Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1969, Blaðsíða 3
VlSIR . Laugardagur 1. marz 1969. Ég vil aö Harry sjái, hver iukkunnar pamfíll ég er. Þú veitir því athygli á þessu línurlti, okkar snerti rauða lárétta línan þá bláu, lóðréttu f allt að 14—15 skipti á viku og hvemig snertingunum fækkár smám saman, þar til fyrir átján mánuðum tekur skyndilega fyrir þær með öllu. Seinasta skipti er 23ja júlí, nóttina eftir brúð- kaup systur þinnar... Ást er hæg þróun, sprottin af líkamlegu aðdráttarafli, gagnkvæmum framavilja. Leikstjóri, ljósameistari og leikmyndasmiður ræðast við á sviðinu í hléi. — teknar á æfingu nú í vikunni. Myndirnar eru „Yfirmáta ofurheitt“ er ís- A lenzka heitið á því. Undir- titillinn gæti allt eins verið í beinu framhaldi: harla lítið og ekki neitt. Þessi bandaríski gam anleikur hefur farið sigurför um heiminn. Hann var sýndur í þrjú ár samfleytt á Broadway og hefur nú verið settur á svið I 24 þjóðlöndum. Leikurinn verö ur frumsýndur á morgun í Iðnó undir leikstjóm Jóns Sig- urbjömssonar. „Luve“ heitir þessi leikur á frummálinu og er þaö afbökun af „Love“, enda er þama fjallað um ástina án alls hátíöleika dregið dár að ástardrama nútím ans, bæði eins og það hefur birzt á leiksviðinu og í hvers- dagslífinu. Höfundurinn Murray Schisgal skopast af mikilli list að ýmsum ástar- og tilfinninga atriöum bandarískra leikritahöf unda, allt frá dramatískustu sái arflækjum úr leikritum Albees niður f væmnustu söngleiki. Leikrit þetta er ef til vill í leikhúsinu það sem myndir eins og „Rússarnir koma“ qg The loved one“ eru í bandaríska kvikmyndaheiminum, háðsk sjálfskrítik, sem stöku sinnum skýtur upp hjá bandarískum höf undum, þegar menningarloftið er orðið mettað af einhverju ákveðnu ástandi. Hlutverkin í leiknum eru aðeins þrjú: Harry Berlin, sem Pétur Einarsson leik nr, Milt Manville, sem leikinn er af Þorsteini Gunnarssyni og Ellen, sem er kona þeirra kump ána til skiptis, leikur Guðrún Ásmundsdóttir. Sviðið er brú með gömlum ljósastaur, bekk, sandkassa og ruslakörfu. Dauf hljóð þoku- lúðra, skrúfuniður, bjöllur i dufi um og fleira slíkt gefur til kynna umferöina undir þessari gömlu brú, en í baksýn er stórborgin New York. Leikmyndin er verk Jóns Þórissonar. Hann hefureinu sinni gert leiktjöld í Iðnó áður, við Leynimel 13. — Þýðinguna gerði Ulfur Hjörvar. Frumsýningin á sunnudaginn er sú fjórða hjá Leikfélaginu í vetur. Sýningum er að ljúka á Orfeusi og Evrydisi en Maður og kona gengur enn við mikla aðsókn. YFIRMÁTA OFURHEITT (harla lítiö og ekki neitt)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.