Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 6
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I landi auðæfa og eymdar= Frásögn frú Kristinar Matthiasson um Indland Fáir Islendingar liafa tU Ind- lands komið. En gamall og góður siður er það á landi voru, að þeir sem langförlir eru segja frá ferð- um sínum, er heim kemur. Frú Kristín Matthíasson, forseti hins íslenska Guðspekifjelags, fór til Indlands í fyrravetur. Hljótt hefir verið um þetta merkilega ferðalag friiarinnar. En nú ætlar hún að byrja fyrirlestra um ferð sína, og það sem fvrir hana bar. Má geta þess nærri, að sú menta- kona hafi frá mörgu að segja úr því langferðalagi. Sá er þessar línur ritar hitti frú Kristínu Matthíasson að máli á dögunum. Barst Indlandsferð hennar í tal. „Ferðin heðan og til Adyar í Indlandi, aðseturs Guðspeki- fjelagsins, tók rúmlega mánuð“, sagði frúin. — „Dóttir mín 11 ára, Herdís Elín, var með mjer. Við fórum heðan þ. 22. nóv. 1932, og komum til Adyar á aðfanga- daginn. Við fórum um Frakkland, frá Marseille sjóleiðis um Sues til Bombay. Sú ferð tók þrjár vikur. Var sjóferð þessi liin ánægju- legasta. Fer fjöldi manna frá Ev- rópu á þessum árstíma á leið til Indlands, því þá er gott í sjóinn í Indlandshafi, staðvindurinn þur og hlýr frálandsvindur, á tímabil- inu október til maí. En skemti- ferðir um Indlandshaf leggjast niður þegar staðvindur er suðlæg- ur, því þá má búast við slæmum sjóveðrum. Frá Bombay fór jeg með járn- braut til Madras eða Adyar, en Adyar, hið mikla landsetur Guð- spekinga, er spölkorn frá Madras. Ilafa mörg höfðingjasetur verið sameinuð þar í eitt, í eigu Guð- spekifjelagsins. Þar eru ótal bygg- ingar og húsaþorp innanum frjó- samar ekrur og aldingarða. Þar c-r þing Guðspekinga háð árlega, er sett á jóladag, og stendur yfir í 5 daga“. „Hve lengi voruð þjer í Ind- landi?“ „Við vorum þar í tæpa fjóra mánuði í alt, lengst í Adyar, en fórum m. a. suður til Madura. Er það gömul musterisborg, fögur og Kristín Matthíasson. mikil minnismerki hinnar dravid- isku byggingarlistar, gera borgina fræga. Merkilegt íve mjer virðist sumar byggingar þessar minna mig á basalt fjöllin íslensku, þar sem hver stuðlabergshjallinn hefst upp af öðrum.“. „Hvaða sjerkenni lands og þjóð- ar urðu yður eftirtektarverðust við fyrstu viðkynningu af Indlandi?“ „Eitt af því einkennilegasta þarna austur frá, sem menn strax. taka eftir, er það, hve manni virð- ist stjörnur himins vera nálægt jörðunni. Þegar dimmir af nóttu, í heiðríkjunni suðrænu er sem hinar skæru stjörnur hangi niður úr himninum, svo stórar eru þær. En hin allra fyrstu kynni af landinu er ilmurinn, sem mætir manni á skipum úti, er þau nálg- ast ströndina, hinn sterki marg- eindi ilmur af gróðri landsins. Að sumu leyti getur hann mint á angan hinna ilmsterku íslensku fjallajurta. En inn í hann bland- ast ilmur af sandeltrjenu, og ýms- um suðrænum gróðri, er jeg kann ekki deili á“. „En þegar á land kemur?“ „Þá undraðist jeg mest fólks- mergðina, aragrúann, um alt, og örbirgðina, við hliðina á minnis- merkjum um forna frægð. Það var rjett eins og maður fengi und- ireins útsýn yfir 320 miljónir Ind- lands og alla fátæktina, armóðinn, vesaldóminn, sem þessi þjakaða þjóð á við að stríða. Indland var áður eitt hið auðugasta land heims ins — svo var sagt fyr á tímum, Frá Indlandi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.