Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 2
146 ínargra ára erfitt nám, einkum og sjerstaklega til þess að temja og fegra rödd sína, málfæri og alla framsetningu, áður en nokkur von var um að þeir fengju að taka próf, og hljóta leikaranafn. í þessu sambandi er rjett að geta þess, að þó hafa þessar þjóð- ir, — alt fram yfir síðustu alda- mót t— ekki skipað leikhúsunum á bekk meðal mentastofnana sinna. Fram að þeim tíma hafa þær skoð að leiklistina aðeins sem ljettvæga en ánægjulega dægrastytting. Indverjar. Það eru ekki nema rúm 140 ár síðan, að fyrsta indverska leikrit- ið ,,Sakuntala“, eftir Indverjann Kálidása, var þýtt á Evrópumál af Englendingnum William Jones árið 1789. Mikill hluti af sögu þessarar merkilegu þjóðar er hulin þoku, og lítt kunn nútíðarmönnum. Ein aðalorsök þess er talin að vera sú, að samkvæmt lífsskoðun Hindúa, láta þeir sig einu gilda um for- tíðina. Það er framtíðin — hin ókunna og áframhaldandi tilvera, — sem er þeim eitt og alt. Leikhússaga Indlands er þess vegna mjög óljós á löngu tímabili. Heimildir hafa þó fengist fyrir því, að leikritagerð og leiklist þeirra er eldgömul. Sagnir um það ná aftur í dimmustu fornöld. O- ljós er líka þekking nútíðarmanna á framsagnarlist þessarar þjóðar fyr á öldum. Þó er vitneskja um það, að leiksýningar þeirra byrj- uðu ætíð með bæn eða blessun. Segist heimildunum þannig frá: „Til að segja fram þessa bæn skal valinn sá, er fer með textann af alvöru og lotningu, og sem jafn- framt því hefir vald yfir fagurri framsetningu liins talaða orðs. — Skal liann prestsskrúða búinn (Brahman) og að öllu leyti haga sjer sem gerði hann þjenustu í l'.elgu musteri". Af þessu má ráða, að þegar á þeim tímnm hafa Indverjar kunn- að því skil, hvaða kröfur átti að gera til góðs máls, og fagurrar framsagnar. í heimildum þessu viðvíkjandi sjest greinilega, hve margt og mikið var þeim á herðar lagt, sem vildu gerast listamenn LESBÓlí MORQtlNBLAÐSlMS leiksviðsins. Ut í það skal þó ekki farið nánar, að sinni. Grikkir — Rómverjar. Elstu menningarþjóðir Evrópu, — forn-Grikkir og Rómverjar, stunduðu framsagnarlistina af mik illi kostgæfni á gullaldartímabil- iuu. Til eru sagnir um það, að menn þeirra tíma lögðu á sig mik- ið andlegt og líkamlegt erviði, til þess að ná valdi á tungutaki sínu. Flestir kannast við söguna um gríska stjórnmála- og mælsku- manninn Demosthenes, sem þjálf- aði rödd sína, með því að keppa við brimgnýinn við sjávarströnd- ina, með munninn fullan af stein- um. Skólar þeirra lögðu mikla á- herslu á, að kenna nemendunum, að haga vel orðum sínum, og að f'lytja mál sitt skýrt og með hljóð- fræðislegri fegurð. Gullaldarleiklnisin grísku og rómversku gerðu geysiháar kröfur til undirbúningsmentunar leikar- anna. Þeir urðu að geta dansað, sungið og lesið upp. — En fyrst og fremst var áhersla lögð á það, að þroska og fegra röddina — róm inn. „Leikara verður að dæma eft- ir rómnum. Stjórnmálamenn eftir vitsmununum“ sagði Demosthen- cs. Gicero segir svo frá: „Leikar- inn æfir rödd sína af mjög mikilli ástundun, og eftir föstum reglum. Hann b.vrjar æfingarnar snemma á morgnana á fastandi maga. Því hálsinn stirðnar eftir máltíð. Hóf- semi í mat er og talin nauðsynleg og sjálfsögð. — Þessar æfingar iðka þeir árum saman, bæði fyrir og eftir sýningar dag hvern, og oftast undir handleiðslu leikinna tidkennara“. — í maigar aldir voru grískir leikarar frægir fyrir sínar ströngu talæfingar, og miklu framsagnar- leikni. Breyting. Af þessu má sjá að mælskulist og fögur framsögn hefir jafnan verið í heiðri höfð. Mun óhætt. að álykta sem svo, að þessari list hafi verið enn meiri sómi sýndur fyr á öldum, en raun varð á síðar meir. Er þetta skiljanlegt, Á meðan prentlistin var ekki komin til sögunnar, var gildi hins talaða orðs enn meira en síðar varð. Á- ríðandi var að það nyti sín sem bcst. Eftir að prentlistin kom til skjalanna, og með henni bóka- og blaðaútgáfa í stórum stíl, breyttist þetta smám saman. Miðaldirnar. Allar miðaldirnar var framsagn- arlistin iðkuð og virt, Prentlistin var enn á bernskuskeiði. Bækur voru dýrar. Bæði andlegrar og veraldlegrar stjettar menn lögðu stund á mælskulist og fagra fram- sögn. Sumir þeirra urðu svo mikl- ir meistarar í þessari list að orð- stír þeirra barst víða, og er enn við líði. Kirkjufaðirinn, Jóhannes frá Antiokiu, tamdi sjer mælskulist með svo stórkostlegum árangri, — að hann var nefndur hinn þrett- ándi postuli, og fjekk viðurnefnið gulhnunnur (Chrysosthomus). — Það var talinn mjög merkur liður í almennri mentun, og verulegt at- riði í uppeldi þeirra tíma, að geta t. d. flutt vel fagurt kvæði. Hærri sem lægri skólar í Evrópu iðkuðu nú mikið leiklist, og skrif- uðu skólastjórarnir sjálfir oft leik- rit þau, sem tekin voru til með- fcrðar. Þessar skólasýningar voru ekki hafðar um hönd einungis til skemtunar, lieldur og í uppeldis- íræðislegum tilgangi. Aðalatriðið var þó það, að æfa og fullkomna nemendurnar, í fögru tali, og rjettri framsögu, án nokkurs til- lits til leikhússtarfsemi síðar meir. Leikhúsin og framsagnarlistin. Aldir liðu. Prentlistin varð æ fullkomnari. Bækur og blöð náðu meiri útbreiðslu. Meira varð lesið, minna sagt frá munnlega en áður. Framsagnarlistin fjekk ákveðn- ara og afmarkaðra svið. Eins og áður er um getið, höfðu leikhúsin frá upphafi vega lagt mesta stund á þessa list, og hafði hún því náð meiri fullkomnun þar en annars staðar. Og þar sem tal- og framsagnarlistin er svo ná- tengd sjálfri leiklistinni, að þær verða varla aðgreindar, var það eðlilegt, að leikhúsin yrðú varan- legur sama staður þessarar listar. Leikhúsin hafa sýnt, , að þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.