Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 5
nesið. Eftir nákvæma athugun taldi skipstjóri ólendandi. Og þótt ef til vildi mætti með illum leik koma nokkurum mönnum á land lausum og liðugum, þá var þar að litlu að hverfa, vistalaus og alls- laus á evðistað fjarri mannábygð- um, þegar ekki var hægt að koma í land flutningi. Var þá haldið til Rekavíkur (bak Látrum) er það næsfa bygð við áfangastað okkar. Vík þessi er fvrir norðan Stránm- nes og skerst. inn á milli sæ- brattra hámramúla, er heita Skor- ar, að vestan, on Tfvesta að norðan. Fóru rnargir okkar í land á skipsbátnum óg var okkur tekið með frábærri alúð og gestrisni. Aðeins einn bær er í Rekavík og ber sama nafn og víkin. Stendur hann undir Skorarfjalli, vestan- vert í víkinni og er hann á bakka- brúii undir brattri fjallshlíðinni örskamt frá sjó. Dalkvos mikil er í fjallið beint upp af bænum, er heitir Öfdudalur. Klettabelti, há og hrikaleg eru beggja megin við dalsmynnið. Á jörðinni Rekavík er tvíbýli. Búa bræður tveir, skil- getnir, í sama bæjarhúsi. Mjer var tjáð að bræður þessir liafi ekki mælst við stakt orð nú um sjö ára bil undanfarið. Rekatrje og viðarhröngl, sam- anborið, er á dreifingi þarna í víkinni til og frá, Eru þessi reka- trje mjög misjöfn að lengd, gild- leika og öðru ásigkomulagi: Sum tætt og trosnuð, nöguð, sorfin og hálfetin eftir ís og Ægi. Sum brotin og höggvin, brömluð og klofin eftir árangurslaust land- tökubrölt við klettabjörg og stór- grýti, samfara heiftugri hrygg- spennu og fangbrögðum við haf- sjóa og brimrót. Sum hrúðruð og gegnumsmogin eftir trjeátuna og maðkinn, holdtálguð, hrukkótt og innþomuð, fótfúin og rauna- mædd, gráleit og guggin, eins og ellibeygð, örvasa gamalmenni eft- ír langa öreigaæfi og vonlaust strit og stríð, gegnum sorgir og skort. Og nú eru þau komin, — komin á sveitina — þessi rúna- kefli. Sjónlaus og heyrnarlaus ráku þau að landi eftir sjötíu ára volk í íshafinu. Iljer skulu þau falla til jarðar, fúna og brennast, eftir vanþakklátan æfiferil og TÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS þrotlausa baráttu og hrakninga í ólgusjó lífsins. Sum- hafa verið borin undan sjó og eru til að sjá eins og upp- blásnar beinagrindur, sem storm- arnir hafa að leiksopjii. Þarna eru ]>au í stærri og minni haugum, hvít og skinin, afvötnuð og skræln- uð, rifin og veðruð af regni og sól. Sum rekatrje finna hvergi land. Þau lirekjast í öldum hafs-, ins, uns þau sökkva til botns og» hvíla þar gleymd og grafin eins og sveitalimir í krrkjugarði. I'að er brjóstumkennanlegt jíett’a- hvítiV skrælhaða rekatrjáhröngl á grjót- kiimbunum. Þar eru sam.an kpfnin krosstrje liinna sönnu örlaga mústarans, ■-—- sjálfgerð minnis- merki á grafir kristinna, sem bera. vilja á brjósti krossins lieilaga trje. Skinin rekatrje. —- Örlög. — Beinagrindur! Skipbrotsmönnum liefir skolað upp á eyðiströndu og orðið hung- urdauðir. Þegar hið stutta sutna.' er liðið og maðkaflugan er þögn- uð, hjalar froststormurinn sínE þunglyndislegtl ljóð. Hann smýg-j ur á ntilli rifbeinanna og inn í liolar leggpípurnar, slettir móðri, lafandi tungunni á slaka strengi þessarar beinahörpu, svo kveður við ýlandi hljóð, langt og ámátt* legt meðan stormurinn þýtur leið sína. Svo er það andartak, að dökk húmblæja breiðist yfir sjónarsvið norðursins. Þarna fyrir ofan snar- bratta svellaða fjallsöxlina, yfir himingnæfandi tröllahlöðum klett- anna, er það máninn, sem veður gegn um rosaský. Og nú vindur hann sjer fram úr skýinu og glott- ir, þessu alþekta glotti, sem end- urspeglast í berum liauskúpum og holum augnatóftum, er mæna frá jörðinni upp á móti stjörnuhimn- inum, meðan skuggarnir -stíga dans í holdlausum skoltunum svo kjálkarnir japla eins og þeir vilji segja eitthvað, sem enginn skilur fyrir sogandi brimgarðinum og dragandi útsoginu, t>r urgar sam- an grjóthnöllungunum við brattan fjörukambinn. Ætíð, er jeg lít rekatrje augum, Araknar í mjer íslendingurinn og ættjarðarástin, og þá finn jeg hinn bróðurlega skyldleika mann- anna í guði, 61 ’ Erum vjer ekki allir rekatrje, stór og smá, er hrekjumst fyrir stormi og öldum á liafi timans og tilviljun og örlög ráða hvar ber að landi? . i „Hver tæmir alt það timburrek af timans Stórasjó“ ? I Rekavík má heita að sje ekk- ert undirlendi. Víkin liefjr áður verið fjörður ogbylúi] stórt vatn mest alla víkina milli fjallshlíð- anna. Hið sama má segja um Fljótavíkina. na;stn vfk fyrir norð- an flvestu. Trjáreki er 'nokkur enn á Ströndúm en þó nmrgfalt minni en áðiir fyrri. Hvalbein og gömnl rekatrje finnast Aríða á láglendi langt frá sjó og er það ásamt mörgu iiðrh .Ijpyt merki þess, að landið' Jtefir á þessum stöðvum risið úr sæ og_ það eigi alllítið. [ Rekavík e.r faííegt, ekki er hægt að-segja ’ nrmað. En öm- umlegt má vern í þessiirn afskektu útkjálkavíkúm í stórhríðutn vetr- arins. Hjer ríkir vetur átta mán- Juði á ári, í tign og almætti, klædd- vj r konunglegum triillaskrúða -hins Caorræna ævintýraheims. Þegar ' loks vorar og sól er liæst á lofti, Irekkur grjótið í sig hitageisl- ana og kastar þeim milli kletta- beltanna. Hinn þykki snjófeld- ur bráðnar þá óðfluga fljótt' Og veltast lækirnir, iðandi og 'glifr- andi, eins og silfurbönd, niðúr brattar hlíðarnar. En í lægðum óg bollum fjallahlíðanna. milli urð- anna og grjótskriða, er allra át'ta skjól fyrir næðingum og jurta- gróðurinn felst grænn og safamik- iil undir snjónum allan Areturinn. FjöIIin hjer á Ströndum eiga hylji af tign og fegurð er geýmist enn ónumið. Þar eru ótæmandi og óteljándi verkefni fyrir íslenska listamenn og andlegt forðabúr stórfenglegra viðfangsefna. Nátt- úruöflin, frjáls og óháð leika hjer stórfenglegan tryllingsleik. Hvergi á íslandi er brimið tilþrifameira, litbrigðaljóminn fegurri, norður- ljósin skærari. Framh.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.