Þjóðviljinn - 17.05.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 17. maí 1072. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson. Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustig 19. Simi 17500 (5 iínur). ■— Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði, — Lausasöluverð kr. 15.00. Trú á sjálfstæði Qert er ráð fyrir að störfum Alþingis að þessu sinni muni ljúka í lok vikunnar og hefur eld- húsdagsumræðum verið útvarpað. Sú var tíð að almenningur fylgdist af áhuga með útvarpsum- ræðum, en í seinni tíð hefur glögglega komið fram að ekki er eins almennt hlustað á þessar umræður og mega alþingismennirnir muna sinn fífil feg- urri, hvað áhuga almennings á sítörfuim þeirra sner'tir. Tilhögun umræðnanna hefur gengið sér 'til húðar og brýn nauðsyn ber til að breyta þeim verulega. Hins vegar er gerð í þessum umræðum — í þinglok — úttekt á þingstörfunum og í þeim fæst glöggur samanburður á stefnu og störfum stjómar og stjórnarands'töðu. [ þessum umræðum kom stefnuleysi stjórnarand- stöðunnar vel fram og Ijóst var að hún er á engan hátt fær um að gegna þingræðisskyldu sinni. Orðagjálfur Jóhanns og Gylfa og órökstuddar full- yrðingar þeirra um stjómarstefnuna gerðu ádeilu þeirra haldfausa. Bakreikningur viðreisnarstjófn- arinnar í efnahagamáium, ’-eyðsiu’tiiiögur 'við af- greiðslu fjárlaga, neikvæð viðbrögð við leiðrétt- ingu skattalaganna, tvískinnungur þeirra í verð- lagsmálum, þar sem annars vegar í valdasto'fnun- um Sjálfstæðisflokksmanna er farið fram á verð- hækkanir en hins vegar býsnazt yfir þeim hækk- unum sem stjómin hefur skorið niður og síað úr. — Þessi viðbrögð afhjúpa úrræðaleysi stjómarand- stöðunnar. Gömlu viðreisnarráðherrarnir gáfu ekki losnað við hinn marg-fallna kosningavíxil sinn,: verðstöðvunina; ljóst varð í þessum umræðum, að sá efnahagsvandi sem núverandi ríkisstjórn hefur | við að glíma er arfur viðreisnarinnar. 0þjóðholl og neikvæð stefna viðreisnarinnar, sem braut í bága við réttlætiskennd almennings og leiddi til vantrúar á mátt þjóðarinnar til að standa á eigin fótum, hefur beðið endanlegan ósigur. Þingmenn stjórnarflokkanna gerðu í uimræðunum grein fyrir aðgerðum vinsíri stjórnarinar á 10 mán- aða valdaferli. Ljóst er, að stjórnin hefur að leið- arljósi að skapa meiri jöfnuð í þjóðfélaginu, að treysta gmndvöll atvinnulífsins og auka sjálf- stæðisvitund þjóðarinnar. Athafnasömu þingi er nú að ljúka, þingi sem markað hefur þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum. Hæst ber þó samhljóða álvktun þingsins í landhelgismálinu, þar sem skýr afstaða leysti það hik og fálm af hólmi, sem gert hafði samninginn ’61, er byrja varð á að segja upp. Útfærsla landhelginnar og ráðstafanir til upp- byggingar atvinnulífsins eru þau verk, sem treysta efnahagsundirstöðuna oe gefa auknar gjaldeyris- tekjur á næstu árum, þó gllman við skuldahala viðreisnarinnar verði áfram vandi efnahagsmál- anna næstu mánuði. sem vinstri stjórnin mun takast á við af ainurð og festu f öndvegi íslenzkra stiórnmála er nú vinstri stefna, sem skapar trú þjóðarinnar á að hún geti staðið á eigin fótum. ‘v!vX Sgíigg: :•:•:•: mk SÝÍAWíiíííí *•*•*•’• :::*:!: s 'v>V innan flokksins meira en nokk- urt annað mál, en honum hefur fram til þessa tekizt að halda sér nokkurn veginn hreinum á stalli. Nú er skipt um fyrir Geir Hallgrímssyni og ástíeðan er sú leynd sem enn hvílir yfir Lundúnaviðræðum lrnns. Skerandi Hví þessi leynd? Fyrir nokkru vakti Þjóðvilj- inn athygli á því að brezkir töldu Geir Hallgrímssön hafa sett fram tillögur að fullnægj- andi lausn á Iandhelgismálinu til handa brezkri togaraútgerð. Geir Hallgrímsson mótmælti frásögn hins erlenda blaðs ger- samlega. Þjóðviljinn kannaði síðan hvernig erlenda blaðið „Hull Daily Mail" fékk fréttina um „friðarplan borgarstjórans" Blaðamaður þess blaðs sagði þá að fréttin hefði verið lesin þrisv- ar sinnutn fyrir heimildarmann- inn áður en hún birtist í blað- inu. Heimildarmaðurinn var þingmaðurinn James Johnson, en sá sat fund með Gétr Hall- grímssyni í London. Þannig gat Geir Hallgrímsson ekki ásakað umrætt blað um eitt né annað. ÞjóðvÍljinn krafðist þess að Geir sendi leiðréttingu utan. Geir kvaðst hafa sent James Johnson þýðingu á viðtali sem birzt hafði í Morgunblaðinu — en blaðinu hafði hann enn enga leiðréttingu sent. Af hverju gerði hann það ekki? Af hverju sendi hann bara James Johnson þýðingu á viðtalinu í Morgun- blaðinu? Hví þessi