Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 7
I V.Í SI R . Laugardagur 1. marz 1969. I SKOLA FÖSTUNNAR T Tm þessa helgi föstunnar *■'’ skulum við leggja leið okk- ar út í grasgaróinn. Um stígana í Getsemane, í svölum, myrkum skuggum trjánna reikum við til að komast að raun um hvað héV á að fara fram. Okkur er lýst af biysum hermannanna. Þeir þurfa að sjá til. Þeir þurfa ijós tll að fremja þau myrkra- verk, sem yfirmenn þeirra höfðu sent þá til að framkvæma. Þeir réðu þessu ekki sjálfir, kannski gert það nauðugir, þó líklega fremur eins og viljalaus verk- færi. Þeir voru undir aga, hörð- um og miskunnarlausum, svo að líf iá vió ef óhiýðnazt var og út af fyrirskipunum brugðið. — Ekki höfðu þeir fundiö Upp handtökuskipunina: Hann fer með falska kenning, hann for- smáir siði og venjur forfeðr- anna, hann brýtur gegn lögmál- inu, hann afvegaleiðir fólkið. hann æsir upp lýðinn. Hann er hættulegur maður, — handtakiö hann! — Þetta var skipun frá æðstu prestunum og öldungun- um og fræðimönnunum. Þess vegna eru þeir þama komnir með sverð og barefli og blys. Og í fiöktandi skini frá kyndl- um þeirra verðum við svo vitni að því, sem þarna er að ske. — Þrátt fyrir ailt er það nú ekki handtakan sjálf, sem verkar stenkast á okkur. Það er annað, sem okkur finnst átakantegast, gefrtr þessnrn atburði þann svip, sem aldrei fellur úr neins manns minni, stingur okkur í hjarta- stað. Hver gleymir orðunum: Vinur, hví ert þú kominn hér? Svíkur þú mannsins son með kossi? Hver er sá, sem ekki heyrir hinn sára tón? Hver er sá, sem ekki fær skynjað hin nlstandi vonbrigði, hina barma- fullri meðaumkun, hinna himin hrópandi hryggð? Hvað eigum við svo um þenri- an atburð að segja? Hvaða hugsanir vakna hjá okkur í sambandi við hann? Getum við annað en spurt: Er þá vonzkan svona voldug? Er hinni mann- legu villu svona óviðbjargandi? Er manneskjan svona iokuð fyr- ir því sem til frióar og farsæid- ar heyrir? Já, þaö er auðvelt aö varpa fram spurningum. En hver eru svörin? Okkur skortir orð. Við virðum fyrir okkur hin miklu átök, guðshetjuna heyja hina stöngu baráttu. „En hann baðst fyrir enn ákafar í dauðans angist, svo að sveiti hans varð eins og blóðdropar, er féllu á jörðina“. En lærisveinarnir sofa og hvílast, óvinifnir nálg- ast og lýðurinn fylgir þeim. Sá er í nánd er mig svíkur. Lengra fylgjum við ekki Frelsaranum á píslargöngunni aó sinni. Hér erum við komin að hinum regin- djúpu andstæðum. Hreinskilni og einurð gegn falsi og svikum og undirferli, ofbeldi og hand- taka gegn auómýkt og hógværð, hin heilaga kærleiksfórn gegn miskunnarleysi, hatri og kúgun, hjartnæm bæn fyrir þeim sem eru í hinni hrvllilegu sök en vita ekki hvað þeir gera. Hver er afstaða okkar gagn- vart ákvörðunum og úrslitum þessara himinhrópandi and- stæöna? Hvar og hvernig kom- um við inn á svið þessa örlaga- rika ieiks? Hvaða erindi eigum viö í Getsemane — við með okkar veiku trú, okkar óstyrka vilja, óráðnu þrár og óljósu vonir allar okkar hrasanir og yfirsjónir, friðleysi og óró í kvíðnu hjarta? Já, hvert ættum við frekar að fara með þetta allt heldur en til hans, sem sagði: Komið til mín ailir þér, sem erfiðið og þunga eru hiaðnir. Ég mun veita vður hvild. Margir hafa undrazt þessi 'orö. Einn af merkustu og al- vöruríkustu kennimönnum þjóð- arinnar sagðist ekki undrast neitt eins mikió i iífi eöa kenn- ingu frelsarans og þessi orð hans. Þetta tilboð hans til mannanna um að þeir mættu ■ allir til hans koma og gætu fengið hjá honum hvíld, frið og fró, hversu þunga byrði syndar og sektar og vonleysi sem þeir hefðu að bera. Aðrir kennendur, spámenn og spekingar og trúar- bragðahöfundar hafa sagt við mennina: Farið, farið og hlýðið þessu, farið og breytið þannig, farið og ieitið Guðs á þennan veg eða annan. En Kristur segin Komið, komið og fylgið mér. Hjá mér munuð þið finna sálum yðar saóningu, fullnægju fyrir hugann, hjartanu fró og friö. ,,Eg undrast ekki meira“, segir þessi prestur, ,.