Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 að alt gull veraldarinnar rynni til Tndlands. Það var iðnaðurinn og ríkidæmi náttúrunnar sjálfrar, sem olli því. Nú er svo komið liögum landsmanna á síðustu hálfri annari öld. að allur fjöld- inn lifir á akuryrkju og hefir tæp- lega til hnífs og skeiðar — en hungursneyðir dvnja yfir hvað sepi út af ber. Um þessi efni fræddist jeg all- mikið meðan jeg dvaldi í landinu. En það yrði of langt mál að fara út í þá sálma hjer. Mun jeg gera það allrækilega í fyrirlestr- Hræðilegtflugslys í Flugvjel rekst á útvarpsstöng. — Það kvikn- ar í henni og 10 menn farast. um minum Dortuk heitir þessi unga stúlka og hún er Eskimói. Kvikmvndaleiðangur nokkur fann hana og uppgötvaði að liún hefir óvenju góða leikara hæfileika. Fór leiðangurinn með hana með sjer til Hollywood og þar á að gera úr henni „stjörnu“. — Hvers vegna skotrar þú aug- unum svona? — Jeg hefi íengið kýli aftan á hálsinn og læknirinn sagði að jeg yrði að hafa vakandi auga á því. — Hvað á að gera við þann mann sem eyðir öllu í kvenmann? — Reyna að vera kvenmaður- B Beinagrindin r-— Enska farþegaflugvjelin, sem var í förum milli Köln og London var á heimleið 2. janúar og fekk niðaþoku yfir Belgíu. Rakst hún þá á hina 285 metra háu út- varpsstöng hjá Ruysseledo skamt frá Brúgge. — Varð árekstur- inn svo mikill, að flugvjelin steyptist til jarðar og kviknaði þegar í henni. f henni voru 8 far- þegar, flugmaður og loftskeyta- maður. Fórust þeir allir og voru lík þeirra mjög brunnin er þau náðust. Það er álitið að þokan hafi verið svo dimm að ekkert hafi sjest l'yrir útvarpsstönginni fyr en um leið og flugvjelin var komin að lienni. Slenn komu þegar á siysstaðinn, en þá var eldhafið í af flugvjelinni. Ruysseledo útvarpsstöðin er á hinni reglulegu flugleið milli Bryssel og London. Eftir að slysið varð, er farið að tala um það, að nauðsynlegt sje að lýsa upp út- varpsstengur þegar þoka er. Því að hinn sorglegi sannleikur er sá, að hefði flugvjelin flogið örfáum sentimetrum lengra til annarar handar mundu allir hafa bjargast. Kannsókn á beinagrind vjelarinn- ar virðist sýna það og sanna að það hafi aðeins verið vængbrodd- ur hennar sem rakst á stöngina, en vegna þess að flugvjelin fór þá með um eða yfir 100 km. hraða, var það nægilegt til þess að hún misti jafnvægið, hrapaði til jarð- ar eins og steinn og kviknaði þá samstundis í lienni. Brot af vængn um fanst um 50 metra frá útvarps- flugvjelinni svo mikið að ekki var stönginni. liægt að koma nærri henni. Meðal farþeganna var ung ensk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.