Vísir - 11.05.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1970, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Mánudagur 11. maí 1970. VISIR Utgefandi: KeyHjaprent n.». Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Péturssoo Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 165.00 ð mánuði innahlands t lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda b-f. ______ taBsiiiæ-••'axn iwmwiiwi ibpihhwwwwbhbhwi JÓN HJARTARSON SKRIFAR ANNAL MÁNAÐARINS: Eldur og brennivín Hóflegar kröfur námsmanna X>ótt öldurnar hafi risið hátt út af ólögmætu fram- ferði fámennra hópa manna í sendiráðinu í Stokk- hólmi og menntamálaráðuneytinu hér heima, má fólk ekki missa sjónar á þeim vandamálum námsmanna, sem eru undirrót atburðanna. Þeirri staðreynd verður ekki mótmælt, að mjög erfitt er oroið fyrir félitla námsmenn að mennta sig erlendis. Ekki stafar það af því, að stíiðningur ríkis- ins hafi minnkað. Hann hefur margfaldazt á fáum árum. I erlendum gjaldeyri hefur hann aukizt meira «i sem nemur verðhækkunum erlendis. En jafnframt hefur eiginn kostnaðarhluti námsmanna aukizt í ís- lenzkum krónum, svo og versnað aðstaða þeirra til að vinna sér inn háar fjárhæðir í fríum. Námsmenn eru ekki að fara fram á neitt óheyrilegt, þegar þeir segjast vilja, að á fjórum árum verði því marki náð, að námsmenn fái lánað það fé, sem þeir þurfa umfram eigin tekjur sínar. Stjórn lánasjóðsins er í höfuðatriðum sama sinnis. En það er á valdi Al- þingis að ákveða fjármagnið hverju sinni, þegar fjár- lög eru afgreidd. Og verði fjármagn sjóðsins aukið jafnört á næstu árum og gert hefur verið undanfarin ár, þurfa námsmenn ekki að óttast, að markmiðið ná- ist ekki. En námsmenn eru alls ekki vel settir, þótt gengið verði að þessum kröfum þeirra. Þeir munu að loknu námi sitja uppi með skuldabagga, sem getur numið allt að einni milljón króna á mann. Slíkt er auðsæilega gífurlegur fjötur, einkum vegna þess að tekjujöfnuður er meiri á íslandi en í öðrum löndum heims. Kjör há- skólamanna eru ekki svo góð, miðað við aðra borg- ara, að þeir geti greitt skuldir sínar af þeim mismun. Nokkrar horfur eru á því, að tekjumunur aukist hér, enda telja flestir, að slíkt yrði til bóta, þótt ekki væri nema til að hvetja menn til menntunar og dugnaöar. Ef til vill mun sú þróun nægja. En líklegra er samt, að breyta þurfi einhverju af þessum lánum yfir í stvrki. þegar sýnt er, að viðkom- andi lánþegar i::.ra i»>laö prófi og eru snúnir heim til starfa. Krafa um slíkt væri í fyllsta máta eðlileg, að minnsta kosti sem krafa. í ljósi þessa er óhætt að fullyrða, að kröfur náms- manna í vetur hafa verið svo hófsamlegar, að virðing- arvert er. Þeir hafa í vor aðeins verið svo ólánsamir að láta Æskulýðsfylkinguna hleypa málinu út í ógöngur. Æskulýðsfylkingunni hefur tekizt að not- færa sér gremju námsmanna til að koma á framfæri rugli sínu um tekjumismun á íslandi, kúgun láglauna- fólks, atvinnuleysi og efnahagslegt öngþveiti, sem erlendir fjölmiðlar hafa sumir tekið upp. Jafnframt hefur Æskulýðsfylkingunni tekizt að koma til náms- manna fölsuðum fréttum um viðbrögð íslenzkra ráða- manna við kröfum og mótmælum stúdenta. í þeim leik eru námsmenn eins konar peð eða fómardýr. Það breytir því ekki, að lánakröfur þeirra voru sann- gjamar. Tþjóöin lét allt í einu af langri píslarvættisgöngu sinni og fór að veiöa þorsk af miklum vígamóð, það var slægt og skor- ið, flakað og fryst í öllu.n ver- stöövum frá morgni til miönætt- is. Enginn vissi neitt meira af afialeysisböli og markaðsböli hér heima? Það er og hefur veriö tradisjón á íslandi aö svelta námsmenn og yfirleitt alla andans menn og er það bara ekki svívirða við minningu allra Bólu-Hjálmara og Sölva Helgasona Islandssögunnar aö fara núna aö heimta breytingar 1 .................. Rassaköst í þorski. og meira aö segja voru uppi um það háværar raddir, að nú myndu allir fara að fá arð. ★ Þorskurinn . sneri landflótta fólki heim aftur, drykkfelldum sneri hann frá villu síns vegar. Hann kaliaði til sín alla af at- vinnuleysisskrá, ungmæður frá bleyjuþvotti og böm úr skóla. Hann