Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 6
150 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þessar ólukkufrjettir. Hún gat þess og að eftir bænir og lestra á morgun skuli skólameistarar kvaddir inn í stað og þeir skvdi þá skera úr, hverjir eigi að gerast rækir. Að því búnu fór stúlkan aftur leið sína, en piltar launuðu henni vel trúskapinn. Því næst fóru þeir að ráðgast um hvað þeir ætti að gera til þess að firra sig brottrekstri úr skóla og láta jafn- framt þenna ólukkukjaftaskúm og ótrygðarsegg fá makleg málagjöld. Þeir fengu lánað hjá manni einum á staðnum, er var þeim tryggur, rauð klæði, hatt, parruk, korða, stakk og stígvjel og larfa af smala manni einum. TTm morguninn þegar piltar voru nærfelt búnir með lestra sína, heyra þeir að biskupsþjenari kem- ur og ber síðan upp erindi sitt, að skólameistarar skuli koma á fund biskups. En er þeir eru komnir úr hvarfi, fara tveir piltar, en þó nokkuð torkenndir inn í stað, ná karlinum svo enginn vissi af, og bjóða honum með vinsemd upp í skóla að skoða hann sjer til gam- ans. Þegar hann kemur þangað, er þar þjófur bundinn við stoð, böðull í lörfum er að hýða hann og læst vera orðinn þreyttur. Vinnumaður spyr hvað þetta sje, honum er sagt. að þjófurinn sje hestastrákur Bjarna sýslumanns; hafi hann stol ið frá þeim peningum og tóbaki og sje því staðarböðullinn að dusta hann. Hann segir þá: „Mikil skömm er að þjer, ólukku strákur- inn þinn, að þú skyldir fara að stela frá svo góðum mönnum sem hjer eru“. Hinn svarar: „Haltu saman á þjer kjaftinum, þú manst víst ekki. þegar þú varst rekinn frá Þingeyrum fyrir iygar og hnupl“. Við þetta brást hann reið- ur við og §egir: „Jeg vildi jeg mætti jafna nokkuð um belg þinn“. Piltar leyfðu honum það, því að böðullinn ljetst vera orðinn uppgefinn og stóð á öndinni af mæði. Þegar liann er búinn að leggja 2 eða 3 högg í þjófinn, æðir sýslu- maður Bjami Halldórsson inn í skólann í klæðum sínum með korða og stakk og þjónn hans gengur á eftir honum. Það voru þeir Pjetur Björnsson og ólafur Stefánsson, síðar stiftamtmaður, báðir í dular- gervum. — Sýslumaður spyr með þjósti miklum: „Hvað er hjer ver- ið að gera?“ Þjófurinn hrópar upp: „Ó, góði herra, hjálpa mjer, að þessi bannsetti fantur drepi mig ekki“. Sýslumaður þrífur í hár hans ,fleigir honum flötum, ber hann og lemur með stokknum og trampar hann með stígvjelun- um, svo hann verður blár og blóð- risa. Piltar standa berhöfðaðir á- lengdar og biðja fyrir honum af allri auðmýkt og segja, að þessi góði maður hafi gert það fyrir sín tilmæli að hýða þjófinn, enda hafi hann spanað vinnumann upp á sig. Sýslumaður hættir þá að dusta hann, lýsir því yfir, hver fantur hann sje; skipar að því búnu að leysa þjófinn, er skýst í burtu, en lætur vinnumann upp standa, rek- ur fótinn í rass honum og rekur hann út úr skólanum. En 2 piltar fylgja vinnumanni með vinalátum og meðaumkvun og segja honum að leggjast. upp í rúm og láta sýslumann ekki sjá sig framar. Nú stóð svo á, að þessari „komedíu“ var lokið, er biskup og skólameistarar voru búnir að taka morgunverð sinn og tedrykk á eft- ir. Biskup sendir nú eftir vinnu- manni og lætur kalla hann fyrir sig. Hann kemur eins útleikinn og fyr er sagt. Biskup spyr hann, hver hafi leikið hann svo grátt. Hann svarar: „Sýslumaður Bjarni Halldórsson“. Biskup svarar: „Ljúgðu ei upp á sýslumanninn, hann er hjer ei“. Hinn svarar: ..Þar var engi annar en liann, mun jeg ei þekkja hann, sem hefi verið hjá honum í 5 ár“. Segist og hafa ]>ekkt hestastrák hans, sem staðarböðullinn hafi verið að hirta og skýrir frá bvígslyrðum hans í sinn garð. Biskup spyr ennfremur livar þetta hafi gerst. Hinn svarar í skólanum. Biskup spyr, hvort þetta hafi ei skólapiltar verið ? Hinn svarar, að fjarri sje það. „Þeir eru betri menn en svo; jeg ætla, að sýslumaðurinn hefði drep ið mig, ef þeir hefði ekki beðið fvrir mig og friðstilt hann“. Bisk- up áminnir hann að kalla það aft- ui, að sýslumaður Bjarni hafi leik- iö hann svo. Hinn svarar: „Jeg veit þið eruð vinir og viljið fylgja honum í þessari vondu athöfn við mig. En það var ekki nóg með bar- smíðina, hann laug upp á mig lýt- um og skömmum í áheyrn bless- aðra skólapiltanna; hafði hann mjer það fyr gert í drykkjurússi sínu, og þó hann sje hjer ei heima við bæ, þá er hann hjer þó ein- hversstaðar í grend, og ætlaði jeg ei,' að jeg mundi sækja þetta til yðar“. Nú varð biskup reiður og segir: „Farðu burt frá mjer, þú bannsettur þorpari og lygari, ilt er heimskum að leggja lið“, og þar með, snautaði karlinn burt. Skömmu síðar koma skólameist- arar hreifir af brennivíni frá bisk- upi og ganga í hús sitt. Varð þá fyrsta skólameistara að orði: „Jeg hefi nú verið svo mörg ár við skólann og veit ekki til, að svo sniðugt „skelmisstykki“ hafi ver- ið gert í skóla“. Hinn skólameist- arinn svarar: „Satt er þetta, verk- ið var ilt, en skarpleikinn að verja það er svo mikill og með svo for- undranlegu snarræði ,að það geng- ui fram af mjer. Við verðum að láta af og þegja, þó við þykjumst sjá sannleikann. En það er auð- sætt, að af þessum drengjum, sem nú eru lijer í skóla, er eitthvert stórt höfðingjaefni, og kannske enn fleiri, því trautt hefir einn alt þetta gert, svo eigi hafi fleiri í ráðum verið“. (Skrifað upp eftir gömlu hand- riti). Þ. H. B. — Það er einkennilegt að vakna við það, að maður sje kominn í fiugbelg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.