Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 2
58 1ÆSBÓK M0SQÚNBLAf>8Öͧ ■ - í. B-;.rtláar<i ■- Hið nýja þinghús Finna í Helgsingfors, sem á að vígja liirín 7. marsmána$ar. kvöld, hún daríðþreytt, að bíla- skúr hans. Þar fær hún ékkert dð borða og býr hann hjónasæng þeirra þar í skúrnum. Um nóttin i fær hún ekki að sofa fyrir hávaða og um inorguninn verður liún að þiggja með þökkum matarbita. Við þetta mótlæti minkar skap hennar og í leikslok er hún auð-- sveip eiginkona. Til að „modernisera" leikritið hefir að vísu verið skeytt inn í orðum og liendingum, en það hefir verið gert svo laglega, að stýllinn heldur sjer alveg. Einnig hefir verið slept forleik, sem ekki kem- ur leikritinu við. Er þar flæking- ur, -rsem legst drukkinn að sofa og sveinar aðalsmanns leika sjer að »ví, að gabba hann, svo sem Jepþa á Fjalli. Gera þeir hann að aðalsmanni og láta leika leikritið fyrir hann. Leikurinn var í hinum nýja búningi sínum með leiktjöldum íir nýtísku byggingum, skýjaborgum, hæturklúbbum o. s. frv. fjörugur og ljettur. Áhorfendur mistu af engú og enginn kendi þreytu, því að efnið hjelt öllum föstum. Bodil Ipsen og Poul Reumert bættu nýj- um sigri við frægð sína. Virðist þeiírí gefast betri kostur að fást við nútímaleiklist á Dagmarleik- húsihu en áður á konunglega leik- húsiríu, og er það vel farið. Án þeirra hefði tilraun Hellesens án efa misheppnast. Piscator-leiksviðið í Berlín hefir hú mist all-mikið af frægð þeirri, sem það hafði fyrir nokkrum ár- um. Er það að vísu ekki nema eðlilegt, því að alt of mikil áhersla er lögð á auglýsingar fyrir svojet- Rússlandi, til þess að leiksviðið geti sem listræn stofnun náð rjetti sínum. Nú er þar sýndur rúss- neskur gamanleikur „Tunglið frá vinstri hlið“, eftir mann, sem í leikskránni er talinn með helstu leikskáldum USSR. Fjallar leikur- inn um ástalíf karls og konu á tímum fimm ára áætlunarinnar. Sumt í leikritinu er spaugilegt og elskendurnir, ljóshærður Rússi og Gyðingastúlka, ljeku hlutverk sín mjög eðlilega. En all-flest misti marks, þrátt' fyrir heiðarlegar til- raitnir leikpndanna, Leiktjöld eru með nokkuð sjer- stöku móti. Er mest lagt upp fir því að „gefa í skyn“, svo sem gluggi, sem harígir 1 lausu lofti og talsími án sambands o. s. frv. Hafði það einkennilega tómleg áhrif, þrátt fyrir það, þótt þess háttar leiktjöld sjeu notuð með góðum árangri annars staðar. — Annars er leikhúsið sjálf ónotalegt og ljótt, enda gamalt og úr sjer gengið og því ver í samræmi við hin yfir-nýtísku leikrit, sem hinn kommúnistiski leikflokkur sýnir. Öðru máli er að gegna með „Deutsches Theater“, sem stjórn- að er af Max Reinhardt. Þar er nú sýnt sögulegt leikrit „Elísabet Englandsdrotning“ eftir Ferd. Bruckner. Leiknum hefir Heinz Hilpert stjórnað, en aðalhlutverkið Elísabetu, leikur hin fræga leik- kona Agathe Straub. Filippus Spánarkonung leikur "Werner Krauss. Efni leiksins er tekið úr lífi Elísabetar drotningar, ófriðn- um við Spánverja og samsæri Essex lávarðar. Meðferð höfund- ar er lausleg og frá sjónarmiði leiklistar ljeleg. En þeim mun merkilegri er meðferð leikstjórans. Hefir hann sett leikinn upp að nokkru leyti í geysimiklum tvÖ- földttm sýningum, er sýna bæði í senn, Filippus Spánarkonung og Elísabetu og hirðir þeirra beggja. Þessi nýstárlega meðferð gerir það, að vert er að sjá leikritið, enda hefir verið stanslaus aðsókn að því nú í næstum tvo mánuði. í frágangi er alls staðar reynt að þræða virkileikann sem mest, enda eru leiksviðin nýstárlega eðlileg. Að ekkert hefir verið til sparað sýnir, að flest hlutverkin eru í höndum þjóðkunnra leikara. Ut- búnaður þessa leikrits er að svo miklu leyti í beinni mótsögn við boðorð nýtísku leiklistar — alt sem einfaldast — að ekki verður hjá því komist að gera samanburð. Hjá næstum öllum verður niður- staðan sú. að gamli útbúnaðurinn sje meira sannfærandi og dragi betur athyglina frá því, að áhorf- endur sjeu í leikhúsi. En hin nýja list vekitr spurninguna um það, hvort vert sje að gleyma því. Frakkar hafa svarað — óbeinlínis —• á þann hátt að klappa í miðjum þætti og heimta sumar setningar endurteknar, eins og söngvari ■fendurtekur lög. Þeir kæra sig eFki um að gleyma því, að þeir sjeu í leikhúsi. Og svari nvi hver spurningunni fyrir sig. Berlín, 21. jan. 1931. B. G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.