Þjóðviljinn - 07.05.1965, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.05.1965, Síða 5
MOÐVILIINN WSstcidagur 7. ma{ W6S SlÐA g KR vann Víking með 4:0 í mjög lélegum leik □ Á miðvikudagskvöldið fór fram fjórði leik- ur Reykjavíkurmótsins, á milli Víkings og KR. Ekki varð hann til þess að lífga upp á knatt- spyrnuna í þessari byrjun, sem hún er nú í á þessu sumri. Leikurinn var í heild mjög s,lakur og lítil knattspyrna sem þar var sýnd. Það merkilega var þó, að Víkingar sýndu meira af já- kvæðum samleik og reyndu svolítið við og við að leika saman og halda knettinum niðri. Það gerði gæfumuninn 'f leiknum að KR-ingarnir voru sterkari einstaklingar og leik- vanari, en KR-liðið féll mjög illa saman og var að kalla all- an leikinn heldur tætingslegt, með langar spyrnur sem kalla mætti spyrnur útí loftið, og er það furðulegt af svo leik- vönum mönnum. Auk þess voru mörkin sem KR skoraði heldur ,.billeg“. Fyrsta markið skoraði Baldvin Baldvinsson, er hann náði send- ingu til markmanns, sem var illa framkvæmd. Annað mark- ið sem Gunnar Felixson skor- aði var mjög hressilega gert þar sem hann skauzt fram milli varnarmanna og fékk þangað knöttinn og einlék síðan að vítateig og skaut með þrumuskoti. Gunnar skoraði og 3. markið, en það var furða, að hann skyldi sleppa hjá dómara og ■Hnuverði eftir að hafa stjakað við varnarmanni með hendi og síðan hagrætt knettinum með hendinni, og að því loknu skora! Fjórða markið kom 5 mín. fyrir leikslok eftir þvögu fyr- ir framan mark Víkinga, og endaði sóknin sú að Sigurþór ýtir við knettinum sem kemur í stöng og þaðan til mark- manns sem missir af honum og valt hann rétt innfyrir lín- una! I.iðin Víkingar áttu nokkur sæmi-^ leg tækifæri, en skotin voru heldur slök, og er greinlega ekki þeirra sterka hlið ennþá. Þetta unga lið Víkings ætti ekki að þurfa að kvíða, marg- ir leikmanna lofa góðu, og þeir hafa ..þegar reynt að til- einka sér samleik. Að vísu voru útherjarnir þeirra veika hlið, en þegar þeir hafa styrkt þessar stöður ætti liðið að efl- ast til muna. I liðinu er mik- ill baráttu-vilji, framverðirnir voru höfuðstyrkur liðsins, og þótt markvörður gripi ekKÍ alla knettina og væri ekki al- veg viss í úthlaupunum er þar samt efni á ferðinni, sem gerði ýmislegt sem lofar góðu. Hann heitir Ásgeir Christian- sen og er kunnur skíðamaður. KR má muna sinn fífil fegri, og vafalaust eiga þeir eftir að ná betur saman en í þess- um leik. Ellert lék ekki með^- og vafalaust hefur það sína þýðingu fyrir samheldnina og samleikinn. Hreiðar Ársælsson er kominn aftur og stóð fyrir sinu, en þó ekki kominn í æf- ingu ennþá. Baldvin Baldvins- son lék nú fyrsta leik sinn með KR. en eflir þennan slappa leik þeirra KR-inga verður ekkert um það sagt, hvort hann fellur ipn í lið þeirra í framtíðinni. Hann var eins og fyrr, harður. en stöðugt vant- ar vináttuna milli hans og knattarins. en slík óvinátta getur orðið mörgum örlagarík. Sigurþór og Kristinn voru þeir sem helzt börðust og sýndu vilja. Svona slappir koma KR-ingar ekki til næsta leiks. Hver