Vísir - 11.05.1970, Síða 2

Vísir - 11.05.1970, Síða 2
Fyrir nokkru gaus upp sá kvitt ur að heimsins frægustu hjón, El- izabeth Taylor og Richard Burt- on, væru í þann vegninn aö skilja. Franska fréttablaðiö, „France Dimanche", birti frétt um alvar- legan ágreining sem sprottið hefcii upp af leik Burtons í myndinni „Tlhe Thousand Days of Anne“. Hjónin eru um þessar mundir stödd í lúxusvillu sinni f mexi- kanska túristabænum, Puerto Vallarta, við Kyrrahafsströnd. En sambúðin ku ekki vera góð, því að þau talast ekki einu sinni við, og sjást heldur ekki nema endr- um og eins. Liz er sögð liggja allan dag- inn í rúminu, og segist vera veik. En Burton styttir sér stundir við lestur Ijóða og sturtar niður hverjum þurrum martini-inum á eftir öðrum. Yofir skilnaður yfir Liz Taylor og Burton? Daglega hringir Liz Taylor til lögfræðinga sinna f London, en þeim hefur hún gefið fyrirmæli um að undirbúa skilnað við Burt- on, sem er fimmti eiginmaður hennar. Búizt er við því, að hún flytji senn frá honum og setjist að hjá möður sinni í Kaliforníu. Hvorugt þeirra hjóna hefur fengizt til þess að gefa út yfir- lýsingu, sem staðfesti þennan orð róm, né heldur mótmælt honum, en ennþá hefur ekkert dregið til tíðinda í átt til skilnaðar, síðan sagan komst fyrst á kreik f end aðan apríl. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem slík vandræði steðja Hin unga kanadíska leikkona,* Genevieve Sijould, sem ku eiga • nokkra sök á misklíð Burton- • hjónanna. • að heimili þeirra, í þau sex ár, sem þau hafa verið gift. En ná- komnir kunningjar þeirra telja, að nú sé miskliðin svo alvarleg, að úr sáttum veröi varla. Eins og sagt var í upphafi, ku ágreiningurinn eiga rætur sínar að rekja til leiks Burtons í mynd- inni, „The Thousand Days of Anne“, i fyrra. Þá sárnaði Liz, að Burton skyldi taka tilboði um hlut verk Hinriks VIII Englandskon- ungs, eftir að framleiðandi mynd- arinnar hafði þvertekið fyrir, aö Liz fengi hlutverk Anne Boleyn, vegna þess að honum fannst hún of feit. Og enn frekar þyngdi það skap hennar, þegar henni fannst Burt- on sýna hinni ungu kanadísku leikkonu, Genevieve Bijould, fuli mikinn áhuga, en hún var valin í hlutverkið sem Liz ætlaöi sjálfri sér. Hins vegar neitaði Burton harðlega, að hann stæði í neinu ástarsambandi við stúlkuna, og til þess að róa hina afbrýðisömu konu sína gaf hann henni rokdýrt demantshálsmen. Við það stilltist Liz Taylor og um tírna leit svo út, að á milli þeirra væri allt orðiö gott. En þegar hún nú i byrjun þessa árs uppgötvaði, að Burton héldi leynd um fyrir henni bréfaskrifum, sem hann átti við Genevieve Bijould, féll hún saman og krafðst skiln- aðar. Burton reyndi enn að milda hana, skriifaðj henni og bað hana afsökunar um leið og hann stakk upp á því, að þau reyndu að gleyma þessu með því að leika saman [ kvikmynd, sem taka átti í Hanoi, höfuðborg N.-Víetnam, og átti að vera liður í baráttunni gegn stríðinu i Víetnam. Hún neitaði aö hafa nokkuð saman við hann að sælda. Nú má hún ek'ki heyra nafn hans nefnt, því þá fýkur í hana, og hún hreytir ónotum í hvern þann, sem á hann minnist. „Leyfið mér að hafa frið fyrir því heimska svíni!“ æpir hún. SIGYALDI á „Strikinu44 í 1. maí-búningi Danir eiga á Strikinu sínu fræga í Kaupmannahöfn þekktan skrítilegheita karl, sem Sigvaldi heitir, og þekkir hann hvert mannsbam þar í borg, enda hef- ur orð borizt af karli hingað til lands. Daginn langan arkar hann um Strikið með barnakerru sína fulla af „skáldskap, sem falur er fyrir ódýran prís“, og margir staldra við hjá þessum risa, sem er höfð- inu og herðunum hærri en flestir venjulegir menn, og skiptast á orðum við hann um leið og þeir kaupa af honum eitt og eitt kver. Þessi mynd var tekin af honum 1. maí, en þá var eins og viðast annars staðar mikið um að vera í Kaupmannahöfn, og Sigvaldi skartaði alla vega litum plast- kúlum, sem þöktu hann, svo hvergi sást í manninn sjálfan, nema rétt i nef og skegg. Burton friðaði skap konu sinnar um hríð, þegar hann gaf henni demantahálsmen, sem Liz sést hér bera um hálsinn, en nú vill hún ekki fyrirgefa honum og má ekki heyra nafn hans nefnt. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.