Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGTJNBLAÐSÍNS 349 Hersýning í Prag. Fyrir skemstu átti Tjekkóslóvakía 15 ára sjálfstæðisafmæli. Var }>á mikið um dýrðir í liöfuðborginni Prag og sjest hjer á myndinni hersýning, sem þá fór fram fyrir utan þing- höllina. vertíðina. Var þá góður fiskafli fyrir Suðurlandi, lestarhlutir eða meira. Jón f-ór norður um vorið, sótti elsta son sinn, og settist að á Suðurlandi. Um drenginn, sem geklc að norðan um hávetur á 7. árinu, er sagt að hann liafi mann- ast vel, orðið þjóðhagasmiður, og um eitt skeið ráðsmaður Rann- veigar á Háeyri. Rannveig Jónsdóttir á Háeyri var sonar sonar dóttir Jóns bisk- ups Airasonar. Ber öllum sagna- riturum saman um mannkosti hennar, göfuglyndi og hjálpsemi. Rannveig ól upp 25 munaðarlaus börn, og sá vel fyrir ráði þeirra. Þar að auki annaðist hún um lengri og skemri tíma mörg börn frá fátækum heimilum. Rannveig tók mikinn þátt í sveitarmálum, leituðu menn til hennar hópum saman í raunum sínum og nutu samúðar liennar og fyrirhyggju. Eitt sinn rak mikinn fisk, sem karfi er kallaður, á Háeyri. Báru tveir menn upp úr flæðarmáli á lítilli stundu 16 hundruð karfa, og fengu helming þar af fyrir ómakið. A Háeyri var stórt grinda hús fult yfir bita milli gafls og gáttar af karfakös, skemdist þó eigi vegna kælu og frosta. Rann- veig gaf þetta mest alt upp um sveitir, því víða var matarlítið. Rannveig Jónsdóttir hafði á Háeyri mikmn sjávaraútveg, en ekki hefi jeg getað fundið í ann- álum nema einu sinni getið um skiptapa henni viðkomandi, og er á þessa leið: Mörg skip fórust fyrir Suðurlandi og Vestmanna- eyjum. Forgekk áttæringur með öllum mönnum á Eyrarbakka, það skip átti Rannveig á Háeyri, spán- nýtt og- sterkt. Til samanburðar má geta þess, að á einum degi fórust á Stafnesi 7 skip, var þar á hið valdasta verfólk, 60 menn að tölu, og formennirnir nafn- greindir dugnaðarmenn, allir á konungsins skipum. Rak þá upp 47 lík nóttina eftir. Einn mann rak upp vestur á Mýrum, hafði hann bundið sig við trje og kom svo upp með því á viku fresti, þá nýandaður. Af þessu má marka það, að Rannveig á Háeyri hefir vandað mjög td út-gerðar sinnar, enda haft ágæta skipasmiði í þjón- ustu sinni, þegar Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti ljet smíða og byggja stórt farmskip; i því var yfir 20 álna langur kjiil- ur. Það skip var smíðað á Háeyri meðan Rannveig bjó þar. Hefir hún verið langt á undan samtíð sinni í öllum framkvæmdum. Er það jafnan svo að hvar sem Rann- veig Jónsdóttir er nefnd, er ljúfur ómur við nafn hennar. Um Halldóru Guðbrandsdóttur á Hólum taka annálaritarar það fram, að hún hafi aldrei verið við mann kend. Má í því sam- bandi minna á, að þegar Ari Magniisson í Ogri, var nýorðinn sýslumaður 22 ára að aldri (hann var tveimur árum eldri en Hall- dóra) fór Ari til Hóla að biðja Halldóru sjer til eiginkonu. Hafði Ari ineð sjer átján sveina alla átján ára gamla, og alla um og yfir þrjár álnir á hæð. Ari var mjög skrautbúinn og sveinar hans. Var allnr búnaður fararinnar með miklum kostnaði og hinn prýði- legasti. Þeir Ari komu að Hólum í Hjaltadal um miðjan dag. Guð- brandur Þorláksson biskup var úti staddur, var hann jafnan ljett búinn heima fyrir og oft, lasinn. Leist sveinum Ara biskup alt annað en tilkomumikill, og voru glénsmiklir nokkuð. Guðbrandur biskup bauð þeim Ara ekki í stofu, en í biskupsstofu .voru þær dætur biskups, Halldóra og Kristín, og gægðust út á bak við gluggatjöldin, og aðgættu komumenn. Ari lýsti )>á erindi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.