Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 3
V LESBOK MORGONBLAÐSINS 147 hafa skilið hlutverk sitt. Er sú best sönnun þess, að á síðustu öld- nm hafa mestu mentaþjóðir heims- ins smám saman slegið því föstu, að á bestu leikhúsum þeirra sje móðurmálið talað fegurst og rjett- ast. — Æfingin. Eins og gefur að skilja, hefir þetta kostað listamenn leikhússins mikið erfiði, og meira, en virðast kann í fljótu bragði. Það er alkunna, að t. d. hver grein hljómlistarinnar á sína lista- menn. Fullkomnun á því sviði út- heimtir geysilangan tíma. erviði, ástundun og fje, — auk hins allra nauðsynlegasta, listagáfunnar. — Það vita bæði guð og menn, að hver sá, sem t. d. vill geta haft minstu von um að verða aðeins sæmilegur píanóleikari verður að byrja nám sitt á unga aldri. Hvað góðum hæfileikum sem hann kann að vera búinn, verður hann að æfa sig og strita ár eftir ár, margar klst. á dag, til þess að ná nauðsyn- legu valdi yfir fingrum sínum. Auðsætt er því, hvað mikla vinnu það hlýtur að kosta leikarann, að ná valdi yfir öllum þeim márgvís- legu og ólíku kröftum, sem hans listiðkan heimtar. — Að ná fullri stjórn á því margbrotnasta og við- kvæmasta áhaldi, sem nokkur list hefir í þjónustu sinni — líkama mannsins — með öllum hans fjöl- breyttu hæfileikum. Þetta hefir bestu leikhúsum menningarlandanna æ verið ljóst. Þau hafa því verið ströng í kröf- um við hina uppvaxandi lista- menn sína, og ekki leyft þeim neitt kák. Þeir af þeim sem haft hafa þrautseigju til að gefast ekki upp, — hafa borið mikinn og góðan árangur ilr býtum. Þó að skilyrði og kröfur til tal- og leikmentar kunni að hafa breyst nokkuð gegn um aldirnar, þá er þó eitt sem ætíð stendur ó- haggað: Listamaðurinn verður að vinna og æfa sig, vinna og aftur að vinna. Skólarnir og framsagnarlistin. Margir þeir sem skóla sækja, taka fyrir einhverja ákveðna náms grein. Þetta nám verður svo oft sá grundvöllur sem lífsstarf þeirra byggist á síðar meir. Það er viðurkent, að eitt hið nauðsynlegasta af öllu námi sje móðurmálsnámið. Fram að þessu hafa þó íslensku skólarnir næstum algerlega van- rækt eina þýðingarmikla hlið þess- arar greinar, sem sje framsögnina — hina hljóðfræðislegu meðferð móðurmálsins. Það skal þó rjetti- Icga tekið fram, að undirlagi fræðslumálastjóra og kenslumála- ráðuneytisins var talkensla höfð um hönd frá því í des. s.l. \etur í 3. bekk kennaraskólans, og með kennurum barnaskólanna lijer í Reykjavík. Það liggur þó í aug- um uppi, hvað verulegur þáttur þetta er í þessari kenslu. Allra iielst fyrir þá sem samkvæmt lífs- stöðu sinni, hljóta að tala mikið fyrir fleiri eða færri tilheyrendur svo mörgum árum skiftir. Því verð ur tæplega mótmælt, að t. d. sje það mjög áríðandi fyrir kennar- ann að geta flutt mál sitt og kenslu þannig, að liann nái föstum tökum á nemendum sínum, svo að athygli þeirra haldist óskift og ævakandi í námsstundunum. Hæp- ið er að þetta takist, ef misbrestur er á tali hans og framsögn. Gáfaðir og mentaðir menn halda ágætar ræður, bæði að efni og ináli, en sem þó ekki að sama skapi ná tökum á tilheyrendunum, af því að framsögnin er gölluð. Þær ræður njóta sín betur við gaum- gæfilegan lestur, en í flutningi höfundarins. Jeg býst við því, að þessjr menn hefðu viljað talsvert til vinna, að þeir á unga aldri hefðu fengið tækifæri til þess að iðka tal- og framsögn, jafnframt hinu venju- lega móðurmálsnámi. Prestur einn erlendis messaði aldrei svo, að kirkja hans væri ekki troðfull. Oftast urðu menn frá að hverfa í stórhópum. Menn hlustuðu agndofa á málsnild hans og andans auðlegð. Hann hagaði áherslum sínum þannig, og mark- aði þagnir sínar, — og aðra með- ferð textans, á svo áhrifaríkan hátt, að tilheyrendurnir stóðu á öndinni af eftirvæntingu. Að honum látnum voru ræður hans gefnar út á prenti. En út- gtfandanuin til mikillar undrunar seldust þær illa. Nú fanst mönn- um ekki jafnmikið til þeirra koma, og áður. Hinn látni kennimaður hafði sem sje verið snillingur í flutningi og framsögn móðurmálsins, og ræður lians fengið tvöfalt gildi af vörum hans. Þeir, sem verið hafa viðstaddir rjettarhöld, og hlustað á sækjanda og verjanda flytja mál sitt, munu kannast við það, hve geysimikla þýðingu það hefir fyrir úrslit máls ins, hvernig tök hlutaðeigandi lög- fræðingur hefir á efninu, livað vel honum tekst að leggja sál sína og sannfæringarkraft í framsögn sína. Það tekst honum því aðeins til fulls, að verklag hans (teknik) nái tilætluðum tökum. Oft og einatt hafa úrslit mála, og afdrif sakborninga, oltið á tungutaki lilutáðeigandi lögfræð- ings. Fleiri stjettir gætu liaft sömu sögu að segja. Mörg eru dæmi þess, að vel máli farnir stjórn- málamenn hafi, — með sköruglega fluttum ræðum — bjargað stór- málum úr öngþveiti, og um leið tilveru og vellíðan heilla þjóða, o. s. frv. o. s. frv. Kensla. Að öllu þessu, — sem jeg hefi nú drepið á — og mörgu öðru athuguðu, virðist það fullljóst, að lærdómur og mentun, gáfur og meðfædd mælska er ekki einhlítt. Fögur og áheyrileg málsmeðferð þarf einnig að koma til skjalanna. Þar sem það nú er markmið skólanna að gera nemendur sína sem færasta um að njóta hæfileika sirna og kunnáttu í lífsbaráttunni, liggur )>að óneitanlega nærri að álykta sem svo, að kensla í tali- og framsögn eigi erindi inn í íslensku skólana. Margar helstu menningar- þjóðir heimsins hafa skilið þetta, og gert tal- og framsögu að skyldu grein í hærri sem lægri skólum. Jeg ætla ekki að fara út í það að þessu sinni, hvernig þessari kenslu er hagað. 1 stuttri blaða- grein. er ekki tækifæri til að fara út í þá sálma, svo að fullum not- um verði fyrir lesandann. — Það bíður betri tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.