Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS 297 Jarðgöngin á K e I d u m. staka drætti í lýsingu þessa fólks, þá er hitt víst, að með því að gera fulltrúa yfirstjettarinnar í þorpinu að þessu samsafni af mannleysum, úr- hrökum eða bófum, þá missir sagan alment gildi sem hlutlaus, sannorð og alvarleg lýsing á íslensku sjávarþorpi. Og á sama hátt rýrnar gildi hennar við öfgarnar og ósannindin í lýs- ingunni á almenningi í þorpinu. Af því að á Óseyri við Axlarfjörð ríkir „auðvaldsfyrirkomulag", þá vcrður að mála eymdina þar og menn- ingarleysið sem allra ófrýnilegast, — þessi hugsun virðist hafa verið efst í huga skáldsins víða í sögunni. Þegar ferðamenn koma í land frá strand-' ferðaskipinu hlaupa börnin á eftir þeim og hrópa: „Jeg skal drekka gruggið úr pollinum þarna, ef þú gefur mjer aur“, og á öðrum stað í sögunni sita nokkur börn á hlaðinu og „borðuðu skít“. Þessar eru hugmyndir fólksins um þingmann og þjóðkunnan flokksforingja í Reykja vík: „Hann hafði kringum sig flok'c rnanna, sem álitinn var hætttulegri en sjóræningjar, þeir voru bláir sem Hel, enda venjulega kallaðir bolsar í Kvöldblaðinu, og margir höfðu þá hugmynd að þeir gengju alls ekki á tveim fótum, heldur fjórum. Guð- mundur Jónsson kallaði þá bola, því hann uppnefndi aldrei menn nje skepnur og sá ekki fyndnina í því nð kalla þá „bolsa“. í þessum dúr eru margar blaðsíður, sem ekkert eiga skylt við alvarlega skáldsöguritun, en helst minna á forustugrein í „Spegl- inum“. Halldór Kiljan Laxness væri enn meira skáld en hann er, ef hann hefði manndóm í sjer til þess að vera í skáldsögum sínum ekkert nema skáld, eins og hann er alls staðar þar sem saga hans er fegurst og áhrifamest, — þessi saga, sem með kostum sínum og göllum er og verður höfuðverk í íslenskum bókmentum. Tveir smástrákar 'eru að tala saman. Annar segir: — H^yrðu, hvað er ekkja f Hinn: Það er kona, sem langar til að giftast aftur. Herra Matthías Þórðarson forn- minjavörður hefir ritað skýrslu góða um nýfundnu jarðgöngin á Keldum, í Lesbók Morgunblaðsins 21. ágúst þ. á. Án þess að vefengja skýrsluna. að neinu leyti, vildi jeg leyfa mjer að gera nokkrar stuttar athuga- semdir í þessu tilefni: 1. Göngin liggja undir hlaðinu og Varpanum, og hafa að líkind- um verið litlar útsmugudyr í Hlað- brekkunni. Hún er svo há, brött og löng, að vel mátti flýja þaðan vestur með brekkunni, án þess að sjeð yrði frá bæjardyrum, þó stór hópur stæði þar á hlaðinu. Varpinn hefir liækkað mikið á síðustu öldum, eins og alt túnið, af foksandi. Og Hlaðbrekkan hefir að sjálfsögðu gengið mikið fram, bæði af sandi og ösku, sem senni- lega frá fyrstu bygð þama, hefir verið varpað á sama stað í brekk- una, til nálægs tíma. Heitir þar Oskuhaugur, þó reyndar sje lægð r.iður brekkuna, en ekki haugur. Hefir askan þar bæði mnnið í læk- inn og fokið í grasbrekkuna á báðar hliðar. Þar að auki hlýtur brekkan, svona brött og margar mannhæðir, að hafa sífelt sigið smátt og smátt fram í lækinn, sem rennur fast við hana. Af þessu má gera ráð fyrir, að um margar aldir hafi gróin jörð færst langt fram fyrir -útsmugu- dyrnar upphaflega, og Varpinn hækkað mikið að framánverðu. Nýju útgöngudyrnar eru að hæð inni til, nálægt miðri brekku. 2. Göngin sýnast svo sljett og máð að innanverðu (nærri skál- anum), svo sem þar hefði verið nokkur umgangur, og strokist við þjetta moldarveggina. Kom mjer því í hug, hvort ekki gæti verið að matvælum hefði verið skotið þang- að, sjerstaklega til þess að forða þeim frá ránshöndum og hungur- munnum herflokkanna, sem gistu og rændu á Rangárvöllum á Sturl- ungaöld. Höfðingjasetrin og auð- ugu búin með frændum eða vinum þeirra, sem ofsóttir voru, fóru síst varhluta af slíkum heimsókn- um. Kom þá fyrir, að stórir flokk- ar settust í góð bú dögum saman og átu alt upp er ætilegt fanst lieima við, drápu búfjenaðinn til matar, rændu vopnum og öðru fjemætu, eða jafnvel brendu hús og menn og spiltu því, sem þeir komust ekki með. 3. Ekki hefir þurft nema fáa daga til þess að gera göngin. Hefir sjálfsagt verið byrjað að grafa við lækinn. Hann er svo vatnsmikill enn — og þó vatnsmeiri meðan Sandgilja rann í hann — að hann gat vel flutt moldina burt, svo ekkert bæri á henni síðar. Þó sjaldan væri kunnugt ná- kvæmlega um stað eða stund, nær ófrið bæri að höndum, eða her- flokkar kæmu að dyrum, fyr en samdægurs, þegar njósnir komust að, þá mun þó oftar hafa verið sterkur grunur og miklar líkur um slíkar heimsóknir, nokkuð löngu fyrirfram. Var því allur vari góður til undirbúnings. 4. Tilgáta hr. M. Þ. um það, á hvaða öld göngin sjeu gerð, þykir mjer sennileg. Held að ekki geti verið um annan tíma að tala en Sturlungaöldina, og ekki fyr eða fíeiri en 5 áratugi af 13. öldinni — 1230—1280. Á því árabili hafa að líkindum ekki aðrir átt búið á Keldum, en Hálfdán Sæmundsson Jónssonar í Odda, Loftssonar (um 1238—’65), Steinvör ekkja hans Sighvatsdótt- ir Sturlusonar (1265—-’70), og svo erfingjar þeirra, mágarnir, herra Sighvatur Hálfdánarson og herra Þorvarður Þórarinsson, er voru á Keldum að einhverjum hluta á þessum síðustu árum. Hálfdán lifði á stórfeldasta manndrápatímabili Sturlungaaldar, og á meðan stærstir urðu flokka- drættirnir og ránin þar eystra. Er því líklegast að eigna honum gangagröftinn. Um hitt er fremur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.