Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGT7NBLAÐSIN8 299 rniðnŒtursoIin. Tileinkað síra Helga Konráðssyni, Höskuldsstöðum, Skagaströnd. Hvar finnur þú ljóskrafta lyfta þjer nieir, en lágnættis draumljúfa tvísólnaveldi, þá kvóldsól í armlögum ársólar deyr á albjörtu, skýlausu hásumar-kveldi; þar hálfbrunnið aftanskin ár-roðann fæðir, í upprisu-dýrð alla sveitina klæðir. — Þiun andi frá dufti og dauðum rís meo degi í norðurheims paradís. Að voldugum heimi þá verður þíu sýn. Heil veraldarsaga er líðandi stundin. Þjer alveldi samúðar alls staðar skín, þá allt er að hníga í miðnætur-blundinn. Með lífinu sjálfu til grafar þú gengur. Þá grætur hver einasti hjarta þíns strengur. Þjer finst eins og lífið sje lagt í gröf, og lykjast um sál þína tímans höf. Hver svipmikil breyting í sólnanna geim, í sál þinni leikur á viðkvæma strengi, og opnar þjer nýjan og ónuminn heim, — sjá, ekkert kvöld getur varað lengi. I hafspeglum kvöldsólin glóhárið greiðir, þar geislandi ársólin faðm sinn út breiðir, og gull-lokka trafið um foldina fellur, þú finnur að lífið í brjósti þjer svellur; og upprisukraftur í æðum þjer rennur, þinn andi er fleygur, og hjarta þitt brennur, þá ársólin fæðist við ystu höf og allt rís lífið úr tímans gröf. Pjetnr Sigurðsson. Kvikmyndahundurinn Bin-Tin-Tin dauður. Símskeyti frá Hollywood hermir að einn af kunnustu kvikmyndaleikurum, hundurinn Rin-Tin-Tin hafi orðið elli- dauður, 14 ára að aldri. Rin-Tin-Tin var með í rúmlega hundrað kvikmyndum, og andaðist meðan verið var að kvikmynda „Eft- irlætisgoð heiðursfylkingarinnar". — Hann hafði kaup á við frægustu leikendur, oft 500 Sterlingspund á viku. Eigandi Rin-Tin-Tin var amerískur herforingi. Hann hafði fundið hund- inn í þýskri skotgröf í stríðinu. Seinustu 10 árin hefir Rin-Tin-Tin verið frægasta leikdýr Ameríku. Að vísu hefir hann átt nokkra keppi- nauta, svo sem „Pjetur mikla“, en hann bar af öllum, því að svo var að sjá, sem hann vissi að hann var að leika og vissi hvað kvikmyndir eru. Það kann að þykja undarlegt, að halda* því fram, að skepnur kunni að leika, en svo var það samt um Rin- Tin-Tin. Onnur dýr, sem notuð erú í kvikmyndum, læra hvernig þau eiga að haga sjer, en Rin-Tin-Tin tók margt upp hjá sjálfum sjer. Hann gat látið eins og hann væri óður, og hann rauk á menn og ljest bíta þá á barkann í grimdaræði, án þess að hann gerði þeim minsta mein. Hann gat Iíka látið ótvírætt í ljós sorg og gleði, þegar það átti við. Hann var snillingur, enda ljek hann aðalhlutverk í mörgum kvikmyndum, sjerstaklega í myndum, frá Alaska. Sjerstaklega hefir hann orðið frægur fyrir leik sinn í kvikmyndunum „The Call of Wild“ og „The Wolf-Dog“, sem gerðar eru eftir sögum .JíU'k London. \ Minnismerki Eberts. í Zweibriicken var nýlega afhjúp- ui' minnismerki Eberts, hins fyrsta l'orseta Þýskalands. Á minnismerkinu tr eirmvnd af honum og Rathenau og ■ Erzberger, sem voru ráðherrar í stjórn artíð hans. Vilhjálmur fvrverandi Þýskalandskeisari og Dom- rnes hershöfðingi. Myndin er tekin á baðstaðnum Zandvoort, sem er skamt frá Amsterdam.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.