Þjóðviljinn - 17.05.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1972, Blaðsíða 2
2 SlÐA — í-JÖÐVILJIlSnsr — Midvifcudagur 17. maí 1972. Þetta er 2. bekkur Samvinnuskólans sem lau k burtfararprófi og voru tveir nemendanna meö ágætiseinkunn, en þrír nemendur i 1. 'ockk. í 1. bekk var ekki slegið slöku við þar sem 34 voru með 1. einkunn og aðeins þrír með 2. einkunn. Óvenju góður námsárangur Samvinnuskólanum Bifröst var slitið mánudaginn 1. maí s.1. Nemendur skólans vont í vetur 79 talsins og þreyttu allir vorpróf, 40 í 1. bekk og 39 í 2. bekk. Óvenju margir aukakennarar störfuðu við skólann í vetur og haldin voru námskeið í búðarstörfum fyr,- ir nemendur skólans; var þcim gefinn kostur á að vinna í kjörbúðum . 'RON og Sláturfélags Suðurlands i Reykjavík. Þá hélt Helgi Sæ- mundsson erindi fyrir nem- cndur um íslenzka bókmennta- sögu og Geir Vilhjálmsson um sálarfræði. Námsárangur var góður þetta árið. Hæstu einkunnir í 1. bekk hlutu Viðar G. EI- ísscnn Rvík 9,06, Óskar Stem- grímsson Ak. 9,03 og Erna Snorradóttir Hvammst. 9,00. Fyrstu eihkunn hlutu 34 nem- endur og aðra einkiunn 3. All- ir nemendur 2. bekkiar lukj burtfararprófi og á lokapróf- inu hlutu tveir ágaetiseihkunn: Guðmundur St. Gunniaugsson 9.03 og Gunmar Magnússon 9.00. Þrir hópar eidri nemenda voru mættir við slkóilaslitin, þeir er brautskráðust fyrir 10. 20 og 30 árum. 10 og 20 ára nemendur aflhentu skólanum sameiginllega gjöf: vönduð tónflutningstæki ásamt magn- arakerfi. 30 ára nemendur gáfu peninga í Minningarsjóð Jónasar Jó'nssonar, en sá sjóður styrkir efnilega nem- endur til framihaldsnáms. Undir lok skólaslitanna á- varpaði skólastjóri, séra Guð- mundur Sveinsson, hina braut- skráðu nemendur og flutfi þeim ámaðar- og hamingju- óskir, en ræddi sérstaHega um æskuna og samtíðina og þær vonir sem við aeskuna væru nú tenigdar að skapa betri veröld. Áöur en heim var haldið þágu viðstaddir veitingar. Svart: Skákfélag Akureyrar; Hreinn Hrafnsson Guðmundur Búason ABCDEFGH VERKAMENN Viljum ráða tvo verkamenn við afgreiðslu á sementi í Ártúnshöfða. Sementsverksmiðja ríkisins. Sími 83400. Útboð — Holræsislögn Þeir verktakar, sem áhuga hafa á gerð tilboðs í byggingu ca. 80 metra holræsalagnar fyrir bæj- aTsjóð Keflavíkur, hafi samband við undirritaðann í dag eða á morgun milli kl. 13 og 14 á Mánagötu 5, Keflavák, símd 1553. Bæjartæknifræðingurinn í Keflavík Vilhjálmur Grímsson. co m&mw pri 00 mtm mmt co m m co LO Pi 1 Pi H8 W& LO ■ m mtw co m fmm m co CNJ tm m m®m CM - m m isi - ABCDEFGH Hvítt: Taflfélag Reykjavíkur: Bragl Halldórsson Jón Torfason 22. Bf4 — Japönsku NYLON hjólbarSarnir. Allar vörubílasfærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldai* ó Tollvörulagersverði gegn sfaðgreiðslu, Verksfæðið opið alla daga fró kl. 7.30 fil kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 W88&ÍX-'Æ-ttS&Æ-ííi AF ERLENDUM VETTVANGI Hægrí og vinstrí á ítalsu Kosningarnar á ítalíu, som fram fóru fyrir 10 döigum færðu svo sem ekkert nýtt, segiir brezka blaðið Guardian. Italir eru vanafastir og í grundvaHarartriðum trúir sín- um gömlu flokkum. Hjá tveim stærstu flokkunum, Kristileg- um demókrötum og Kommún- istum, voru breytingamar vairla teljandi. En þetta mat er ekki ednihlítt. Hér í blaðinu var á sínum tíma gerð ndkkur grein fyiir baksviði ítölsku kosninganna og birtar töiur yfir flokka- fylgið eins og það var í kosn- ingunuim til neðri deildar 1968. Hér koma svo úrslitin í ár, prólsent gildra atkvæða við kjör til neðri deildar, tölur frá 1968 innan sviga: Kristi- legir demókratar 38,8% (39,1 — vinna eitt þings.), Komm- únistaflokikur 27,3% (26,9 — vinna tvö þingsæti), PSIUP eða „öreigasósíalistar" 1,9% (4,5 — tapa ölum 23 þdng- mönnum), Sósíaliistaflokkur 9,5% og Sósíaldemókratar 5,2% (voru sameinaðir 1963 með 14,5%, tapa einum þing- manni sem vair hjá Sósíalista- flokici), Frjálslyndi flokkurinn 3,9% (5,8 — tapa 10 þingsæt- um), Lýðveldissinnar 2,9% (2,0 — vinna 5 þingsæti), ný- fasistar og konungssiinnar 8,70/;> (höfðu 1968 4,5% og 1,3%, vinna samanlagt 26 þingsætii. Að þessu töddu mun enn vanta 3 þingmenn upp á fulla töiu þdngmanna í neðri deild, 630, og eru þeir víst eins og áður frá Suður-Týról. O Kjörsókn var nú 93,1%, eða ívið meiri en 1968, en fjöigun á fcjörstkrá er veruleg. Þrátt fyrir