Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 347 manns í Ármannsfellii Nú er þar alt kyrlátara og friðsamara en var á þeim dögum og álftin á sjer dyngju rjett fyrir framan liellismunnann. Niður undir vatns- röndinni, noröan í Hvalfelli er liellir sá, er sagt var að Arnes —- er eitt sinn var fjelagi Fjalla- Eyvindar — liafi hafst við i. í helli þessum liefir fundist mikið af beinum — bæði stórgripa- beinum og kindabeinum — sem sjest hafa á för eftir eggjárn, o« sömuleiðis kambur úr horni. í hinum fornu sögum finst hvergi getið nema eins bæjar í Botnsdal — en nú eru þeir tveir. Landnámabók segir svo frá að fyrstur haf'i bygt bæ í Botni, maður sá er Avangur h.jet og kall- aður hinn írski. Þá var þar skóg- ur svo mikill að hann ljet af gera hafskip. Það var hlaðið við Hlað- hamar en hann er fyrir botni Botnsvogs, sunnan Botnsár. Dýpi við hamarinn nú á tímum er um flóð líklega 3—4 metrar, en al- gerlega þurt um fjöru. í Harðar- sögu er taláð um Neðra-Botn, j>ar sem Geir bjó um skeið. Af þvi er auðsætt að þá hefir Efri-Boln einnig verið bygður þó þess sje eigi getið. Löngu seinna hefir svo bygst þriðji bærinn: Holukot. — Hann stóð sunnan árinnar neðar- lega í dalnum. Sá bær hefir að líkindum tekist af eða lagst í eyði vegna skriðufalls er eyðilagt hefir meginhluta túnsins. Skriða þessi er fyrir löngu uppgróin og sums staðar klædd smávöxnu kjarri. Fyrir rústunum sjest mjög greini- lega og hafa þau hýbýli verið rúmlítil. Af örnefnum, sem getið er í fornsögunum er meðal annar.s Múlafell, nú breytt í Múlafjall, Kattarhöfði, þar sem Þórður kött- ur var dysjaður og Kötlugróf þar sem Þorbjörg katla og Þor- gríma smiðkona ljetu líf sitt og hringurinn Sótanautur er falinn. Víðar man jeg ekki eftir að Botnsdals sje getið í fornum sögum. Að síðustu skal þess getið, að hjer í Stóra-Botni var bænahús eða kirkja, og er örnefnið Kirkju- hóll þekt enn þá. í þann hól var grafið fyrir 4—5 árum, en aðeins þ'tilsháttar, enda fundust engar minjar. Á bæjunum hjerna í Botns- dalnum var mikið um álfa og álfatrú. Ekki mátti veiða silunga úr sumum lækjum, ekki höggva hrís á vissum stöðum, ekki færa sum hús, ekki sijetta tiltekna bletti í túnunum og þar fram eft- ir götunum. f hólunum heyrðist sífelt rokkhljóð og strokkhljóð. Þannig var til dæmis sagt að víða í túninu í Litla-Botni og í klapparholtum umhverfis það, væri bústaðir huldufólks. Austast i túninu þar er hóll, sem kallaður er Krosshóll, Mátti eigi sljetta hann og var þar engin þúfa lireyfð þangað til síðasti ábúandi kom þangað árið 1907. Á þessum hól var lirísla allstór og mátti enginn skerða hana. Var hún að síðustu orðin svo fúin að hún brotnaði. Mátti enginn á neinn hátt nýta sjer lurkinn og var sagt að liann færi jafnan sjálfur á hólinn aftur þó hann væri bor- inn heim. Skamt fyrir utan túnið er klapp arholt, sem kallað er Steinkirkja og heyrast þaðan oft fíðahring- ingar og sálmasöngur. Á götun- um fyrir utan túnið er kallað Mannabygð og þar mátti aldrei ríða hart. Á milli þessara staða: Kirkjunnar og Mannabygðar ann- ars vegar og Krosslióls hins vegar voru sífeldar ferðir huldufólksins og var för þess stundum sjeð af gamla fólkinu. Brynjudalur. Syðri dalurinn fyrir botni Hval- fjarðar er Brynjudalur. Hann er grösugur og vaxinn kjarri fremst. Samnefnd á rennur eftir honum og er hún straumlygn og mild. Nú eru þrír bæir í dalnum: Ing- unnarstaðir, Skorliagi og Þránd- arstaðir og auk þess eyðibýlið Hrísakot. Hina elstu sögn um Brynjudal er að finna í Landnámabók, þar sem sagt er frá deilu Refs hins gamla og Hvamm-Þóris, út af kúnnl Brynju, sem gekk liti í daln- um með afkvæmum sínum og hann er við kendur. Og sú deila endaði með falli Hvamm-Þóris. Þar er einnig sagt, að Refur hafi búið á Múla. Bærinn Múli hefir að lík- indum verið skamt þaðan sem nú er Skorhagi, en þó nokkru nær fjallinu og er trúlegt, að skriðu- föll hafi eytt bæinn. Harðar saga segir hinsvegar svo frá, að Refur hafi búið á Stykkis- velli (í Brynjudal) en Þorbjörg katla, móðir hans á Hrísum og vitanlega geta báðar sögurnar haft rjett fyrir sjer. Bæjarnafnið Hrísakot og örnefnið Hrísasneið benda að minsta kosti til þess að bær með því nafni hafi verið þar að norðanverðu í dalnum, þó það þurfi ekki endilega að vera. Loks segir Harðar saga svo frá, að Kjartan sá, er seinna sveik Ilólmverja, hafi búið á Þorbrands stöðum. Hins vegar segir í upp- hafi Kjalnesingásögu að Þrándur landnámsmaður Helga bjólu hafi numið land í Brynjudal og.búið á Þrándarstöðum, en það bæjarnafn er enn þá til. En verið gæti að Þorbrandsstaðir og Þrándarstaðir sjeu hið sama. Ingunnarstaða er getið í Kjósarannál að mig minn- ir einhverntíma á 16. öld. — Þá týndist á Hríshálsi, þ. e. hálsinum é milli dalanna, óljett kona með þrjú börn í fylgd með sjer og fanst ekkert af nema hendin af einu baminu. Og þessi kona fór frá Ingunnarstöðum. Svo jeg snúi mjer aftur að hinum fornu sögum, þá er Brynju dals getið ; Bárðar siigu Snæfells- áss og er sagt að Bárður hafi hafst við í Bárðarhelli. Það er móbergs- hellir sunnanmegin árinnar, við foss þann er skamt er fyrir ofan hina nýju brú á ánni, er bygð var síðastliðið sumar (1932). Annar skúti er norðan árinnar, beint á móti Bárðarhelli, kallaður Maríu- hellir. Á Ingunnarstöðum var bæna- hús og var goldin þaðan presst- mata þar til núverandi ábúandi keypti hana af. Mjer hefir einnig verið sagt að eitt sinn — fyrir löngu síðan — er byggja skyldi íbúðarhús á Ingunnarstöðum liafí verið grafið á mánnabein. —■ —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.