Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 4
348 ___________________LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þrjár merkar konur. Eftír Sigurborga Jónsdóttar. Fitja-annáll getur um tlánar- dægur þriggja kverina, sem allar voru uppi fyrri hluta 17 aldar, á þessa leið: 1654, 22. febrúar and- aðist Iiannveig Jónsdóttir á Há- eyri, guðhrædd mey, fróm og nafn fræg af dygðum og góðgerðasemi við auma og volaða. Um sjötugs aldur. 1656, 24. maí andaði.st virðu leg höfðings jómfrú Margrjet Oddsdóttir biskups "Einarssonar i Öndverðarnesi, g'uðhrædd, gestris- in og gustukagjörn, hún átti Odd- geirshóla í •'Flöa, Öndverðarnes í Grímsnesi og fl-eiri jaíðir: .Giftist ekki. 1658, 12. september andaðist sú guðhrædda lieiðursstúlka Hall- dóra Guðbrandsdóttir biskúps Þor- lákssonar 85 ára gömul; giftist aldrei nje var við mann kend. Eins og menn vita, er annála- i itun þannig, að geta sem flestra viðburða, með sem fæstum orðum. En frá öðrum • áreiðanlegum heim- Udum eru til sagnir um æfistarf þessara þriggja ágætis kvenna. •— Aldrei hefir íslenska þjóðin átt meira í vök að verjast en á 16. og 17. öld. Þá tvístruðu sterkar trúaröldur landsfólkinu og deildi í fjandsamlega ílokka. Danskt konungsvald, galdrabrennur, stóri- ctómur og verslunareinokun lögð- ust á sveif með hafís og vetrar- hörkum að draga úr landsfólkinu allan kjark og dáð til fram- kvæmda. Glögg lýsing á aldarfar- inu, er þessi klausa úr annál frá fyrri hluta 17. aldar: Á því ári margir menn á Norðurlandi sig meiddu af drykkjuskap. Mörg vandræðamál viin landið, er lífláti sattu. Maður af stjúpdóttur sinni borinn barneign. Hann hengdur a Alþingi; henni drekt. Höggvinn og stegldur á Alþingi maður, sem skorið hafði konu sína á háls. Drekt í Ögri í ísafjarðarsýslu konu þeirri, er fjell með stjúp- föður sínum. Hann braut af sjer járnin og komst á burt. Náðist í Norðurárdal; var tekinn og fekk góða iðrun. Maður skorinn á hásin- arnar á Langanesi, sagður stiga- maður. Galdramál fyrir norðan. Tveir þjófar hengdir á Alþingi. Annar 17 ára. Þetta var aldarfarið, þegar Margrjet Oddsdóttir rei.sti bil í Öndverðarnesi í Grímnesi. Bjó hún þar rausnarbúi, var gestrisin, glaðlynd og mjög sönghneigð. — Helt hún skóla á heimili sínu á vetrum, og kendi þar meðal ann- ars söng og hljóðfæraslátt. Einnig stofnaði hún söngfjelag í Grims- nesinu, og var þar æfður tví- siingur. Eitt sinn, þegar Margrjet bjó í Ondverðarnesi komu kaup- skip ekki lúngað til lands fyr en um hausfið, vegna ófriðar í Dan- rnörku. Lentu þá í stórsjóum, og nýttist illa farmurinn; en íslend- ingar máttu ekki versla við aðrar þjóðir en Dani. Varð ]>á matar- laust víða, margir almúgamenn flosnuðu upp og lentu á vergang. Þá Ijet Margrjet í Ondverðarnesi byggja skála skamt frá heimili sínu. Sett-i þar inn rúm með dýn- um og ullarteppum, og sá um að jafnan væru þar vistir nokkrar. Yarð skáli þessi sannarlegt sælu- htis mörgum nauðlíðandi. Þá tók Margrjet einnig á heimili sitt um tíma margar fátækar stiilkur, og kom þeim siðan í góðar vistir. Um þessar mundir, var hafís fyrir öllu Norðurlandi, og hart vor, fell þá mjög fjenaður bænda, og var talið að yfir þúsund hross hefðu fallið úr hor á svæðinu frá Þingeyrum í Húnavatnssýslu, að Hólum í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu, og annar peningur eftir því. Þá bjó norður á Reykjaströnd kvæntur maður að nafní Jón Jörundsson. Misti hann fjenað sinn um vorið; sumarið bjargarlaust við sjóinn vegna hafísS. Hey nýttust illa. vegna sífeldra krapahryðja, og varð því lítil mjólk í kúm vetur- inn næsta. Þá um veturinn eftir nýár andaðist kona Jóns úr ves- öld. Mun það hafa verið alltítt í hallæri, að konur, er skömtuðu, tæki svo nærri sjer, að þær felli fyrst. Jón stóð nú einn uppi með fjögur börn þeirra hjóna: dreng 11 ára, stúlku á 9- ári, dreng á 7. ári og ungbarn ársgamalt eða svo. Undi Jón þá ekki lengur í kotinu, kom elsta drengnum fyrir um veturinn, og lagði af stað suð- ur iá land með ynstu börnin þrjú. Setti Jón pjönkur nokkrar á grindasleða, og þar sat stúlkan á 9. árinu með ungbarnið { fanginu, dró Jón sleðann, en drengurinn á 7. árinu trítlaði á eftir. — Yfir Holtavörðuheiði urðu þau sam- ferða vermönnum og förufólki, en er suður kom í Borgarfjörðinn tvístraðist hópurinn, því Borgfirð- ingar siguðu grimmum hundum er menn komu í hópum nálægt bæjum þeirra. Mun það hafa verið siður í Borgarfirði lengi fram eftir öldum, að siga hundum á Norðlendinga, er þeir fóru þar um. Gísli Konráðsson getur þess í æfiminning sinni, að þegar hann fór fyrst suðnr, var sigað hundum á hann og samferðamenn hans, En Gísli tekur það einnig fram, að hann hafi átt ágætan greiða í Borgarfirði, þar sem hann gisti, >og eig-nast þar síðar marga vini. Telur Gísli Norðlendinga hafa átt nokkra sök á þessu hundaargi. Hafi þeir margir verið ófyrirleitnir og tannhvassir á ferðum sínum. — Ekki segir af Jóni Jörundssyni og börnum hans, fyr en hann kom suður í Skorradal, beiddist Jón þar gistingar á bæ nokkrum, en var úthýst; var þá stórrigning og ofsarok. Leitaði Jón þá skýlis í fjárhúsi þar á túninu, en húsfreyjan kom þar og tvær vinnukonur hennar; höfðu þær allar barefli, og- börðu Jón út úr húsinu. Komst liann þá nauðu- lega til næsta bæjar; var þá orðið dimt af nóttu. Jón þorði ekki að gera þar vart við sig, en hafðist við í fjárhúsi, þar til morguninn eftir. Var þá veðrinu slotað. Hjelt Jón þá suður Kjöl og Þingvalla- sveit, og ofan í Grímsnes, og gisti í sæluhúsi Margrjetar í Ondverð- arnesi og hvíldist þar. Þá var auð jörð um Suðurland og gaf Margrjet Jóni hest. Helt hann þaðan í góðu Veðri að Háeyri. — Rannveig tók Jón fyrir hlutar- mann og annaðist böm hans yfír

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.