Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 351 Merkur fornleifafundur í Noregi. Rúnir á kambi og hálsmeni gefa nýj- ar upplýsir.gar um sögu rúnanna. * Álit prófessoranna Haakon Shetelig og Magnúsar Olsen. Vísindafjelagið norska helt aðalfund sinn 27. október, og töl- uðu þeir þar báðir prófessorarnir Haakon Shetelif? og Magnus Olsen um merkilegan fomleifafund, þar sem fornar rúnir munu varpa ljósi yfir það hverjum breytingum frumnorræn tunga hefir tekið þangað til söguöldin hefst. Prófessor Shetelig sagði: — Vestan í Bömlo er sel hjá Skeljavikjo. Þar í botni við vatns- enda er dálítill hellir, þur og hlýr og þar hefir þjóðminjasafnið í Bergen fundið við uppgröft ýmsa forngripi, þar á meðal bein- kamb með rúnum. Rúnir þessar eru mjög merkilegar, þvi að þær gefa best allra upplýsingar um upphaf rúnanna, og hvernig á að leysa gáturnar um breytingu norræns máls, frá frumnorrænu í bókmentamálið. í hellinum hefir verið bústaður manna, sem hafa haft ofan af fyrir sjer með veið- um á .landi og í vötntim. Merkdeo-asti gripurinn er fanst þama er þó hálsmen. sem var rjett h.já kambinum. Það er enginn efi á því. að hálsmen þetta er ekki yngra en frá 6. öld, og kambur- inn mun vera jafngamall. Báðir hlutirnir hafa verið einkaeign sama manns, og orðið þarna eftir. Magnús prófessor Olsen talaði um þær tilraunir. sem gerðar hafa verið um að lesa rúnirnar á kamb- inum. Mintist. hann þar' á það hverjar upplýsingar þær gefa um hljóðbreytingar þær, sem orðið hafa um þetta leyti í málinu, og greina það frá frumnorrænu. TJm brevtingar tungunnar í Noregi, komst hann að þeirri niðurstöðu, Samvaxnir tvíburar. Systur þessar, sem eru samvaxn- ar, heita Violet og Daisy Hilton og eiga heima í New York. Þær eru 19 ára gamlar að aldri og ætla nú að gifta sig. Onnur gift- ist hljómsveitarstjóra frá Chicago, en hin enskum hnefaleikara. að frumnoirænuna sje að rekja td þess tímabils, er þjóðflutningarn- ir miklu voru, eða til áranna kring um 500. Fyrir kvenfólkið. VIII. Hrukkur. Þuru hörundi er hættara við að fá hrukkur heldur en fejtu hör- undi. Þess vegna hafa verið fund- in upp ýms andlitssmyrsl, sem eru nærandi fyrir húðina. Vjer vitum samt að þótt andlitið sje nuddað reglulega, er það ekki ein- hlítt til þess að koma í veg fyrir að hrukkur myndist í hörundinu, en nuddið dregur úr þeim og kemur í veg fyrir að þær verði djúpar. En eitt er það, sem okk- ur sjest yfirleitt yfir, að við eig- um sjálfar sök á því, að við verð- um hrukkóttar. Það er engin af- sökun að árin færast yfir okkur. Það varðar allra mestu, að við gerum okkur það ljóst, af hverju lirukkurnar koma, og' þess vegiia verðum við að skoða okkur ræki- lega í spegli. En þess verður þá að gæta að setja vkki upp neinn sætleikasvip, því að það er þýð- ingarlaust. Tilgangurinn með þyí að spegla sig ætti að vera sá, að við getum sannfærst um að við erum langfallegastar þegar við erum blátt áfram og viðkunnan- legar á svip, miklu fallegri þá heldur en ef við setjum upp stúr- inn svip. Það er lireint ekki undarlegt, að frú X., sem er á sama aldri og við. liefir varla nokkrar lirukkur í andliti og er altaf jafn ungleg, enda þótt við sjeum orðu- ar hrukkóttar og sýnuinst miklu eldri. Og ungfrú Z, sem er að eins tvítug, hefir fengið djúpa hrukku við annað munnvikið; það er því að kenna að hún brosir alt af út í það munnvikið. í andliti okkar speglast alt sál- arlíf okkar, þjáningar, áhyggjur, sorgir og þreyta og setur það sitt mark á það. En við ættum að reyna að hafa svo miljið vilja- þrek, að láta ekki hugast af þessu og halda skapinu altaf í jafnvægi. Með því verður andlitið fallegast. Þegar við skoðum okkur í spegli tökum við fyrst eftir andlitsfall- inu, hvernig það myndast af and- litsbeinunum. Og þau geta verið Jiannig, að sjerstakar hrukkur mvndist þeirra vegna. En ineira er þó undir því komið hvernig andlitsvöðvarnir eru gerðir. Þess vegna segir frægur franskur hör- nndslæknir viðvíkjandi hrukkun- um: ,,Eins og andlitsvöðvarnir eru, svo er andlitshörundið". — Með öðrum orðum, ef andlitsvöðv- arnir slakna þá slaknar líka á andlitshörundinu' og við verðum hrukkóttar. Aðallega slakna andlitsvöðvar vegna aldurs, en einnig vegna þess, að við förum illa og gá lauslega með hjúp þeirra, liör- undið. Þúsund sinnum á dag, þeg- ar við tölum eða hlæjum, setjum við andlitið \ afkáralegar fell- ingar, og höfum frá æsku vanið okkur á alls konar skrumskæl- ingar, en þetta verður til þe.s« að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.