tæmdi dansstaði og öldur- hús, leikhús og bíó. Saumaklúbb- ar lögðust niður vikum saman. Menningin gjörvöll laut þorsk- inum i þrotlausu striti. Nætum- ar urðu styttri og styttri, vakan lengri og lengri. Og fólk sem ha'föi ekki einu sinni málungi matar fyrir nokkrum vikum, stóð ailt í einu á kafi í þorski og haföj ekki einu sinni tíma til þess aö gera það upp við sig, hvað það ætti nú að gera við aurana sem það fengi. ★ Svo þegar um hægöist fóru þeir að selja bfla, splunkunýja úr kassanum. Þaö komst aftur dálítið lff í teppasölu og kúg- uppgefnar húsmæður gáfu sér 'ok.s tóm til þess að láta sig dreypia um eina siálfvirka. Þaö var hvort eð er ekki á hverjum degi sem þær stóðu með pen- ingana í höndunum fyrir útborg- uninni. — Jeremías Pétur svona ætti að vera hvert einasta kvöld. •k Þjóðarbölið atvinnuleysiö oe efnahagskreppan hvarf með þorskinum. Nú gátu allir unnið og étið sig metta og brðöum yröi kaupiö’ kannski hæ^kað. Hvað var hæet að h’ig-a sér það betra. Svo vikið sé að menningunni, getur það ekkj talizt menningar- snauð þjóð sem á sér ‘'egurðar- drottnineu, sem vrkir og dokt- ora. sem vinna víðavangshlaup. ★ Og sem allt er nú í góöu gengi, fara þá ekki dekurbörn þjóð- félagsins að lýsa frati á sína eigin velgiörðarmenn, sem mylgrað hafa þeim lífsbiörg á erfiðum tímum? Fer nú ekki þetta fólk aö vera meö uppsteit og byltingartilburðj á meðan all- ur borri manna stritar fyrir þvi á skipulaginu, einmitt þegar ástandið er ekki sem verst? Það er með námslaun eins og skáldalaun, þau eru ekkj ætluö til þess að,lifa.af nenta á sunnu- dögum, aðra draga vikunnar get- ur þetta fólk bara unniö í þorski, ef þaö hefur ekki aðra útvegi til þess að koma sér áfram í veröld- inni. Og sér er nú hver heimsk- an að þykjast ekkj skilja jafn ósviknar staöreyndir. ★ Þingmenn efri deildar féllu á Kvennaskólaprófinu. Þetta fall varð þeim mun ömurlegra að neðrj deildar menn stóðust það með miklum ágætum og gæti maður grannt aö, sér maður að þarna er að myndast mikið djúp á milli deilda. Að óreyndú hefðu menn haldið aö málið nytj auk- ins skilnings, eftir því sem of- ar drægi í þingið og þingmenn veltu þvi meira fyrir sér. En öðru nær. Annars er allt þetta Kvennaskólastúss nánast orðið eins og rómantfk í hinu mikla þjóölífsróti, þa-- sem framfara sinnar gærdagsins standa eins eins og steinrunnin nátttröll ' næstu dögun. Og allir keppast við að skipta um skoðanir, nauð- ugir eða viljugir. ★ Gjörvöll mannkindin stóö á öndinni meðan óhappafarið núm- er þrettán sveif um í óvissu úti f geimnum, þar sem geimfararn- ir þrír áttu kalda vist og ömur- lega. Þetta magnaði hjátrú margra og tölfræðileg hindur- vitni. Og mikill var fögnuðurinn þegar hetjumar stigu á þurrt við lúðrablástur. Og lárviðarsveig- ar biðu þeirra í landi. Minni gaumur var að því gef- inn hvar blákaldar himinhróp- andi staöreyndir blöstu við i Mekongfljóti, þar sem hundruð lfka flutu hljóðlaust að ósi. ★ Burtséö frá öllu heimsins böli fóru eldhúsdagsumræöurnar friðsamlega fram og þar ri'fust menn af hinni mestu kurteisi og drengskap. Það voru víst þreyttir þingmenn sem héldu heim í þinglok. Lagaframleiðslan varð með ólíkindum mikil síð- utsu dagana og kraföist tvöfalds starfshraða minnst. Og var ekk: furða þótt snuðra hlypi á þráð- inn sums staöar eins og til dæm- is f húsnæðismálatilbúðnaðin- um. ★ Jafnsnemma þingslitunum voru haídnar miklar veizlur og vígsluskálar drukknar til heiðurs mörg þúsund lestum af stein- steypu og öðrum flóknum mannanna verkum austur í Búrfelli og mátti heyra veizlu- glauminn vítt um Hreppa. Frumburður stóriðjunnar var og á sama hátt skirður f viður- vist háttvirtra gesta, innlendra og erlendra og þurfti til þess mörg orð og mikil veizlúföng svo sem tilhlýðilegt þykir. En þaö sem mennimir vigðu í brennivínj og orðagjálfri, vfgði Hekla svo þremur dögum sfðar í eldj og brennisteini og eins víst að Kölski sjálfur hafi magnað þá sendingu eða svo framarlega sem marka má gamla þjóðtrú. Rassaköst fegurðardísa. ■ r ■( ’ t t ’'í ''-■■’T’T ’t- t ■ y ■ 7 -tt-t l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.