þeim og þeirra mönnum, sem svo vél höfðu reynst bænd- um, en aldrei gert þeim neinn órjett. En Pjetur launaði presti nautið eins vel og hann gat, ljet prest fá 2 hvalsmjörspípur fullar, járnketil stóran og nokkuð ann- að, og þó fekk prestur húðina af nautinu. Að morgni færði prestur P.jetri 13 fiska, en Pjetur laun- aði því, að gefa honum stóran hverfistein með járnsveif, læsta kistu og margt annað smávegis. Síðan fekk Pjetur hjá presti vottorð um gott framferði sinna manna og Stefáns. En Jón fekk hjá Pjetri vottorð um það að Is- letidingar hefði ekkert gert á hluta þeirra, og skip þeirra brotnað í ís en ekki af manna völdum. Hirti prestur það vottorð. Skip Marteins strandar. Skip. Marteins lá í. Naustvík- um. Þangað kom enginn ís, en skipið sleit upp um nóttina og rak í land. Rambaði það lengi á mölinni, en vegna þess að það var mjög hlaðið, þoldi það þetta ekki og brotnaði gat á það.og fell inn sjór. Kom þá upp óp mikið .meðal skipverja og síðan grátur og tannagnístran. Voru svó guðs- orðabækur teknar og lesið lengi. Að því búnu vai/ farið að bjarga úr skipinu og störfuðu þeir að því alla nóttina. Tókst þeim að koma flestu á land, nema fall- byssum og lýsi. Lokuðu þeir skip- inu, en hlóðu að góssi því í landi, ér þeir treystust ekki fil að flytja með sjer á bátunum. Bátarnir voru fjórir og báru þeir á þá klæðnað^ vistir og vín. „Þá liina miklu Marteinskistu, sem flestir gengu undir, höfðu þeir með sjer, og nokkurra fyrirmanna, en mesti hirslufjöldi stendur þar eftir“, segir Jón og gefur jafnframt í skyn, að í kistu Marteins muni hafa verið allmikið fje'. Meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.