er orsökin? Annars erum við alltaf að kvarta yfir lélegri knattspyrnu og það réttilega, því miður. Fn hvernig er knattspyrnu- 1 nabilið byggt hér upp? Er það gert þannig að menn fái tækifæri til að njóta þeirrar þjálfunar. sem þeim er nauðsyn- leg? Er leiknum þannig kom- ið fyrir að það sé hægt? Er heimsóknum þannig fyrir komið, að þær skemmi ekki knattspyrnuna? Er það tilfellið að ein aðal- orsök hinnar lélegu knatt- spyrnu sé sú að skipulagið sé lélegt, og hver ber ábyrgð á þvi? Knattspyrnunni er nauðsyn- legt að fá svör við þessum spurningum. Þessi leikur og hinir þrír eru hrópandi á þessi svör, sem menn hafa í mörg ár veigrað sér við að svara, eða ekki haft kjark til þess að horfast í augu við staðreyndir. Áhorfendur að þessum leik voru fáir. Dómari var Gunnar Gunn- arsson. Frímann. Afmœlishéf F. H. ann- oð kvöld Fimleikafélag Hafnarfjarðar heldur upp á 35 ára afmæli fé- lagsins með hófi sem hefst í Alþýðuhúsinu í Hafnarf. n.k. laugardagskvöld klukkan sjö. Aðgöngumiðar eru séldir hjá Birgi Bjömssyni, Reykjavíkur- vegi 1. frland vann Spón 1:0 frland sigraði Spán með 1:6 er þessi lönd mættust í fyrri leiknum í heimsmeistarakeppni í knattspymu. Leikurinn fór fram í Dublin í fyrradag 03 áttu Spánverjar mun meira í leiknum, en írska vömin stóð sig mjög vel. Tæknifræðingur Vestmannaeyjakaupstaður óskar að ráða í sína þjónustu byggingartæknifræðing. Upplýsingar gefur — Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Guðlaugur Gíslason, símar 11580 og 21723, Reykjavik. Hagtrygging h.f. Auglýsir eftir starfsfólki: Aðalbókara, gjaldkera og vélritunarstúlkum. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, leggist inn á skrifstofu Hagtrygg- ingar h/f, fyrir 12. maí 1965. Fyrirspumum ekki svarað í síma. Hagtrygging h.f. Bolholti 4 — Reykjavík. þér eigib valið, vex handsápurna'r hafa þrennskonar ilm Sniðinsamkvæmtströng- ustu kröfum tízkunnar, útfærð af sérmenntuðum fagmönnum sem fylgjast vel með því sem gerist í tízkuheiminum. VERKSMIÐJAN FOT H. F. Stakir bollar ódýrir og fallegir. Sparið peningana, sparið sporin. Kjörorðið er: Allt fyrir viðskiptavininn. Verzlun Guðnýjar Irettisgötu 45. Víða um lönd eru hjólreiðar cin vinsælasta íþróttin, og almenn- ingur fylgist af miklum áhuga með keppni í þessari íþróttagrein. Myndin sýnir sovézka hjólreiðarmenn í keppni. Hvenær skyldu vegirnir hér á landi verða svó góðir, að hægt verði að stunda hjólreiðar sem íþrótt hér? Hvenær verður fyrsta hjólreiðarkeppn- in háð hér á íslandi? Hvenœr verður fyrsta hjól- reiðarkeppnin á fslandi? Nauðungaruppboð Eftirtaldar. bifreiðar verða eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík o.fl. seldar á nauðungaruppboði, sem fram fer við bílaverkstæði Hafnarfjarð.gr föstudaginn 14. maí kl. 14: G-348, G-891, G-906, G-1092, G-1232, G-1289, G-1408, G-1423, G-1433, G-1530, G-1552, G-2597, G-2869, G-2603, G-2711, G-2863. G-3396, R-6966, R-9543, R-12070, R-15481 og Y-296. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. íþróttir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.