Ieynd? Þessara spurninga er ekki spurt hér til þess að koma höggi á Geir Hallgrímsson. En þess- ara spurninga spyrja flokksmenn Geirs Hallgrímssonar þessa dag- ana. Frammistaða Geirs í þessu máli hefur veikt stöðu hans neyðaróp í útvarpsumræðunum í fyrra- kvöld sagði Hannibal Valdi- marsson að Sjálfstæðisflokkur- inn væri klofinn í fimm fylk- ingar. Næstur talaði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins Ingólfur Jónsson. Hann reyndi að svara sívaxandi og rökstuddum um- rasðum um klofninginn í Sjálf- stæðisflokknum, en tókst ekki. Hann gaf frá sér kveinstafi ámáttlega og ómáttuga: Sjálf- stæðismenn um land allt, trúið ekki sögunum um klofninginn í Sjálfstæðisflokknum! Þetta var allt sem hann hafði að s^gja. Engin rök irni samstöðu, aðeins skerandi neyðaróp. Fjalar. „TIL ÞESS AÐ TEKIZT SÉ Á VIÐ STÓRMÁLIN irtiprf ’Wofr' ÞARF VINSTRISTJORN í ræðu sinni við útvarpsumræðurnar komst Garðar Sigurðsson im.a. svo að orði um landhelg- ismálið: „Af gamalli reynslu var ljóst, að ef eitt- hvað á’tti að verða af útfærslu, ef eitthvað átti að hreyfa við sjálfstæðismálum þjóðarinnar, ef eitt- hvað átti að gera til þess að endumýja framleiðslutæki þjóðarinnar, svo að hún yrði be’tur í stakkinn búin en áður að mæta mögru ári, þá þurfti hún að fá vinstri stjórn. Það kemur sem sagt í ljós, að til þess að setja markið hátt í málum, sem varða samskip'ti okkar við út- lendinga eins og í landhelgismálinu, þarf vinstri stjóm. Til' þess að barizt sé öðru fremur fyrir kjömm þeirra, sem minna mega sín, þarf fólk að kjósa sér stjórn, sem hefur það að markmiði. Sú stjórn er vinstri stjórn. Og fólkið fékk hana“. Síðan sagði þingmaðurirm: „Stjómíin hefur verið á milli tannanna á fólíki. Það hefur verið fylgzt með gerðum heinn- ar betur en gert Var hokkru sinni með fyrrv. stjóm. Það er vafalaiust ekki vegna þess að fólk vantreystir stjórnrmni, þaðan af síður að samanburður við hina fyrri sé þeirri sið- ari í óhag. Það er vegna þess að menn gera alltaf meiri kröfur til vinstri stjórmar, og það leggur henni þar af ledð- andi meiri skyldur á herðar, en veitir henni jafnframt meiri og betri siðferðilegan stuðn- ing“ Þá ræddi Garðar m. a. urn ósamkvæmnána í orðum og at- höfnum stjómarandstöðunnar. Hann sagði að á sama tíma og stjómarandstaðan brigslaði nú- verandí ríkisstjórm um mikla hækkun fjárlaga, þá hefði for- ystumaður annars stjómarand- stöðuflo'rksins Gylfi Þ. Gísla- son_ staðið einn að tillö'gu um 400 miljóna kr. viðbótarihækk- „Ef allir þingmenn hefðu farið eins að‘‘ sagöi Garðar, „hefðu fjárlögin getað hækkað um langtum meira en heiming. Ef þetta er ábyrg stjórnarand- staða, þá eru merkingar orð- anna fiamar að ruglast beldur óþyrmilega. Ég legg tU, að þessi þingmaður fái enn á ný námsstyrk frá ríkinu til aukins framihaldsnáms í hagfræði. Mér sýnist ekki veita af, auk þess sem þingflokkur Alþýðuflokks- ins er allur annar og betri, meðan formaðurinn stúderar“. Garðar minnti á umiræðumar um sikattamálin, og sagði: „Skattamálin hafa verið tals- vert til umræðu og ætla ég ekki að legja þar mörg orð í belg. Ég vil aðeins minna á þá staö- reynd, að þeir skattar, sern greiddir voru eftir efnum og á- stæðum annars vegar og þeir sem greiddir voru á hvem mann án tillíts til efna hins vagar, hefðu með gani.la kerf- inu orðið svipaðir að stærð á þesus ári og sjá allir, hversu Garðar Sigurðsson óskiaplegt ranglæti það hefði verið. En á þefcta réttlætismál lét Jóhann Hafstein séir sæma áð ráðast með argastai útúrsnún- ingd hér fyrst í kvöld. Auk þess mætti benda á, að blutur ein- staHinga í beinum sköttum hef- ur breytzt á áratugnum frá 1960—1970 þannig, að einstakl- ingar gredddu 59% 1960 en 82%| 1970. Með nýju skattalöffunum frá því í fyrra hefði þetta hiut- fall orðið enn óhaigstæðara al- menndnigi.“ I niðuiilagi ræðu sinnar vék Garðax að eflingu togaraflotans og sagði: „Nú er stefnt að endumýjun togaraflotans, sem drabbazt hafði niður úr 44 stórum síðu- togurum í tæplega 20 skip, sem flest hver ganga óðum úr sér. Bklkeirt hefur verið gert til end- urbóta í frystihúsum á liðnuin árum, en sá stóri baggi skilinn núverandi stjóm eftir til úr- lausnar. Stjórnarandsftaðan hamast ekki svo heiftarlega vegna þess hve illa er unnið, heldur veigna þess að hún er hrædd við að fólk sjái nú almennt, svo ekki verði um villzt, að til þess að tekizt sé á við stórmálin hnrf vinstri sitjóm. Og þá fer vel“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.