smávægilegt hlut- fallsilegt tap sitt um 0,3 pró- sentustig, vinna Kristilegir demókratar um hálfa miljón atkvæða, og Kommúnista- flokkurinn, sem bætti við sig 0,3 prósentustigum, vinnur um 600 þúsumd attovæði, en kjós- endur hans eiru samtals um 9 miljónir. Á vinstri væng stjórntnáilanna falla dauð á aðra miljón atkvæða, og mun- ar þar mest um þau 800 þús- und atkvæði sem PSIUP fékk án þess oð fá nokkum þing- mann toiörinn. Sá flofckur var upphaflega kominn frá siósíal- istum en stóð kommúnistum mjög nærri, og hafði kosn- ingalbandalag við hann til efri deildar. Manifesto-hópurinn undiir forustu 5 fyrrverandi þingmanna Kommúnista- flokksins fékto aðeins 220 þús- und atkvæði og var mjög langt frá því að koma að manni. Sú fyrirætlun að' ögra þingræðinu innd á þingi oa gagnrýna þar kommúnista frá vinstri, eins og það var látið heita, hefur því beðið skiip- brot. Vinstra brot úr flokfci Kristilegra demókrata, sem nefnist MPL — pólitísk hreyf- ing verkamanna — fékto lítinn byr og aðeins 120 þúsund at- kvæði. Loks má geta þess að „miarx-leníniistar“ fengu 85 þúsund atkvæð'i. o Hið nýja þing er í heild eitt- hvað íhaldssamara, lengra til hætgri, en hið gamla þing. Munar þar rnest um það að aMir þingmenn „öreigasósíal- istanna“ hverfa af þingi, en inn koma hér um bil jafn- margir á veigum nýfasista. Nv fasistar unnu ekki eins mikið á og óttazt hafði verið', en alls staðar bættu þeir við sag atkivæðum. Sennieg varð sig- ur þedrra einna mestur í Rómaiborg sjálfri, þar sem þeir hlutu nú 18% atkvæða, en höfðu 5% fyrir fjórum ár- um. Brezka blaðið Economist telur vist að þedr verði sömu útlagamir á þdngi eftir sem áður, þar eð enginn af mið- flokkunum sé tilbúinn til sam- vinnu við þá. Það megi þvi vera að þedr séu toomnir yfir tinddnn og muni nú halda nið- ur á við. En þlaðið bendir á hvað fasistum hafi tekizt að draga margt ungt fólk að hreyfhiigu sinnd, og segir að á Italíu, að mdnnsta kosti, kunni hægri öfMin að geta grætt^ á uppredsn œskunnar, ekki síð- ur en vinstri öflin. Bæði Economist og Le Mon- de gera mikið úr sigri Kristi- legra demókrata og segja að þeir hafi styrkt stöðu sína geypilega. Flokkurinn dalaði verulega í sveitar.stj órnarkosn - ingunum í fyrra, en náði sér nú alveg upp. Fyrir nokkrum mánuðum jaðraði við klofrung í honum, en nú er hann heill sem aldred fyrr. Flokkurinn stóð af sér óhlaup nvfasista frá hægri og óánægjuraddir til vinstri veiktu hann ekki, og árangurinn náðist á grund- velli stefnuiskrár sem hneigðist mjög til hægri. Kristilegir de- mófcratar edga um ýmislegt að velja varðandi stj o'rnarmynd- un, en líklegt er að þeir reyni alvarlega fyrir sér um aðra. möiguleika en mið og vmstri- samsteypu síðasta áratugs- En fréttaskýrendur virðast sam- mála um að myndun meirix hlutastjómar muni dragasí fram eftir sumri eða hausti. Eitt er það mál sem hefur verið Kristilegum demókröt- um erfitt viðfangs en nú get- ur ektoi orðiö þrætuepli á þdngi. Það er stoilnaðarmélið, nefnilega hvoirt hið borgara- lega ríkisvald í þessu kaþólska landi á að leyfa hjónasikiln- aði. Á hinu nýja þingi er glöggur meirihluti gegn þess háttar upplausm og spiMingu, og ætti málið ekki að geta orðið neinni rfkistjórn að fóta- kefli. Það er þvi ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en ný rík- isstjóm múni afnema þau lög um hjónaskilnaði sem síðasta þing samiþykkti. o Kommúnistaflokkur Ítalíu hefur verið í svo að segja stöðuigri framsófcn frá stríðs- lokum, unnið 1—2 prósentu- stig í hverjum kosningum. Að þessu sinmi var ávinningur hans lítill en þó mertoianlegur Á þinginu sjálfu veirsnar að- staða hans vegna þess að hamn missir helzta bandamann sinn, „öreigasósíalistana“- Hins veg- ar er stærð hans f ítölskum stjómmálum óbreytt, og ednn- ig staða hans á alþjóðavett- vangi. Hann er stærsti komm- únistaflokkur utan siósía.lísku landanna, og þekktur að bví að vera mjög sjólfstæður gagnvart erlendum aöilum, en hafa trausta fræðilega undir- stöðu ásamt umburðariyndi inn á við. I þessum icoisming- um var sótt mjög að Komm- únistaflokfcnum og reitt hátt til höggs, en það reyndust verða vindhögg. Af þessu hljóta þeír sem er raunveru- lega umhugað um sósfalíska umsköpun ítalskia bjóðfélags- rns að draiga sínar ályktanir. hj—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.