Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 8
300 LESBÓK M0R9UNBLAÐSINS Verslunarstaður á Víkingaöld. Þýskir og sænskir fornf ræðingar hafa í sumar rannsakað rústir af verslunarborg einni við mynni Kur- iska-hafsins í Eystrasalti. Hafa þeir komist að þeirri niður- stöðu að þarna hafi verið blómleg verslunarborg, er stofnsett hefir verið kringum aldamótin 900. En um 1100 hafa norrænir menn hrokkið þaðan undan íbúum nálægra hjeraða. Rannsóknir þessar leiða margt í Ijós um verslun og viðskifti þeirra tíma þar um slóðir og á Norðurlönd- um. — . .... X í Paris. I gildaskálum Eifelturnsins í París var nýlega haldinn dansleikur með sjerkennilegum blæ. — Þar voru 75 karlmenn og 225 kvenmenn. Alt var þetta fólk ógift og þarna saman kom- ið í þeim erindum að fá sjer „lífsleið- sögu“. Báru konurnar mismunandi lit bönd á kjólum sínum, er auðkendu hvort þær aldrei hefðu giftst, eða væru fráskildar eða ekkjur. Attu karlmennirnir með því móti hægra með að átta sig á því, hverja þeim litist best á. Fjelagið, sem sá um dansleikinn heimtaði vottorð frá þátt- takendum um eigur þeirra og efnahag, svo þeir sem tóku þátt í dansleikn- nm gátu sjeð hverjar efnahagsástæður þeirra væri sem þeim við fyrsta tillit leist vel á, og kynt sjer það, áður en lengra væri farið. ••••—^ •••■ 5mcelki. — Ó, jeg er svo kvíðin fyrir því hvernig þetta muni ganga. Þetta er í fyrsta sinn að kærastinn minn giftir sig. “Einstaklingsfrelsið** í Serbiu Bóndi einn í Serbíu átti unga og laglega konu. Nágrannarnir gáfu henni hýrt auga. Hún virtist þeim ekki frá- liverf. Maður hennar rasaði. — Það kom fyrir ekki. Hann þóttist aldrei óhultur um konu sína. Þá tók hann konuna eitt sinn, ræki- lega í karphúsið. Hann skar af henni bæði eyrun. Síðan sagði hann: Nú ertu orðin svo ljót, að jeg get átt þig út af fyrir mig. En þá kom lögreglan í spilið. — Það þótti bónda hart. Er þá úti um alt einstaklingsfrelsi í Serbíu, úr því jeg fæ ekki að gera við konu mína, það sem mjer sýnist. Hún er þó líklega mín einkaeign. — Það kemur ekki öðrum við hvernig jeg fer með hana; sagði bóndi. En reyndin varð, að „einstaklings- frelsið í Serbíu' ‘ er úti, því bónd- inn var dæmdur í sekt fyrir að af- eyra konu sína. „ Trúarbrögð ‘ ‘ Evrópumanna í augum Kínverja. Kínverji einn, sem var á ferðalagi í Evrópu, ritaði í dagbók sína á þessa leið: Hjer fyr meir áleit jeg, að Evrópu- menn væru trúleysingjar, er tignuðu engan guð. En nú sje jeg að þetta er misskilningur. Guð hafa þeir, sem þeir tilbiðja. Hann er venjulega frem- ur lítill; kringlóttur og f latur — úr silfri eða gulli — og oft með mannsmynd öðrumegin. Hann er líka til í annari mynd, og þá helst sem ferhyrndur pappírs- miði, með tölum og kroti á. Þessi guð er tignaður af einlægni hjartans, í samræmi við hið lága menningar- stig Evrópuþjóðanna. Rósir án þyrna. Á tilraunastöð einni í Ameríku, hefir danskur maður unnið að því undanfarin ár, að koma upp afbrigði rósa, sem væri þyrnalausar. Nýlega tókst honum að rækta eina slíka undraplöntu. Yar hún send forseta Bandaríkjanna að gjöf. Er þó úti um máltækið alkunna: „Engin rós án þyrna' ‘. Isafoldarprentsmiðja h.f. Sendisveinn hafði verið í verslun eitt ár, en ekki fengið neina kaup- hækkun. Einhverju sinni fór hann ó fund húsbónda síns. — Afsakið þjer, mælti hann, ætli jeg geti ekki fengið kauphækkun ? — Hvað hefirðu hugsað þjer að faia fram á mikið? — Jeg fæ nú 10 krónur á mánuði, en jeg skil ekki í að það mundi setja verslunina á höfuðið þótt jeg fengi 15 krónur. — Það finst mjer nú nokkuð mikið handa jafn litlum snáða og þú ert. — Hvað ætlarðu að láta mig fá mikinn heimanmund, pabbi ? — Heimanmund ? Þykistu máske vera trúlofuð. — Hvað er þetta, pabbi, lestu ekki blöðin ? — Jeg veit það vel, sagði strákur, að jeg er ekki stór, en síðan jeg kom hingað hefi jeg haft svo mikið að gera, að jeg hefi ekki haft tíma til I ess að stækka. Hann fekk umbeðna kauphækkun. Frúin: Veistu það að þú hefir ekki kyst mig einn einasta koss nú í hálf- an mánuð? Prófessor: Hamingjan góða, hver er það þá, sem jeg hefi kyst? — Þetta er ekki þefsalt, asninn þinn, heldur svæfingarmeðal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.