þótt hann segist vera sonur guðs“. Og var það ekki einmitt þess vegna, sem hann gat opnað mönnunum sinn náðarfaðm? Var það ekki þess vegna, sem hann hefur orðið mönnunum vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þess vegna gat hann líka sagt: Enginn kemur til föðurins pema fyrir mig. En svo er það á okkar á- byrgð, hvo'rt þetta boð verður þegið. Hér er engum þröngvað, enginn er neyddur. Til frelsis frelsaði Kristur oss, segir Páll. En það er okkar að sýna, hvort við erum þessa frelsis verð, kunnum að nota það rétt, erum fær um að velja góða hlutann, sem aldrei verður frá neinum tekinn, hljóta hina dýru perlu, sem ekkert jafnast við. Föstutíminn ætti að vera kristnum mönnum eins konar skóli til þess að við verðum fær- ari en ella til þess að standa frammi fvrir þessu örlagaríka vaii. Fastan á að vera árlegt námskeið i sjálfsprófun og sjálfsögun. Viö eigum með bindindi og hófsemd og sjálfs- afneitun að gera föstuvikurnar að eðliiegum og nauðsynlegum lærdómstíma í þessum mikils- verðu og mjög áríðandi grein- um. Það er náttúrlega ekki víst, að þar verði um neinn stór- árangur að ræða hverju sinni, a. m. k, ekki í upphafi. Við erurn fæst nokkrir nienn til að byria stórt. ekki f.rekar í þessúm efn- um en öörum. Mér er ár'ártí 1 minni það sem sagt hefur verið í þessu sambandi af vitrum manni og virtum: „Mjór vísir skynsamlegrar lífernisbetrunar getur verið upphaf* mikilla dyggöa". Framhaldið er auð- veldara þegar fyrsti áfanginn hefur verið farinn. „Freisting hver unnin til sigurs þig i>er“, segir Matthías í alkuiínum sálmi. En til þeirra sigurvinn- inga þurfum við að hafa Jesú i för, þurfum að hafa hann í ] „verki með oss“. Til þess fýlgj- um við honum á píslargöng- unni. Til þess göngum við í Getsemane — til þess að kær- leiki hans knýi okkur til að beygja okkar vilja, okkar 6- stýriláta, uppreisnarfulla vilja til samræmis við þá fórnarlund, sem auðgar lífið, að hinum sönnu verömætum, fyllir huga okkar veglegum vdnum — fögr- um fyrirheitum. Ó, styrk þú mig svo veg þinn vel ég feti, ei veröld neins og hénnar gæði meti, ei láti framar hold og heim mig viUa og hjarta spilla. Þér trúan lát mig lífs til enda vera svo lífsins krónu’ ég síðar megi bera og lofa þig í himna dýróarhöMum meö hólpnum öllum. Gagnrýni guðfræðinema /'kröið" hekir rit félags * guðfræðinema við Há- skólann. Síðasta tölublað, sem er 1. tbl. 5. árg. er allfjölbreytt að efni og flytur greinar bæði eftir presta og guðfræöinema. Ritstjóri Orðsins er Gunnar Kristjánsson stud. theol., en í ritnefnd eru þeir guðfræðinem- arnir Gylfi Jónsson og Karl Sigurbjörnsson. í þessu siðasta hefti ritsins má m. a. lesa eftir- farandi' gagnrýni á ástandið í kirkjuHfi Reykjavikur og raunar landsins alls: .. . Prestar furóa sig á áhuga- leysi unga fólksins á kirkjumál- um, en er það nema eðlilegt? Hvernig birtist kirkjan ungu fólkj höfuðstaðarins? Hún kem- ur ekki fram sem hin stríöandi kirkja, nema þá helzt innbyrðis milli prestanna. sem keppa á opnum markaði um vinsældir fólksins. Hún birtist í mynd stórra kirkjubvgginga, guðs- þjónusta, sem settar eru á svió fyrir kirkjugesti, siðvenja, svo sem skírna og ferminga, sem kirkjan selur miskunnarlaust, án þess aö L'ggja nokkra áherzlu á raunverulegt gildi þeÍTra. Og á meðan skútan sekkur, situr Kirkjuþing og semur frumvörp um fjölgun biskupa og prestarnir reyna að sleppa sem bezt persónulega með því að söfsa nndir sig eign- ir kir.kjitníiar .. . . .. Kirkjan stendur á vega- mótum. Hún á um tvennt að velja, halda áfram eins og nú og deyja alveg eða breyta um stefnu, gera upp við sig hvert hennar hlutverk sé og breyta eftir því. F.f hún á að lifa verð- ur hún að losa sig úr viðjum heföanna og jafnvel fórna for- ráttindum sínum. Aðalstarf kirkjunnar er þjónusta og boð- un. Hún ér send hingað í heim- inn með fágnaðarboðskapinn um Jesúm Krist, ekki til að benda mönnum á hann sem fag- urt fordæmi, heldur til þess að taka upp orð hans, niðurlæg- ingu hans. vegna mannanna. Guðsþjónusta hennar er ekki sýning, helcþtr tjáning hinna trúuðu, náðarmeðul henn- ar eru ekki söiuvarningur, sem hver og einn getur fengið án nokkurra persónulegra skuld- \bindinga. Prestar hennar ekki hempuklæddir meöalgangarar heldur þjónar, ætíð reiðubúnir til þjónustu. „Drottinn, sendu regn yfir skrælnaða jörð kristni þinnar og trúa verkamenn I vtngarðin- um“. Allir, vígóir sem óvígðir, ættu aö sameinast i þeirri bæn og leggja sig fram. því aó enn er ekki of seint! ' Nú Ijómar merki: Lífsins kross, er leyndardóntinn birtir oss: Að þar sem lífið lífi hvarf vér lifið tökum sjálft í arf. Ó, heiiög þjáning hjálpa oss að hylla Drottins lausnarkross. Ó, lyft oss kross, frá lágri jötö í lofi, dýrð og þakkargjörð. ^Stefán frá Hvítadal)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.