Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 4
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gerst hefir síðustu þúsund árin. Ætli hún muni þá tíð er hún var aðeins einn lítill bóndahær reistur af rekavið, torfi og grjóti? Fari það norður og niður. „Kýrin veit ekki að hún hefir kálfur verið“ og hún þarf heldur ekki að vita það — aðeins hún mjólki vel og sje dugleg að eiga kálfa, og sama má segja um þig, Reykjavík góð. Ef til víll ertu hrædd og kvíðin yfir því að „sagan endrirtaki sig“ og þú eigir aftur að verða einn lítill bóndabær á Arnarhóli! En það verður ekki þú sjálf heldur dóttir þín, því þú ert orðin gjaf- vaxta. Og þarna eru börnin })ín, Hegri og Katóla*, sem þú áttir í lausaleik með útlendum víkingum. Og svo eru á þjer skjallhvítar bólur, framan og aftnn**. Skárra er það siðferðið! En þú munt segja. Reykjavík litla, að betra sje að eiga lausaleikskróga en engin börn, og munt þú hafa rjett að mæla ef þú getur alið þau upp í „guðsótta og góðum siðum.“ I Á „Heirmóði." Nú erum við kómin út í fló- ann. Aldan stækkar og stormurinn vex. „Hermóður“ litli er þraut- hlaðinn og stingur framstafninum undir hverja stærri öldu um leið og hann öslar áfram og erfiðar, hvæsandi og stýnjandi. En öld- urnar veltast, flaksandi og fliss- andi aftur eftir þilfarinu og láta kylfu ráða kasti hvar þær lenda. Og meltingarfærum mínum er að verða fullboðið. Þau vilja dansa með öldunum og efu ólm tii þátt- töku. Það er kölluð sjóveiki, og jeg hendist að öldustokknum, beygi mig fram yfir hann og engist sundur og saman í ein- skærri fórnfúsri lotning til þessa stórveldis, sem nefnist Ægir kon- ungur og maigur smákonungurinn hefir orðið að auðmýkja sig fyrir. Þarna kemur fýlungi. Hann hrykkist og hnykkist til í Storm- inum og lætur sig falla niður að efstu öldu-kömbunum, en alt í einu sækir hann í sig veðrið og * Kolakraninn og Katólska- kirkjan. ** Olíugeymarnir, rennir sjer beint í vindinn, bústinn ágengur, svifþungur en svifviss. Hann rennir sjer rjett hjá mjer í stórum sveig, skekur sig allan og hristir hausinn eins og hann vilji segja: „Nær að eta ögn minna, fjelagi. Þú þenur út maga þinn á alls konar krásum og safnar ýstru, en jeg og fjelagar mínir sveltum í þúsundatali. Svo hefir þú ekki etið síld, en þú telur liana samt nógu góða handa okk- ur hinum“. — Jæja, karlinn, þú ert þá sósíalisti!, hugsa jeg. Og með því jeg sje engan mann á þilfari, þá tek jeg það ráð, að stinga mjer undir þiljur, en fyrir aftan skipið flaksast nokkrir fýlar og skeglur með háværu rifrildi vit af spýjunni. Á leiðinni niður í „káetuna“ rakst jeg á matsveininn. Hann sagði mjer, að hver hola og smuga í skipinu þar sem menn gætu ver- ið, væri upptekin. Jafnvel á kola- kassanum í eldhúsinu lægi sjó- veikur farþegi. „Lúkarinn fram á“, sagði hann vera troðfullan. Matsveininum mæltist vel, og svo fór hann sína leið og jeg nuna. Jeg hafði oft ferðast meðfram strönduni landsins í meiri mann- þrengslum en nú. Og gólfið var þó mannlaust. Ekki var hægt að tala um veruleg þrengsli á meðan. Rjett í þeim svifum, sem jeg er að hringa mig niður á gólfið, fær skipið bárukast. Búnki af ferða- töskum rjúka fram á mitt gólf. Stór blikkfata með uppsölu kem- ur skurrandi einhvers staðar frá og steypist um koll, en töskurn-' ar æða um gólfið og skriplast til og frá í grængoiandi spýjunnl. „Slíkt skeður of) á sæ“, og við svona tækifæri gildir snarræði, sem sjóveikur landkrabbi gæti kallað „að verjast áföllum". — Þetta skeði í borðsal yfirmann- anna. Lítill bekkur er við mat- borðið. A honum hvílir stór kona og fönguleg. Það er vitavarðarfrú- in á Ondverðarnesi. Jeg mæltist til að mega hýrast til fóta henn- ar og þótt bekkurinn væri ekki of stór fyrir hana eina, þá tók hún mjer lofsamlega. Svo hring- aði jeg mig saman við fætur þess- arar góðu konu. Við mæltum fátt saman, en samkomulagið var bið ljúfasta. Eins og sannir krosg- berar lítillækkuðum við okkur hvort fyrir öðru og köstuðum upp bæði í sömu fötuna. Sjóveiki er angur og kvöl, engu betri en landfarsótt og auk þess bráðsmit- andi. Hugsunin verður sljp iög flöktandi, sannarlega ekki • á marga fiska. Hinn stæltasti sjálf- stæðismaður gerist ósjálfrátt só- síal-demókrat meðan hann er sjó- veikur. Og ekkert íhald fær þar staðist. Lifur og lungu, magi og munnur, rísa .upp og andmæla nú ósjálfrátt veldi vjel-bullunnar, sem stynjandi, stimpar og veltir gnauð- andi skrúfuöx-linum, er lætur hina einföldu, lítilsigldu skrúfu berja löginn í einhvers konar blindu skrílsæði. Það er eins og höfuð- skepnurnar eigi varðhunda í hverri báru, svo ait verður undir högg að sækja. Þeir geisast fram ýmist einstakir eða í hópum, fitja upp á trýnið svo skín á skjall- hvítan tanngarðinn og vígtenn- urnar. Og þegar úr hófi keyrir veour aii á súðum. Þá verður mörgum landkrabbanum flökurt og hættir til að svitna á baki og enni. Á Ondverðarnesi var hin góða frú frá mjer tekin og fylgdi hún manni sínum í land. Hann hafði hvílt hjá okkur, mjer og konu sinni, þessa ljósu sumarnótt. — „Þröngt mega sáttir sitja“, hljóð- ar máltækið og vil jeg til sann- indamerkis lýsa stöðu hans við þetta tækifæri: Fyrst voru tveir fætur ásamt fótleggjum og settist það alt að á matborðinu og var staða þeirra miklu hærri en ann- ara líkamsparta er áfastir voru. Pessu næst kom sitjandi og hafði hann bækistöð sína á töskuhlaða, sem staflað hafði verið á gólfið, og síðast en ekki síst var höfuðið og hvíldi það við vanga konu hans á bekknum. Við kvöddumst með kærleikum og buðum hver öðrum að drekka kaffivatn með sykurmola, næst þegar fundum okkar slægi saman, er að sjálf- sögðu verður einhvers staðar í himnaríki. Á vesturhjara íslands. Að morgni hins 4. júlí komum vjer að Straumnesi eftir þriggja dægra ferð frá Reykjavík. Var þá norðyestau undiralda og brini yið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.