Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 4
148 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Talkór. Uti í heiminum eru framfarirn- ar í framsagnarlistinni stórstígar og margvíslegar, einkum nú á seinni árum. 1 útlendum ritum sem um leikhúsmál fjalla, grúir af frá- sögnum er bera þessa ljósan vott. Er þetta gleðilegt tímanna tákn. Ástæða væri annars til að ætla, að nú á þessum útvarps- og talmynda tímum væru allir söng- og talkenn arar önnum kafnir. Svo langt er þetta þó enn ekki komið, að hver leikari, söngmaður, og ræðumaður hafi sinn eigin þjálfara (Træner). í því gætu hnefaleikamenn aldar- innar verið þeim fyrirmynd. Nýtt form fyrir þjálfun raddar og framhurðar, eru hinir svo nefndu „Talkórar", sem á síðustu árum hafa vakið mikla og sjer- staka athygli hjer í Evrópu. Þeir eru einnig notaðir við leiksýning- ar. Talkórar þessir hafa átt erindi til verkalýðsfjelaga — til ræðu- manna — og talklúbba — og þá auðvitað líka til listamanna leik- hiísanna. Jeg hafði einu sinni tækifæri til þess að vera viðstaddur eina af þessum talkórsæfingum, sem var stjórnað af dr. Vilhelm Leyhau- sen. Þessi gáfaði og sjerkennilegi listamaður er stofnandi fyrsta tal- kórs Þýskalands. Fyrstu tilraunir sínar í þessa átt gerði hann 1914. Hann var þá docent í tali við fjöl- listaskólann í Köln. Við þær til- raunir notaði hann 16 nemendur sína. — Margir álitu hann brjálaðan. Árið 1920 var leikur Aischylosar „Persar“ sýndur í Kölnaróperunni undir stjóm Leyhausens og með talkóri hans — ásamt bestu lista- mönnum ríkisleikhússins þýska. — Og vanp þá talkórinn algerðan sigur. Þetta var fyrsta tilraun sem gerð var í Þýskalandi til að sýna fomgrískan harmleik í rjettum grískum stíl. Árið eftir var dr. Leyhausen kallaður til háskólans í Berlín, til þess að stofna og stjórna talkóri háskólans. — í þeim núverandi talkór hans’ eru 100 manns. — Allar stöð- ur, hreyfingar, og hver einasti raddblær er hugsaður og ákveð- irm af Leyhausen. Voldugar hljóm- bylgjur hins mælta máls rísa og falla. — Djúpar, fullar, sterkar karlaraddir svara mjúkum, björt- um kvenröddum. Nú niðandi, seitl- andi eins og lítill lækur, — svo ólgandi, drynjandi sem voldugar úthafsöldur. — Hrynjandi málsins er orsök hreyfinganna, eða hreyf- ingarnar orsök orðanna. Þetta merkilega starf er á góðum vegi með að verða þýðingarmikið menn ingarmál. Ekki einungis frá list- rænu — heldur frá uppeldisfræði- legu sjónarmiði skoðað. Þær kóræfingar sem em full- æfðar, eru teknar á hljóðplötur, og þær síðan notaðar til fyrirmyndar, og útskýringar við háskólafyrir- lestra um móðurmálið. Sýningin á „Agamemnon' ‘ í febr úar s.l. með talkóri háskólans, stóð undir vernd kirkju og benslumála- ráðuneytisins þýska, og fór fram með aðstoð bestu leikara ríkisleik- hússins. Svo náin samvinna milli leikhússins og háskólans hlýtur að skoðast sem þjóðfjelagslegt menn- ingarmál, með óútreiknanlegum framtíðarmöguleikum. Útvarpið og framsagnarlistin. 1 þeim löndum, þar sem útvarps- starfsemi er komin í allfastar skorður, hefir reynslan sýnt það, að samvinna útvarps og leikhíiss er allnauðsynleg. Eitt af merkustu atriðunum, á dagskrá þessa nýja menningartæk- is er oft og einatt leikrit, lesin eða leikin. Svo og framsögn, á ýmsum öðrum ágætustu bókment- um heimsins. Leiðir það nærri af sjálfu sjer, að leikritin — og raunar flest önnur framsögn í útvarpið — er framin af listamönnum leikhúss- ins. Éða þá að minsta kosti af þeim, sem náð hafa mikilli og við- urkendri leikni í framsaernarlist- inni. Að nota til þess aðra, yrði jafnilla þegið — og því þýðingar- laust — eins og ef einhverjum al- gerðum viðvaningi væri fengið í hendur aðalhlutverk á opinberu leikhúsi. Þannier er þetta úti í heiminum. Hjer á fslandi er þessu öðru vísi héttað, og af eðlilegum ástæðum. Hjer er — sem kunnugt er — ennþá engin föst leikarastjett. Þar af leiðandi eru þeir fáir sem náð hafa nokkurri verulegri leikni í tali — og annari meðferð máls. Þetta er eitt af því, sem gerir útvarpinu íslenska erfitt fyrir. — Hjer er um frekar fátt að velja, svo að dagskráin hlýtur að verða fábreytt. Það er því skiljanlegt þó að sumt af þeirri framsögn sem heyrist hjer í útvarpið, fullnægi e'kki þeim kröfum sem á að vera hægt að gera til slíkrar stofnunar. — Efalaust stendur þetta til bóta — útvarp íslands er enn á fyrsta ári — en þó því aðeins að eitthvað sje reynt að gera til end- bóta. Óneitanlega er þetta þess virði, að því sje gaumur gefinn. Jeg ætla mjer ekki að fara að knje- setja þá menn sem ráða við þessa stofnun. En vjer ættum ekki að þykjast of góðir í þessu efni. Allvíða semur útvarpið við bestu leikara leikhúsanna, um að æfa ákveðið efni, sem er svo útvarpað með vissu millibili á hverjum vetri. Hjer mundi það líklega geta orðið verulegur liður á dagskrá útvarps- ins — sem hefði bæði fróðleiks — og mentagildi, ef útvarpsnotendur fcngju við og við að heyra t. d. eitt af bestu leikritum heimsins, scm munu vera mörgum ísl. út- varpsnotendum lítt kunn. Það er ætlast til þess, að hjer rísi upp nýtískuleikhús. — Ef það þá verður komið áður en leikstarf- semi þessa bæjar er köfnuð í ó- skiljanlegum flokkadrætti. — En nánar um það síðar. — Alment eru fslendingar mjög ó- kunnugir leikhússtarfsemi og leik- list. Er þetta eðlileg afleiðing þess, að aldrei hefir verið fast leikhús á þessu landi. Allur þorri manna — jafnvel sumir þeir er leikdóma skrifa — veit ekki deili á algeng- ustu tegundum leikrita. Hvort það er skrípaleikur (Farce), skopleik- ur (Komedie), gleðileikur (Lyst- spil) o. s. frv. / Gæti ekki þetta, sem bent hefir verið á, orðið einn liður í því að undirbúa íslensku þjóðina til þess að skilja betur leikritagerð og leik list, svo að hún yrði betur við því búin að veita leikhúsinu viðtöku — sem hlýtur að verða alþjóðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.